Mosfellspósturinn - 11.12.1981, Side 2
s*®fsKÍ't‘
Æsku- og flugsaga
Jóhannesar R.
Snorrasonar
flugstjóra, rituð
af honum sjálfum
Jóhannes R. Snorrason býður okkurfram í flugstjórnarklefa. Og það er
ekki einn flugstjórnarklefi, heldur margir, og við fljúgum ýmist í sólskini
eða kolsvörtum skýjum og illviðrum. Nú erflugtæknin háþróuð, en i
Uþþhafi flugferils Jóhannesar var hún það ekki. Þá var flugið ævintýri
líkast.
Þessi bók er fyrri hluti flugsögu Jóhannesar. Fyrst segir hann frá
viðburðarríkum bernskuárum á Flateyri við Önundarfjörð og svo enn
viðburðarríkari unglingsárum norðurá Akureyri. Síðan hefstflugsagan
sjálf í miðju stríði og endar I þessu bindi 1946, þegar Jóhannes er
nýbúinn að fljúga fyrstu farþegaflugin frá íslandi til Skotlands og
meginlandsins og ferja tvo Katalínubáta hingað frá Ameríku yfir
Grænland í illviðrum um hávetur.
Fæst hjá næsta bóksala
á
Almenna Bókafélagið
Austurstræti 18, Skemmuvegi 36,
sími 23544. sími 73055.
FASTEIGNAEIGENDUR -
MOSFELLSSVEIT
Höfum oftast kaupendur að einbýlis- og raðhúsum í Mosfellssveit.
Hús frá fokheldu upp ífullgerð koma til greina.
Einnig höfum við kaupendur að lóðum undir einbýlishús á einni hæð
Skipti á ibúðum i Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði hugsanleg.
Allir þurfa þak
yfir höfuðið
FASTEIGNAÞJONUSTAN
AUSTURSTRÆTI 17
SÍM126600
RagnarTómasson hdl.
Jólastemmning á kvöld-
vöku á sunnudagskvöld
„Þessi kvöldvaka er ekki fjár-
aflafyrirtæki heldur eingöngu
menningarlegs eðlis. Þetta er í
sjötta sinn sem kvöldvakan er
haldin með þessu sniði en að
henni standa í sameiningu karla-
kórinn Stefnir, Stefnurnarog Leik-
félag Mosfellssveitar,” sagði Sig-
ríður Þorvaldsdóttir leikkona í
samtali við MP. Er hún leikstjóri
þeirra atriði kvöldvökunnar sem
Leikfélagsmenn leggja til. MP leit
inn á æfingu í Hlégarði í vikunni og
var greinilegt að mikið stóð til.
Hljómaði undurfagur söngur
Stefnismanna út yfir hálfsmíðað-
an veizlusalinn í Hlégarði en kór-
inn virðist hafa stækkað í seinni
tíð, því hann rúmaðist varla á svið-
inu í Hlégarði. Við hittum einnig
formann Stefnanna frú Dóru Þor-
kelsdóttur.
Á kvöldvökunni, sem hefst
klukkan 20:30 á sunnudagsvköld
syngur kórinn nokkur lög. Ein-
söngvari verður Ingibjörg Mart-
einsdóttir, undirleikari er Guðni Þ.
Guðmundsson. Lesin verður
myndasagan Síðasta blómið og
myndir sýnar í myndvarpa sam-
tímis. Félagar úr leikfélaginu
syngja og dansa söngva úr Deleri-
um bubonis. Sr. Birgir Ásgeirsson
flytur jólahugvekju. Salurinn verð-
ur skreyttur með jólagreni og
kertaljós á borðum. Dagskrá
kvöldvökunnar lýkur jafnan með
því að allir rísa úr sætum og
syngja Heims um ból.
í hléinu bjóða Stefnurnar upp á
kaffi með heimabökuðum krásum.
