Hafnfirðingur

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Hafnfirðingur - 15.06.1946, Qupperneq 4

Hafnfirðingur - 15.06.1946, Qupperneq 4
Eiga ekki vinnustéttirnar allar sama rétt Sóknargögn á hendur fram- bjóðendum ríkisstjórnarinnar Kosningarnar Búnaðarráðslögin og staðfesting þeirra. í ágústmánuði síðastliðnum gaf ríkisstjórnin út taráða- birgðalög, sem sviptu taænda- stétt landsins og samtök hennar öllum rétti til íhlutunar um verðlag framleiðsluvöru sinnar. Þessi mál voru öll fengin í hend- ur mönnum, sem stjórnin sjálf tilnefndi eftir geðþótta, og und- antekningarlítið voru úr hópi þjállá stuðningsmanna hennar, ýmist Sjálfstæðismenn eða kom- múnistar. Þessi lög voru síðan staðfest á alþingi og greiddu atkvæði með þeim allir kommúnistar á þingi, allir helztu stuðningsmenn stjórnarinnar innan Sjálfstæð-. isflokksins, er staddir voru á þingfundi, þegar atkvæða- greiðsla fór fram, og Alþýðu- flokksmennirnir Emil Jónsson, Finnur Jónsson, Stefán Jóhann Stefánsson og Haraldur Guð- mundsson. Ranglæti — og hættulegt fordæmi. Bændum finnast þessi lög veruleg réttarskerðing. Þeir vilja njóta sama réttar og aðrir menn í landinu. En þeir, sem knúðu lögin fram, rökstuddu þau sumir með því, að taændur væru yfirleitt mótfallnir stjórn- arstefnunni, og það væri ekki hægt að fá stjórnarandstæðing- um í hendur umboðsrétt fyrir stéttir. Þessi rökstuðning- ur sumra stjórnarliða hefir síð- ur en svo bætt úr skák í augum þeirra, sem þessi lög bitna á. Þeim finnst hinn rangláti til- gangur aðeins enn augljósari en áður. Þeir telja, að með slíkri löggjöf sé skapað hættulegt for- dæmi, sem óhlutvandir menn gætu ef til vill notað sér síðar meir til áframhaldandi misbeit- ingar löggjafarvaldsins, sem þá er óvíst, á hverjum kynni að taitna. Til hverra ráða væri til dæmis ekki hugsanlegt, að heildsalavaldið, er sjálft stóð með öðrum að þessari lagasetn- ingu, kynni að grípa, ef það teldi sig þurfa að klekkja á ein- hverri þjóðfélagsstétt eða halda henni í skefjum og hefði bol- magn til þess? Samhugur vinnustéttanna. Ég þykist mega staðhæfa, að bændur beri yfirleitt hlýjan hug til hinna vinnandi stétta í kaupstöðum landsins, sjómanna jafnt sem verkamanna. Það er Borgararnir greiða þunga skatta til sameiginlegra þarfa. Þeir gera þá sanngjörnu kröfu að fá eitthvað fyrir það fé, sem þeir leggja af mörkum. Þessa gæta þeir. sem völdunum hafa náð, ekki ævinlega sem skyldi meðan nægur tími er til stefnu um gagnlegar fram- kvæmdir. Stundum rumska þeir snögg- lega fyrir kosningar. í Reykja- vík er jafnt á vetri sem sumri byrjað að hamast í gatnagerð fyrir kosningar. Einn af hávaða- samari þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins hefir fyrir þrennar kosningar hafið undirbúning að stórfelldri hafnargerð á all- fjölmennri ey í kjördæmi sínu. Frambjóðandi Alþýðuflokksins í sýslunni við þessar kosningar hefir reiknað út, að höfnin verði með sömu vinnubrögðum komin á áþreifanlegan hátt fyr- ir sjónir almennings árið 2000, enda fari kosningar fram á minnst fjögurra ára fresti, eins og lög standi til. í Hafnarfirði hefir skort leik- velli, þar sem mæður gætu vit- að börn sín örugg við leiki undir gæzlu ábyrgra aðila. Það hafði verið um þetta talað í bænum, einkum þegar mikið þótti liggja við um kjörfylgi af hálfu einhvers aðilans. Einn illviðrisdag í janúar- mánuði í vetur var byrjað að ryðja land á Hamarskotstúni, ekki nema skiljanlegt. Afkoma bændastéttarinnar