Hafnfirðingur - 15.06.1946, Blaðsíða 1

Hafnfirðingur - 15.06.1946, Blaðsíða 1
Ritstjóri og ábyrgðarmaður Jón Helgason Jón Helgason; Skúli Guðmundsson: SÖKNARGÖGN Á HENDUR FRAM- BJÖÐENDUM RíKISSTJÖRNARINNAR i. Almennar kosningar til al- þingis fara fram á sunnudaginn kemur, svo sem allir vita. Allir hinir fjórir stjórnmálaflokkar landsins bjóða fram í nær öll- um kjördæmum í landinu og um þessai mundir ber ekki á öðru meira í blöðum, útvarpi og tali manna á meðal en stjórn- málaumræðum og stjórnmála- áróðri í margvíslegum myndum — sumum viðsjárvc”ðum í landi, þar sem menn vona, að lýðræðið megi þróast sem bezt, þjóðinni tíl aukinnar giftu. Það hefir svo ráðizt, að ég yrði frambjóðandi Framsóknar- flokksins i Hafnarfirði. Mér var það ekki óljúft. Ég trúi því, að ég sé að berjast fyrir góðan mál- stað. En Framsóknarmenn eiga að ýmsu leyti örðugri vígstöðu í Hafnarfirði en flestum öðrum kjördæmum landsins sökum þess, að þeir hafa aðeins tvisvar áður boðið þar fram við þingkosningar, en aldrei við bæjarstjórnarkosningar. Stefna Framsóknarflokksins og ðtarf, nú og áður, er því ekki eins vel kunnugt Hafnfirðingum og fólki í þeim kjördæmum, þar sem betur hefir verið hlúð að vexti hans. Þar við bætist svo magnaður áróður fjölmennra andstæðinga til beggja hlíða, oft rekinn með óvandaðri aðferð- um en æskilegt væri, smn ekki er þó ætíð flokkana sjálfa um að saka, heldur miklu fremur einstaklinga, sem ekki kunna sér hóf í pólitískri baráttu. Af þessum sökum hefi ég kosið að gefa þetta blað út, svo ég geti með rökum rætt um ágreinings- málin við hvern þann, er virðir kosningarétt sinn þess, að hann vilji kynna sér sóknar- og varn- argögn fleiri en eins aðila, og hafa það síðan, er honum virð- ist sannara og farsælla. Þegar sá vilji er almennt fyrir hendi, ætti allir flokkar og frambjóð- endur að geta vel unað dómsorði fólksins, á 'hverja lund sem það svo verður. Þá eru uppfylltar þær skyldur, sem lýð- ræðið leggur kjósendunum á herðar. Þar á móti er þá skylt að komi drengilegur vopnaburð- ur og skilmerkileg rökfærsla þeirra, er við eigast. II. Rikisstjórn sú, sem nú situr, var mynduð haustið 1944, eftir langar málaleitanir og ýmsar tilraunir ítil stjórnarmyndunar. Hún hefir því farið svo lengi með völd, að séð er, að verulegu leyti, hver er geta hennar og farsæld, og því tímabært að gera sér grein fyrir því, hvort æskilegt sé fyrir þjóðina, að hún fari lengur með völdin og rétt að veita frambjóðendum hennar brautargengi. Framsóknarmenn gátu ekki tekið þátt í stjórnarmynduninni, þótt svo færi, að hinir flokkarn- ir þrír gerðu það, sumir þeirra að vísu með mikilli tregðu og ekki nærri því öllu atkvæða- magni sínu. Innan Alþýðu- flokksins munaði mjög mjóu, að stjórnarsamvinnunni við komm- únista og íhaldsmenn yrði hafnað, og við framboðin í vor urðu fylgismenn stjórnarinnar sums staðar að þoka úr örugg- um sætum fyrir eíndregnum andstæðingum hennar, þótt ekki væri i Hafnarfirði. Svipað er ástatt í Sjálfstæðisflokknum. Sumir þingmenn hans hafa alla tíð verið í andstöðu við stjórn- ina, sem formaður flokksins veitir þó forstöðu, og við fram- boðin í