Eru veitingarnar innifaldar í miða-
verðinu sem er mjög stillt í hóf, 60
kr. Verða þeir seldir við inngang-
inn.
Kynnir á kvöldvökunni verður
Herdís Þorgeirsdóttir.
Myndaáhyggjurnar vonandi úr sögunni:
Olympus kemur Mosfells
póstinum til hjálpar
MP varð fyrir því óláni fyrir
nokkrum vikum að myndavél
blaðsins var stolið úr bíl þess þar
sem hann stóð við Hótel Holt í
Reykjavík. Síðan hefur forráða-
mönnum blaðsins verið nauðugur
einn kostur að vera á snöpum eftir
TIL
SÖLU
Þvottavél, ný Westing-
house, enn í ábyrgð, til
sölu. Einnig Hoover
þvottavél, sem þarfn-
ast viðgerðar.
Upplýsingarí síma
66034 eftirkl. 7 á
kvöldin.
HOLTADEKK SF.
myndatökum vina sinna og kunn-
ingja. Nú hefur hins vegar rætzt
vel úr þessu myndavélaleysi
og blaðið hefur eignast nýja
myndavél. Er það vél af Olympus
gerð, mjög einföld vél, sem jafnvel
ritstjóri MP getur tekið myndir á
innanhúss!
Upphefjast nú væntanlega mikl-
ir myndbirtingatímar í blaðinu, Þar
sem nýja myndavélin verður höfð
með í förum hvert sem ritstjórar
blaðsins leggja leið sína. - 01-
ympus vélin er afar einföld að allri
gerð, nánst það sem kallar er
„aulahæf”. Á henni er innbyggt
flass og aðeins þrjár fjarlægðar-
stillingar. Ekki þarf að stilla inn á
fókus, því það gerir vélin sjálf. Vél-
in tekur venjulegar 35 mm filmur,
bæði lit- og svarthvítar, sem er
mikill kostur fyrir blað. Hún er með
hlíf fyrir framan linsuna þannig að
ekkert er því til fyrirstöðu að hafa
hana í handtöskunni eða hrein-
lega í úlpuvasanum.
Svona til gamans má geta þess
að við höfum heyrt því fleygt að
„allar” blaðakonur í Ameríku eigi
einmitt svona myndavél og þeim
séu því allir vegir færir. Það er ekki
ónýtt að vera nú komin í þeirra
hóp.
Olympusvélin kostar um 1600
kr. og fæst í Gevafóto, Austur-
stræti.
v/Bjarkarholt, Mosfellssveit
Sími: 66401
Heimasími: 66858
Sigurdur Hermannsson.
Sælla er að borga en að skulda
Útsvarsgjaldendur Mosfellssveit. Fimmti og
síðasti gjalddagi útsvara og aðstöðugjalda
eftir álagningu 1981 var 1. des. sl.
Jólin nálgast senn. Þau eru hátíð gleði og
frióar.
Greiðið útsvarsskuldir yðar á réttum tíma og
notið þá fjármuni sem eila hefðu farið í auka-
kostnað til að gleðja náungann um jólin!
Innheimtustjóri Mosfellshrepps.
KIRKJUHORNIÐ
SUNNUDAGUR 13. DES.
Lágafellskirkja
Barnamessa kl 11
SUNNUDAGUR 20. DES.
LÁGAFELLSKIRKJA
Jólasöngvar kl. 20:30 í Lágafellskirkju I umsjón kirkjukórs Lága-
fellssóknar. Sungnir verða jólasöngvar upplestur og hugleiðing.
Mælst er til almennrar þátttöku og góðra undirtekta.
ÆSKULÝÐSFÉLAG LÁGAFELLSSÓKNAR
Fundir í Brúarlandskjallara á þriðjudagskvöldum kl. 20.00
Símaviðtalstími sr. Birgis Ásgeirssonar er á mánudögum og
fimmtudögum kl. 5-7. Síminn er 66113
Sóknarprestur.
J