er fyrst og fremst háð því, að fólkið í kaup- stöðunum hafi við sæmileg kjör að búa og geti keypt fram- leiðsluvörur þeirra því verði, að lífvænlegt sé við landbúskap. Kaupstaðafólkinu er það einnig hagur, að bændastéttin komist þolanlega af. Annars yrði stór- kostleg þurrð á landbúnaðarvör- um, kaupstaðirnir yfirfylltust af fólki, sem flýði sveitirnar, og vandræði sköpuðust við þá miklu röskun. Ég hygg því, að fólkið í bæjunum hugsi yfirleitt vel til sveitafólksins, þótt til séu þar menn, sem af pólitískum á- stæðum reyna að ala á óvildar- hug til þeirra, sem úti á lands- byggðinni búa. Ef þetta hefffi bitnað á þinni stétt. Það má því furðulegt teljast, ef þessi misbeiting löggjafar- valdsins, er gerð var að umtals- efni í upphafi, hlýtur ekki þunga dóma hjá hugsandi fólki við sjávarsíðuna, alveg sérstak- lega verkamönnum og sjómönn- um. Þeir hljóta manna bezt að skijja ranglætið, sem í búnaðar- ráðslögunum felst, og þeim staf- ar hætta af fordæminu, jafnt og bændum sjálfum. Vilja verka- menn og sjómenn og iðnaðar- fólk ekki stinga hendinni í eigin barm? Vill ekki hver og einn hugleiða, hvernig honum hefði orðið við, ef til dæmis harðsvír- aður Sjálfstæðismeirihluti hefði svipt þeirra stétt réttinum til þess að verðleggja vinnu sína? Ég býst við, að mönnum hefði fundizt það ærið ranglæti. En þá hljóta þeir einnig að viður- kenna, að bændastéttin hafi hér verið beitt ranglæti. Byggjum á þroska stéttarsamtakanna. Og hverjum sem ann lýðfrelsi og réttlátu stjórnarfari af heil- um hug, hlýtur að hrjósa hugur við því, að menn séu beittir ó- rétti af stjórnarvöldunum, ekki sízt þegar heilar stéttir eiga hlut að máli. í lýðfrjálsu landi verð- ur fyrst og fremst að treysta á þroska stéttasamtakanna, að þau spenni bogann aldrei svo að hann bresti, að þau beiti aldrei mætti sínum svo skefja- laust, að þjóðfélaginu stafi stór- felldur voði af, enda eiga þau dóm almenningsálitsins yfir sér, ef þau gera það. Á þeim grundvelli einum getum við byggt. j. h. sunnan við Flensborgarskólann, Illviðrið hélzt tvo daga, og var unnið við þetta á meðan. Al- þýðuflokkurinn sigraði með miklum atkvæðamun í bæjar- stjórnarkosningunum, og nú lágu aðgerðir niðri um hríð. Þegar leið að vori var aftur hafizt handa, og er það ekki nema lofsvert. Nú er búið að jafna allt vallarstæðið og gera grunninn eins og hann á að vera, enda fara nýjar kosning- ar í hönd. Framkvæmdin er nytsöm, og hér fá þeir hafnfirzkir borgar- ar, sem geta haft not af vellin- um handa börnum sínum, eitt- hvað fyrir peningana, sem þeir greiða í bæjarsjóð. En góðlátlegt gaman hefir verið hent að þessum vinnubrögðum. Og óneitanlegra hefði það verið viðkunnanlegra fyrir þá, sem að þessu standa, að þetta hefði til dæmis verið gert í fyrra meðan enn var ár til kosn- inga. En leikvöllurinn verður jafn góður fyrir það, þegar hann er fullbúinn, og hafi kosning- arnar eitthvað flýtt fyrir hon- um, þá er það aðeins eitt dæm- ið um gagnsemi þeirra. Von- andi verður þó mégingagnsemi þessara kosninga sú, að stjórn- arflokkarnir fá þá áminningu, sem forði þeim frá að lenda í al- varlegu slysi með það, sem er sameign allra landsins barna. J. H. (Framhald af 3. síðu) ast á framleiðslu- og launa- stéttunum. Stærstu fórnina verða þeir að færa, sem notið hafa gróðans á undanförnum misserum, og það yrði að gerast með eignauppgjöri, er tæki til þeirra, sem rakað hafa saman mörgum hundruðum þúsunda á stuttum tíma, og mikilli skerð- ingu