Reykjavík varð stjórn- ardeildin að kaupa sér fylgi andstöðuarmsins því dýra verði, að sjálfur borgarstjórinn þokaði í vönlítið sæti fyrir einum and- stæðingi stjórnarsamstarfsins. Á kosningamáli Morgunblaðsins og erindreka Sjálfstæðisflokks- ins heitir þetta eining. En það er að minnsta kosti eining um eitt- hvað annað en málefni i venju- legum skilningi. Það væri þá helzt eining um hag heildsal- anna. Hingað til hefir það þótt farsælast, að stjórn- málabaráttan væri málefna- barátta. í því bandaríki allra stétta, sem Sjálfstæðis- flokkurinn læzt vera virðist annað þykja mikilvægara en heilsteypt afstaða í málum al- mennings. Þrátt fyrir þennan mikla skoðanamun um tilverurétt rík- isstjórnarinnar innan tveggja stuðningsflokka hennar, hefir það verið mjög lagt Framsókn- arflokknum til lasts, að hann gat ekki tekið þátt i stjórnar- mynduninni. En sé afstaða hans álasverð, þá eru þó fleiri undir sömu sök seldir, eins og ég hefi þegar gert grein fyrir. En að minu viti er hér ekki um sök að ræða, heldur þá einu afstöðu, s_m staðreyndanna sjálfra vegna er skylt að taka, og' sönn- unargagn mitt í þvi máli er ein- mitt ferill ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Okkur Framsóknar- mönnum virtist af glapræði tíl hennar stofnað, og þann sama ógæfusvip beri öll hennar ganga fram á þennan dag. Mun ég nú rökstyðja þetta nánar. III. Meginorsök þess, að Fram- sóknarmenn gátu ekki gengið til þessarar stjórnarmyndunar, var sú, að hinir flokkarnir vildu ekki gera neitt til þess að skapa þann grundyöll, sem heilbrigt fjár- mála- og athafnalíf í landinu verður að hvila á, enda þótt þeir hefðu áður haft stór orð um bölvun verðbólgunnar. Þeir vildu ekki neinar ráðstafanir gera til þess að vinna bug á dýr- tíðinni og verðþenslunni í land- inu, sem þá þegar var orðin ískyggilega mikil — hafði hækk- að um 89 stig í átta mánaða stjórnartíð Ólafs Thors sumarið 1942, er núverandi stjórnar- flokkar voru að knýja fram kjördæmabreytinguna. Það var sá skattur, er athafnalífið og al- menningur i landinu hafði orðið að greiða fyrír þær aðgerðir, sem þó virtist að hefðu að skað- lausu mátt blða, þar til fram fer sú allsherjarendurskoðun stjórnarskrárínnar, er nú stend- ur fyrir dyrum. Siðan núverandi stjórn var mynduð hefir svo vísitalan enn hækkað um 19 stig, og taldi þó í vetur einn af fremstu mönnum Alþýðuflokks- ins og bæjarfulltrúi hans í Reykjavík, Jón Blöndal hag- fræðingur, sem sjálfur á sæti í kauplagsnefnd, að hún væri fölsuð um 30—40 stig. Hjá utan- þingsstjórninni, er samt þótti aðgerðalítil, hækkaði hún aðeins um eitt stig. Framsóknarmenn álitu, að heilbrigt fjármálaástand í land- inu væri frumskilyrði þess, að auður sá, sem hér hefir borizt á land á stríðsárunum og berst sennilega enn um stund meðan hungraðar þjóðir vilja kaupa framleiðslu okkar afarverði sér til lífsbjargar, nýttist landi og þjóð til blessunar. Það væri grundvöllurinn, sem allar fram- farir yrðu að byggjast á, og þá væri líka hægt að gera miklu meira fyrir sömu fjárhæð. Ella ræki að því áður en langir tímar liðu, að við yrðum ekki sam- kepnisfærir á erlendum mark- aði, aðrir