Mosfellspósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 5
5
X
Þar sem fólk fer í
vinnuna í flugvél
í Bandaríkjunum eru að spretta
upp bæjarfélög sem reist eru í kringum flugbrautir
Eins og menn eflaust rekur
minni til varð heilmikið uppi-
stand hér í sveit fyrr í sumar þegar
menn gerðu sér grein fyrir að flug-
völlur var starfræktur á Leiru-
vogsbökkum. Undirskriftasöfnun
fór í gang og var engu líkara en að
hér væri um það að ræða hvort
menn kysu hér búsetu eða ekki.
Svo róuðust menn eftir að allra
sjónarmið höíðu verið kynnt,
meðal annars í Mosfellspóstinum
og allir una nú, að því virðist,
glaðir við sitt. — I bandaríska
vikuritinu Time er athyglisverð
grein um einkaflugvelli. Eru hér
nokkrir kaflar úr þeirri grein í
lauslegri þýðingu:
Hávaðinn er gífurlegur og þegar
þotur stórflugvélanna þjóta yfir
húsin titrar allt og skelfur. En ein-
staka menn kjósa þó að hafa flug-
brautina rétt við húsdyrnar hjá
sér. Pað eru þeir sem eiga eigin
flugvélar og búa í svokölluðum
,,flugvéla byggðarlögum”. Það
eru íbúðahverfi sem komið hefur
verið fyrir í kringum og í sam-
bandi við einkaflugvelli. Ibúarnir
geta þá lagt flugvélum sínum á
„bílastæðinu” rétt eins og um
venjulegan farkost, þ.e. bíl, væri
að ræða. Margir eiga tvær flugvél-
ar og hafa því tveggja flugvéla
skýli, í stað þess að hafa tveggja
bíla bílskúr. Þessir flugvélaeig-
endur eiga einnig bíla.
haft eftir einum föður í Time-
greininni.
Það eru nú um fjörutíu slík
byggðarlög í Bandaríkjunum.
Langflest í Californíu og í grennd
við Chicago. Þau er einnig að
finna í Florida, Arizona, Colo-
rado, New York og New Hamps-
hire. Allir þessir litlu einkavellir
störfuðu eins og ekkert væri þrátt
fyrir verkfall flugumsjónar-
manna.
Boeing-gata —
Lockheed stræti
Eitt af þessum flugvélabyggð-
arlögum er Cameron Airpark, um
I bænum Cameron í Kaliforniu eru götumar fjögurra akreina, tvær i hvora
átt. Þær innri eru fyrir bíla en þær ytri fyrir flugvélar. Hætt er við að landinn
ruglaðist í ríminu í slíkri umferð!
50 km austur af Sacramento daln-
um í Californiu. Það er mikið
grósenland smáflugueigenda, þar
er yfirleitt heiður himinn og lítið
um þoku og loftmengun. Þar er 4
þús. feta flugbraut og í kringum
hana er komið fyrir 120 íbúðar-
lóðum. Göturnar eru fjögurra
akreina, tvær akreinar í hvora átt.
Innri akreinin er fyrir bíla en sú
vtri er fyrir flugvélár. I þessu bæj-
arfélagi heita göturnar nöfnum
sem tengdar eru flugvélum á ein-
hvern hátt eins og t.'d. Boeing-
gata og Lockheed stræti.
Lóðirnar í þessu bæjarfélagi eru
seldar á 35 þúsund til 80 þúsund
dali (frá 280 þús. upp í 640 þús.
ísl. kr.). Nú þegar eru risin um
fimmtíu íbúðarhús á þessum lóð-
um. Þau eru metin á 150—500
þús dali (1,2 millj. til 4 millj. ísl.
kr.).
Þýtt úr Time, A.Bj.
Ekki tveggja bíla bílskúr
heldur tvegg ja f lugvéla
Flestir telja það hálfgerða mar-
tröð að búa í nánd við flugvelli.
„Þegar unglingarnir biðja um
„lyklana” þegar þau eru að fara
út veit maður ekki hvort þau eiga
við bíl- eða flugvélalyklana,” er
Nú eiga menn ekki aðeins tveggja bíla bilskúra við hús sín, heldurtveggja
flugvéla skýli! Það þyrfti að stækka lóðirnar hér á landi allverulega til
þess að þetta væri mögulegt.
/ " N
Hlutir sem
vert er aö vita
Gömul vopn
Á þjóðveldisöld gengu
heldri menn vopnaðir og
skildu vopn sín helst aldrei við
sig. Axir hafa verið algengustu
vopnin. Einfaldar axir voru hin
hrikalegustu vopn eins og
Rimmugýgur Skaprhéðins.
Spjót voru einnig algeng.
Stundum skutu menn spjóti
sínu að andstæðingunum og
gripu síðan til axar eða
sverðs.
Sverð voru dýr vopn og
sæmdu vel höfðingjum. Góð-
um sverðum hæfði vandaður
umbúnaður, skeiðar með
döggskó á neðri endanum.
Bestu sverðin voru flutt langt
sunnan úr löndum. Þó voru á
Norðurlöndum ágætir vopna-
smiðir. Vöndustu smíðisgripi
sína skreyttu þeir fagurlega
með gull- eða silfurþræði sem
hamraður var í rispur í stálinu.
Hétu vopnin þá gull- eða silf-
urrekin.
Rauðablástur og
smíðiúr járni
Landnámsmenn fluttu með
k
sér þekkingu á járnvinnslu úr
mýrarauða (rauðablástur), en
slík járnvinnsla hafði tíðkast
öldum saman á Norðurlönd-
um fyrir íslands byggð. Margt
bendir til, að rauðablástur
landsmanna hafi verið svo
mikill, að hann hafi fullnægt
járnþörfinni fram á 13. og 14.
öld. Menn þurftu einkum járn í
Ijái, ýmis áhöld, vopn, skeifur
og bátasaum. Á 15. öld lagðist
rauðablástur niður, og inn-
flutningur járns kom í staðinn.
Telja má víst, að rauðablástur
hafi einkum verið, þar sem
skógar voru nálægir og auð-
velt var að ná í rauða. Gjall og
önnur ummerki eftir rauða-
blástur hafa aðallega fundist í
Fnjóskadal, við Hvammsfjörð
og í nágrenni Borgar á Mýrum.
Egils saga
Skallagrímur var járnsmiður
og hafði rauðablástur mikinn á
vetrum. Hann lét gera smiðju
með sjónum mjög langt út frá
Borg þar sem heitir Raufar-
nes. Þótti honum skógar þar
eigi fjarlægir.
4£UUukjtJtiUM*
JSLENSK
BOKAMENNING
ERVERÐMÆTI
BÆKUR MENNINGARSJÓÐS j,
THORKILD HANSEN
Steindór Steindórsson
frá Hlöóum
JENS MUNK
Bókin lýsir á eftirminnilegan hátt svaöilförum Jens Munks í noröurhöfum
svo og aldarandanum í Danmörku um 1600. Þetta er sú bók Thorkilds
Hansen sem náö hefur mestri útbreiðslu og geröi hann aö einum virtasta
höfundi Noröurlanda.
ÍSLENSKIR NÁTTÚRUFRÆÐINGAR
Átján þættir og ritgerðir um brautryöjendur íslenskra náttúruvísinda og
jafnframt innsýn í sögu þess tímabils.
SAGA REYKJAVÍKURSKÓLA
Skólalífiö í Lærðaskólanum 1904—1946.
BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS
OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS
Skálholtsstíg 7 — Reykjavík