gróðans. Afnám tolla á naunðsynjavörum væri enn einn liðurinn. Auk þess yrði nauð- synlegt að rétta þeim hjálpar- hönd, er hafa stofnað sér í miklar skuldir, áður en dýrtíðin er færð niður, bæði vegna at- vinnureksturs síns og til þess að komast yfir þær eignir, sem eðlilegt er, að menn eigi, svo sem þolanlegt húsnæði. Þegar þetta hefði verið gert, væri kominn grundvöllur fyrir blómlegt atvinnulíf. En til þess að starfsorkan nýttist sem bezt, og séð yrði, hverjar atvinnu- greinar skynsamlegast er að efla, þyrfti að gera nákvæmar rannsóknir á framleiðsluþörfum og markaðsmöguleikum og vinnuafli, og haga síðan lög- gjöf, umbótum_ og endurnýjun atvinnutækja í samræmi við það. Þetta hefir verið algerlega van- rækt af núverandi ríkisstjórn. Þetta er að mínu viti leiðin til alþýðlegrar velmegunar í land- inu — leiðin til að koma í veg fyrir hrun og atvinnuleysi á komandi tímum — leiðin til þess að endurbætur og framfarir í tækni og atvinnuháttum fái notið sín og haldi áfram að vaxa stig af stigi. Mér er ljóst, að miklu hefir þegar verið glat- að, og sóað fé kemur ekki sjálf- krafa aftur. En um það tjáir ekki að sakast. Það verður að taka því, sem orðið er, en það virðist jafn sjálfsagt að stinga við fótum við fyrsta tækifæri, sem gefst. Til þess verður að ætlast af öllum, sem ekki eru blindir í þessum leik. Þingkosningarnar leggja fólki tækifærið upp í hendurnar. Þau eru enn í fullu gildi, orð Ólafar á Skarði, þótt nær fimm aldir séu liðnar: ,,Ekki skal gráta Björn bónda, heldur safna liði.“ í þeim birtist kraft- ur íslenzkrar þjóðarsálar — þrek þess, sem ekki leggst í víl yfir því, sem tapað er, þótt dýr- mætt sé, heldur vill rétta hlut sinn. Ólöf færði banamenn Bjarnar bónda heim að Skarði og þjáði þá. Það var í samræmi við hugs- unarhátt þeirrar tíðar. And- stæðingar ríkisstjórnarinnar hafa ekki slíkt í huga. Þeir menn, sem nú hafa mis- séð sig á stjórn landsins, munu fá að fara heim og læra betur, þegar þeir velta úr valdastólum, hversu dýr sem þjóðinni verður vera þeirra þar, og viðreisnar- starfið verður hafið með öðrum starfsaðferðum, sem farsælli munu reynast í bráð og lengd. Hver maður og hver kona, sem greiðir Framsóknarmönnum at- kvæði við þessar kosningar, stuðlar að því, að það verði fyrr en ella hefði orðið. Það er um- bun og traust hvers manns í þeim kjördæmum, þar sem horf- ast verður í augu við þá stað- reynd, að ekki getur komið til greina, að frambjóðandi Fram- sóknarflokksins verði kosinn. Því má heldur enginn láta glepja sér sýn, þótt erindrekar annarra flokka tali fagurt og lokkandi í eyra hans um það, að réttast sé að tryggja kosningu þess næstbezta. Það eru falsrök, sem vísa á á bug. Hitt vil ég svo taka fram, að þótt hér taki ný stjórn við völd- um og hefji viðreisnarstarf, þá þarf enginn að búast við því, að hún verði alfullkomin, hversu vel sem hún verður skipuð og hverjir sem að henni standa. Hún mun gera sín glappaskot, því að ekkert er óskeikult í heimi hér. Foringjar Alþýðu- flokksmanna í Hafnarfirði muni til dæmis telja þeim bæ vel stjórnað, og venjulegt fólk, sem ekki er blindað af pólitísku of- stæki, mun telja honum þolan- lega stjórnað. En einnig þar má finna ýmsa vankanta. Það er til að mynda ein af frumþörfum manna að hafa nóg af vatni til daglegra nota, og það þykir mið- ur á haldið í stórum bæ, ef til- finnanlegur skortur er á því, í stórum og fjölmennum bæjar- hlutum, húsmæður fá kannske ekki vatn til þess að sjóða