boluðu okkur út, at- vinnulífið í landinu drægist saman, þegar hallarekstur blasti við, og það bitnaði siðan vita- skuld á þjóðinni allri og hverj- um þjóðfélagsþegni sérstaklega. Án blómlega atvinnulífs getur engin þjóð komizt vel af. Fram- leiðslan er sú auðsuppspretta, sem allir njóta af, hvaða störf sem þeir annars vinna. Á þessum misserum, sem liðin eru siðan stjórnin var mynduð, hafa svo ýmsir, þvert ofan i fyrri ummæli, reynt að blekkja launastéttir landsins með þeim falsrökum, að verðbólgan sé ekki óæskileg, því að hún dreifi stríðsgróðanum. Þótt þessi kenning væri rétt, sem ekki er, þá hefðu verið margar giftu- drýgri leiðir til þess. Það, sem hér ber á milli, er ekki það, hvort almenningur í landinu eigi að fá þau laun fyrir vinnu sina, er hæst verða goldin, án þess að gengið sé of nærri þeim, sem greiðslurnar inna af höndum, og þeirra tekjustofn- um. Það er rangt, ef einhver ber það fram. Framsóknarflokkur- inn ann hinum starfandi mönn- um góðra launa. Það er eitt af meginstefnuskráratriðum hans. að þegnarnir eigi við sem jöfn- ust kjör að búa og hið vinnandi fólk, hvort heldur er við erfið- isvinnu eða í opinberri þjón- ustu, beri ekki skarðan hlut frá borði. Með því að halda verð- bólgunni í skefjum og nýta til almennra og raunverulegra kjarabóta þann óhófsgróða, er nú gengur til einstakra manna, var hægt að gera hvort tveggja, að skapa alþýðlega velmegun í bráð og tryggja afkomu þjóðar- innar í lengd. Það, sem hér hefir gerzt, er einfaldlega það, að stjórnarliðið hefir gripið til þess örþrifaráðs, að telja verðbólguna í landinu til happa, til þess að leiða at- hygli fólksins frá þeirri hættu, er af verðþenslunni stafar, og al- gerðum skorti á raunhæfum að- gerðum af hálfu stjórnarinnar. Kaupmáttur krónunnar hefir rýrnað jafnt og þétt, en það átti að blekkja fólk með tölum, sem alltaf hafa verið að hækka. Það var skýið, sem það átti að svífa á í hæðirnar. En þessí gerningaþoka hefir ekki villt nema fáa. Það er staðreynd, sem yfirleitt er mjög augljós og fólk finnur glöggt og sér, að það eru aðeins fáir menn, sem hafa grætt á verðbólgunni, og þá fyrst og fremst heildsala- stétt landsins, er hefir getað margfaldað gróða sinn í skjóli hennar. Gylfi Þ. Gíslason, efsti maður á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík, gat þess í útvarps- umræðum nýlega, að fyrir dreif- ingu fata, matvöru og skófatn- aðar aðeins gyldi hver fjölskylda milliliðastéttinni skatt, er nem- ur 2500 krónum á ári, en þó heimta helldsalarnir mun þyngri skatta á öðrum sviðum. Fulltrú- ar og ráðherrar Alþýðuflokksins og kommúnista hafa ekki aðhafzt neitt raunhæft til þess að bæta úr þessu. í annan stað eru svo þeir, sem rekið hafa ýmis konar braskstarfsemi, kaup og sölur verðmætra eigna. Hin sífellda verðhækkun, húsnæðisskortur og fleira, hefir fært þeim ó- mældan gróða, sem meiri er en komið hefir fram í dagsljósið. Verkamenn og launamenn haaf hins vegar borið skarðan hlut frá borði, og þýðingar- mestu atvinnugreinarnar hafa átt við vaxandi erfiðleika að stríða. Þetta hefir oft og víða komið fram. Nægir í því sam- bandi að minna á lýsingu