mat- inn, þvo upp, eðgi þrífa gólf og fatnað, nema á vissum tímum sólarhringsins. Það, sem aftur á móti mætti vænta, væri það, að hér tæki við stjórn, sem ekki léti allt reka á reiðanum, án tillits til framtíð- arinnar, heldur hæfist handa um þær meginaðgerðir, sem nauðsynlegar eru, ef vel á að fara, og miðaði stjórnarstefnu sína við það, að hin vinnandi al- þýða landsins, mennirnir, sem sjóinn stúnda og landið rækta, fólkið í verksmiðjunum og í skrifstofunum, húsmæðurnar á heimilunum, þeir, sem vörunum dreifa til almennings og gegna störfum í opinberri þjónustu — allir þeir, sem mynda það kerfi, sem við nefnum þjóðfélag, fengju sína réttlátu hlutdeild í því, sem þjóðin aflar, og sam- stilltu krafta sína við það að afla meira og skapa hærri menningu og betra líf. Með öðrum orðum: Ræki raunhæfa pólitík, sem stefndi með forsjá að aukinni velmegun í framtíð- inni, en væri ekki háð þeirri draumsjón einni að sitja meðan sætt er og eyða meðan enn er eitthvað til að. eyða, eins og nú virðist, því miður, vera um rík- isstjórnina. Þá þokaði áleiðis, þótt einhver víxlspor yrðu ó- hjákvæmilega stigin. Ég skal svo að endingu gjarna gera þá játningu, að mér er ljúf- ast að hugsa mér og teldi það af- farasælast, að hinar vinnandi stéttir landsins gætu tekið höndum saman um slíka um- bótastjórn, þótt nú horfi þung- lega um það, nema kjósendur sjálfir gefi núverandi stjórnar- flokkum svo ótvíræða vísbend- ingu um vilja sinn, að þeir geti ekki misskilið þa§. Það verður aðeins gert með því að kjósa nú frambjóðendur Framsóknar- manna. VIII. Kosningabaráttan hefir náð hámarki sínu. Ýmsum ráðum er beitt, og til fleiri bragða verður sjálfsagt gripið áður en lýkur. Ég heiti á alla frjálshuga menn að láta moldviðri og blekking- ar ekki verða þess valdandi, að þeir missi sjónar á kjarna mál- anna. Og kjarninn er þessi: Ert þú, kjósandi góður, ánægð- ur með þá ríkisstjórn, sem nú er við völd, stefnu hennar og að- gerðir, eða telur þú, að hún stjórni gálauslega og haldi lak- lega á nauðsynjamálum al- mennings? Þeir, sem ekki sjá neitt stórlega athugavert við landstjórnina og telja fram- tíðarhag þjóðarinnar bezt borg- ið undir hennar handleiðslu, kjósa einhvern hinna þriggja flokka, sem að henni standa og bera sameiginlega fulla ábyrgð á aðgerðum hennar og aðgerða- leysi. Yfir því tjóar ekki að kvarta í lýðfrjálsu landi, ef þeir gera það eftir að hafa einnig kynnt sér, metið og vegið mál- flutning andstæðinganna. Ef illa fer, hafa þeir þá afsökun, að þeir sáu ekki betur en þetta. En hinum, sem virðist í óefni stefnt, ber skylda til þess að haga sér samkvæmt því. Þeir geta aðeins fyikt sér um fram- bjóðendur Framsóknarflokks- ins í þessum kosningum, hverja svo sem þeir hafa áður stutt í stjórnmálabaráttunni. Nauðsyn lands og þjóðar krefst þess, að þeir greiði atkvæði samkvæmt grunduðu mati á málstaðnum. Nauðsyn lands og þjóðar krefst þess, að þeir vísi öllum áróðri, sem*miðast að því að ginna þá eða hræða frá því að greiða at- kvæði samkvæmt raunverulegri afstöðu sinni til ríkisstjórnar- innar og hennar stefnu, því að það er það, sem kosið er um. Allir þessir menn eru nú kvaddir heilhuga og samtaka til starfs, hvar sem þeir búa og hvernig sem kosningahorfurnar annars eru. v IX. Að lokum vil ég segja þetta við Hafnfirðinga: Meðal ykkar sem annars stað- ar eru ýmsir menn, sem hingað (Framhald af 1. síðu). til ummæla stjórnmálamann- anna um óheillavænlegar af- leiðingar