Dags- brúnarverkamanna á aðstöðu sinni í vetur, samþykktir verka- mannafélagsins Baldurs á ísa- firði og ályktanir síðasta Fiski- þings, og ýmsra samtaka út- vegsmanna. ,,Kjarabæturnar“, sem kommúnistar kalla svo, hafa reynzt ærið snubbóttar, þegar öll kurl komu til grafar — „dreifing stríðsgróðans“ ekki verið það, sem látið var í veðri vaka. Hinar köldu staðreyndir töluðu skýru máli, og tala enn. Þær segja, að sú kauphækkun, sem orðið hefir, renni jafnóð- um í súginn vegna síaukinnar verðbólgu. Þær segja, að at- vinnuvegirnir, undirstaða allrar velmegunar i landinu, séu einn- ig lamaðir af hennar völdum — og þó stórum meiri vá fyrir dyrum. 1 IV. Auglýsingaskrum það, sem ríkisstjórnin viðhafði, þegar hún settist að völdum, var svo mik- ið, að slíkt var áður óheyrt á þessu landi. Hér átti að skapa nýjan himin og nýja jörð næst- um því. Enn bergmálar þessi hallelújasöngur af og til, þegar mikils þykir við þurfa. Gætnum mönnum og hófsömum þykir hér lítt af setningi slegið. Al- mennt munu íslendingar telja það betri reglu að lofa ekki of miklu, en efna nokkurn veginn það, sem heitið var, heldur en að lofa gulli og grænum skógum, meðan vanséð er um allar efnd- ir. Þeim finnst, að sú regla eigi einnig að gilda í stjórnmálum. Framsóknarmenn gátu ekki tekið þátt í þessu skrumi. Þeir vildu ekki byggja á sandi verðbólgunnar. Þeir vildu ekki bera ábyrgð á því, að allt ræki á reiðanum. Fyrir þá af- stöðu hafa fylgismenn stjórnar- innar sýknt og heilagt borið þá þeim brigzlum, að þeir væru aft- urhaldsmenn, er vildu keyra allt í kút eymdar og örbirgðar. Slík- um brigzlum ætti raunar ekki að þurfa að svara, því að þau falla um sig sjálf, en vegna þeirra, sem beittir hafa verið einhliða áróðri um langa stund, skal það þó gert. Ég vil fyrst benda á sögu flokksins og fortíð. Verkin bera jafnan raunhæfastan vitnis- burð. Framsóknarflokkurinn hófst fyrst til valda eftir kosn- ingarnar sumarið 1927. Ég hygg, að því verði ekki með rökum hnekkt, að þá hefst mesta fram- faratímabil í sögu íslands, ein- mitt fyrir forgöngu Framsókn- arflokksins, þótt þess sé skylt að geta, að Alþýðuflokkurinn studdí hann eftir þvi sem geta var tif. Hverju stórvirkinu af (Framhald af 3. tlðu) Kosningarnar 30. júní í flestum kjördæmum lands- ins hafa allir stjórnmálaflokk- arnir menn í kjöri við þess- ar kosningar, stjórnarflokkarnir þrír og andstöðuflokkur stjórn- arinnar, Framsóknarflokkurinn. í kosningunum verður úr því skorið, hvort sú ríkisstjórn, sem hér hefir setið síðan haustið 1944, skuli fara með völd áfram, eða breyta skuli um stefnu og stjórnarhætti. Á valdatíma núverandi ríkis- stjórnar hefir verðbólgan aukizt til stórra muna. Vísitala fram- færslukostnaðar er nú 20 stig- um hærri en í byrjun stjórnar- tímabilsins, og þó hafa verið greiddir miljónatugir af ríkisfé til þess að halda henni niðri. Dýrtíðin hefir valdið því m. a., að bátaútvegurinn hefði stöðv- ast á s.l. vetri, ef ekki hefði ver- ið veitt ríkistrygging fyrir verði á nokkrum hluta af sjávaraf- urðunum, og er þó enn geysi- hátt verð á þeim vegna mat- vælaskortsins í heiminum. — Landssamband ísl. útvegsmanna