verðbólgunnar. Stað- reyndirnar blasa við öllum, sem hafa augun opin. Fjöldi manna þarf nú að búa við „nýsköpun- ar“-húsaleigu í stærstu kaup- stöðunum, og það er áreiðanlega enginn hægðarleikur fyrir verkamenn og launamenn i lægri launaflokkunum að borga þá leigu, auk þess sem margir þeirra hafa þurft að borga stór- fé fyrir að komast inn í nýju íbúðirnar. En húsabraskarar og alls konar kaupahéðnar græða. Þeir hafa komið ár sinni betur fyrir borð en nokkru sinni fyrr, í skjóli núverandi ríkissjórnar, og verða vafalaust öflugir stuðn- ingsmenn hennar í þessum kosningum. í nýlega útgefnum hagtíðind- indum er birt yfirlit um tekjur og gjöld ríkissjóðs árið 1945. Samkvæmt því hafa tekjur rík- isins á því ári numið rúmlega 160 milj. króna. Af þessari upp- hæð eru tekjur af tollum yfir 64 milj., effa um 40% af heildar- tekjunum. Fyrir síðustu kosn- ingar þóttist a. m. k. einn af núverandi stjórnarflokkum, Sós- ialistaflokkurinn, vilja afnema tolla á nauðsynjavörum, en ekkert hefir orðið af fram- kvæmdum í þvi efni þrátt fyrir valdaaðstöðu hans. í þess stað lögfestu stjórnarflokkarnir svo- nefndan veltuskatt árið 1945, sem að verulegu leyti lagðist á almenning sem neyzluskattur eins og tollarnir sem fyrir voru. En það er fleira athvglisvert í yfirlitinu um afkomu ríkis- sjóðs árið 1945. Tekjur af á- fengisverzlun voru á því ári rúml. 32 milj. kr., eða um 20% af ríkistekjunum. Til saman- burðar má geta þess, að síðustu árin fyrir styrjöldina voru tekjurnar af áfengisverzluninni innan við 2 millj. ár hvert eða nálægt 10% af heildartekjum ríkissjóðs. Á þeim árum deildu Sjálfstæðismenn, sem þá voru í stjórnarandstöðu, hart á fjár- málaráðherra Framsóknar- manna fyrir að afla ríkissjóði tekna með innflutningi og sölu áfengis. En nú, þegar Sjálfstæð- ismenn sjálfir stjórna, ásamt Alþ.fl. og kommúnistum, eru allar gáttir opnaðar fyrir vín- flóðinu, með þeim afleiðingum, að tekjurnar af einkasölunni eru 17 sinnum hærri en fyrir striðið, og þrátt fyrir það sjást engar ásakanir á stjórnina í blöðum Sjálfstæðismanna fyrir að afla ríkinu tekna með vín- sölu. Eitt af óhæfuverkum núver- andi ríkisstjórnar og stuðnings- manna hennar á Alþingi er lagasetningin um búnaðarráðið svonefnda. Samkvæmt þeim lögum skipaði ríkisstjórnin á s.l. ári 25 manna „ráð“ til þess að til hafa fylgt Sjálfstæðismönn- um eða Alþýðuflokknum að málum, en eru nú mjög óánægð- ir með stjórnarsamstarfið og stjórnarstefnuna. Ég leyfi mér að vænta stuðnings þessara manna hinn 30. júní. Ég leyfi mér að vænta þess, að þeir taki höndum saman við Framsókn- armennina í bænum í markvissu starfi þá daga, sem eftir eru til kosninga. Það er ekki um að vill- ast, hver kosinn verður þing- maður bæjarins. Bæjarstjórn- arkosningarnar í vetur sýndu það. En einmitt vegna þess þarf enginn, sem annars er andvígur stjórnarstefnunni, að kjósa ein- hvern af frambjóðendum stjórn- arflokkanna á þeim forsendum, að hann vilji þó frekast styrkja einhvern einn þeirra. Það er líka allt annað, sem liggur til grund- vallar þessum kosningum held- ur en bæjarstjórnarkosningun- um. Það þarf engum að bægja frá því að láta í ljós andúð sína á stjórnarstefnunni, þótt ekki korrii til greina, að stjórnar- andstæðingur nái kosningu. Hvert atkvæði, sem mér verður greitt í Hafnarfirði í þessum kosningum, er hnefi, sem lagður er á borðið fyrir framan stjórn óráðdeildar og ábýrgðarleysis, áreytnislaust við einstaka menn, en af málefnalegri alvöru. Minnist þess — og' starfið samkvæmt því. I verðleggj a framleiðsluvörur bænda. Engir fulltrúar frá fé- lagssamtökum bændanna fá að koma þar nærri eða hafa nokk- ur áhrif á verðlagningu land- búnaðarvaranna, og fram- kvæmdin hefir verið þannig, að verðlagsnefndin, sem búnaðar- ráð stjórnarinnar velur, skammtar bændum lægra af- urðaverð, og þar með lægri at- vinnutekjur en réttmætt er, miðað við tekjur annarra vinn- andi manna. Hvað myndu nú verkamenn segja um það, ef slíkum að- ferðum væri beitt við þá? Hvernig myndi þeim geðjast að því, ef ráðherra, sem væri and- stæðingur meiri hluta verka- manna í stjórnmálum, skipaði „ráð“ til þess að ákveða kaup- gjald verkamanna, án þess að verkamannafélögin eða stjórnir þeirra og fulltrúar hefðu nokk- uð þar um segja? Vilja menn hugsa um þetta? Telja þeir rétt að styðja þá flokka til löggjafar- og stjórn- arstarfa, sem ráðast gegn einni af helztu atvinnustéttum þjóð- félagsins og beita hana slíku ofbeldi? Andstæðingar Framsóknar- flokksins halda þeirri kenningu mjög á loft, að í þeim kjördæm- um, þar sem ekki er líklegt, að frambjóðendur hans nái kosn- ingu, sé þýðingarlaust að greiða þeim atkvæði, því að þau at- kvæði verði ónýt. Þetta er hin mesta blekking. Eitt viffbótar- atkvæði, greitt Framsóknar- flokknum í slíku kjördæmi, get- ur hæglega ráffiff úrslitum um úthlutun uppbótarþingsæta, og þar með um skipun þingsins, engu síður en atkvæði, sem greidd eru hinum flokkunum. Ef flokkurinn hefði fengið 500 atkvæðum fleira í síðustu kosn- ingum, hefði það nægt til þess að fella 11. uppbótarþingmann- inn, því að þá hefði ekki verið úthlutað nema 10 uppbótar- sætum. Þá hefði verið einum kommúnista færra á þingi. Það er stefnumál Framsókn- arflokksins að verðbólgan verði minkuð með sanngjarnri þátt- töku allra stétta. Með því móti einu er unnt að byggja hér upp heilbrigt atvinnulíf, koma fjár- málum ríkisins á > öruggan grundvöll og gera afkomu ríkis- sjóðs óháða því, að áfengis- flóðinu sé veitt yfir þjóðina, með öllum þeim spillingaráhrif- um, sem því eru samfara. Um leið og vöruverð innanlands og kaupgjald verður lækkað að krónutölu, þarf að taka til opinberra þarfa veruiegan hluta af þeim stórgróða, sem safnazt hefir á hendur ein- stakra manna á síðustu árum. Einnig þarf að taka þá stefnu, að miða laun og kaupgjald við framleiðslutekjur þjóðarinnar á hverjum tíma, en með því einu móti verður komið á réttlæti í skiptingu þjóðarteknanna. Allir þeir, sem vilja styðja þessa heilbrigðu stefnu í lands- málum, eiga að greiða fram- bjóðendum Framsóknarflokks- ins atkvæði í þessum kosning- um. Hvert einasta atkvæði, sem flokknum er greitt, hvar sem er á landinu, styður að því, að hér verði komið á hollari stjórn- arháttum en verið hafa nú um skeið. Ég heiti á Framsóknarmenn að beita sér til ýtrasta,og ég heiti á alla stjórnarandstæðinga í Hafnarfirði að kjósa Jón Helga- son við þessar kosningar. Hvammstanga, 19. júní 1946. Skúli Gnðmundsson. Ömurleg afstaða (Framhald af 2. siðu) til þess alvarlega viðleitni. En hvað sem veldur, þá er ekkert til þess gert, svo kunnugt sé. Vandafólk þessara manna undr- ast og gremst. Aðrir mættu bera kinnroða fyrir þetta. J. H. Hafnfirðingar! Takið höntlum saman við Framsóknarmenn. Prentsm. Edda h. f. — 1946. Pólitískur leikvöllur

x

Hafnfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hafnfirðingur
https://timarit.is/publication/1779

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.