lýsti því í bréfi til stjórnmála- flokkanna í nóvembermánuði s. 1., að hagur smáútgerðarinnar hefði sífellt farið versnandi síð- an árið 1942. Af völdum dýrtíð- arinnar, og einnig vegna mikill- ar eyðslu á ríkisfé, er hagur ríkissjóös nú þannig, að fjárlög eru áfgreidd með nær 18 milj. kr. greiðsluhalla. Dýrtíðin hefir leikið verkamenn þannig, sam- kvæmt áliti trúnaðarráðs Dags- brúnar í Reykjavík, að þrátt fyrir þær grunnkaupshækkanir, sem orðið hafa, veitist verka- mönnum, sem eiga við lægsta grunnkaupið að búa, æ erfiðara að framfæra fjölskyldur sínar. Og forseti Alþýðusambandsins, sem nú er frambjóðandi í Hafn- arfirði fyrir einn af stjórnar- flokkunum, sagði í ávarpi sínu í tímariti Alþýðusambands i vetur á þessa leið: „Fyrir vanmátt og úrræða- leysi valdhafanna hefir ósam- ræmið milli verðlags og kaup- gjalds verið svo launþegun- um í óhag vegna falskrar vísitölu og svikins verðlags- eftirlits, að kauphækkanir þær, sem verkalýðurinn náði 1942 og síðar 1944 eru að engu orðnar“. Það er vissulega ekki glæsí- legt að kjósa þennan frambjóð- anda eða aðra frambjóðendur stjórnarflokkanna, sem að hans eigin dómi eru vanmáttugir og úrræðalausir í stærstu viðfangs- efnum á sviði stjórnmálanna. En það eru líka fleiri en for- seti Alþýðusambandsins, sem hafa vitnað í svipuðum tón um stefnu stjórnarinnar. Einn af forystumönnum Alþýðuflo'kks- ins, Jón Blöndal hagfræðingur, hefir réttilega lýst henni sem hreinni fjárglæfrastefnu. Með stefnu sinni hefir stjórnin unn- ið að því að gera þá ríku ríkari en þá snauðu snauðari, en þetta sagði Haraldur Guðmundsson alþm., í þingræðu í marz 1942, að myndi verða afleiðing af vextj dýrtíðarinnar. Hann reyndist sannspár um það at- riði. Forvígismenn Sjálfstæðis- flokksins hafa líka oft og mörg- um sinnum sagt sitt álit á dýr- tíðarstefnu stjórnarinnar. Ann- að aðalblað flokksins, Vlsir, segir 20. maí í vor: „Sú stefna, sem nú er ráð- andi í fjármálum landsins, leiðir til stórkostlega aukinn- ar verðþenslu og stofnar öllu fjármálakerfi þjóðarinnar í hættu“. Ennfremur: „Allir atvinnuvegir þjóðar- innar eru byggðir á sandi, meðan hún hefir ekkert fast undir fótum í dýrtiðarmál- unum“. Og sjálfur forsætisráðherr- ann hefir sagt, að sá, sem stuðlaði að aukinni dýrtið, væri „böðull framleiðenda, launa- manna og raunar alþjóðar". Ekki ófögur lýsing á stjórninní, sem hann sjálfur hefir myndað. Það er raunar óþarft að visa (Framhald d 4. ttOuf. í Hafnarflrði við alþingiskosningarnar 30. júní 1946. Emil Jónsson frambjóðandi Alþýðuflokksins. X Jón Helgason frambjóðandi Framsóknarflokksins. Hermann Guðniundsson frambjóðandi Sósíalistaflokksins. Þorleifur Jónsson frambjóðandi Sjáifstæðisflokksins. A. Landlisti Alþýðuflokksins B. Landlisti Framsóknarflokksins €. Landlisti Sósialistaflokksins 1). Landlisti Sjálfstæðisflokksins Þannig lítur kjörseðillinn út, þegar frambjóðandi Framsókn- arfíokksins, Jón Helgason, hefir verið kosinn. LAHDSBÍIASAFN 202622 ÍSLANGS

x

Hafnfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnfirðingur
https://timarit.is/publication/1779

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.