Mosfellspósturinn - 15.06.1987, Side 2

Mosfellspósturinn - 15.06.1987, Side 2
Hfeöffl* Bygging 13 raðhúsa í Hlíðartúni hefst í haust Skipulagsnefnd hefur samþykkt hugmyndir að nýtingu skemmulóð- arinnar svokölluðu við Aðaltún í Hlíðartúnshverfi. Eins og sagt var frá í síðasta M Pósti höfnuðu íbúar hverfisins framkomnum og sam- þykktum hugmyndum um byggingar á lóðinni- töldu þar gert ráð fyrir alltof stórum byggingum. Nýja tillagan er fólgin í raðhúsa- byggð á lóðinni og að auki bygging- um á auðri lóð handan Hamratúns- ins. Verða tíu raðhús á skemmulóðinni en þrjú á aukalóð- inni við Hamratún, en gatan mun eftir sem áður aðskilja lóðirnar. Raðhúsin, sem teiknuð eru af Vífli Magnússyni arkitekt eru nokkuð sérstök, ýmist einnar eða tveggja hæða og byggð tvö og þrjú saman í hring um sameiginlega lóð að hluta til en sérlóðir húsanna að hluta til. Framkvæmdir munu hefjast í haust. Sveitarstjóri telur þetta góða lausn, sem allir geti fellt sig við og er verið að ganga frá samningum við Hamra sf um lóðirnar. Fyrirtækið er skrásett í Kópavogi en hefur byggt talsvert í Grafarvogi og þá að mestu eftir teikningum Vífils Magnússon- ar. Þetta fyrirtæki átti aðra hug- mynd sem íbúar í Hlíðartúnshverfi höfnuðu. Hinn aðilinn sem sótti um lóðina hætti við, þegar minnka varð nýtingarhlutfall lóðarinnar. Breytt skipan heilbrigðis- eftirlits á Kjósarsvæðinu Afmoalicwtaiolo - Starfssvæði nýs heilbirgðisfulltrúa hér nær frá MTIIIeullbvolold Seltjamarnesi í Hvalfjarðarbotn á Þingvöllum Sunnudaginn 21. júní heldur Ragnar Jónsson, Langatanga 6, upp á sjö- tugsafmælið sitt á Þingvöllum. Ragnar hefur boðið öldruðum, sem tekið hafa þátt í starfi aldraðra í vetur til þess að halda upp á afmælið með sér. Hann hefur leigt langferða- bíl sem leggur af stað frá elliheimil- inu kl. 2. Bíllinn er ætlaður þeim, sem ekki geta komist austur af eigin rammleik. Tekið verður á móti gestunum kl. 14.30 í gömlu setustofunni austan megin í Valhöll, sagði Ragnar. Þetta er höfðinglega boðið rf Ragnari og óskar Mosfellspósturin.i honum til hamingju með afmælið. Er ekki að efa að fjölmennt verður í veislunni. Mikil breyting er framundan á störf- um heilbrigðisfulltrúa hér í sveit. Margrét Auðunsdóttir, sem verið hefur í hálfu starfi fýrir Mosfells- hrepp, Kjalarnes og Kjós síðan 1982 lætur af störfum. Jafnframt er aug- lýst eftir heilbrigðisfulltrúa í fullt starf og um leið stækkar starfssvæð- ið og nær yfir Seltjarnarnes til viðbótar við fyrra svæði. I vetur lá fyrir Alþingi framvarp um breytingu á svæðaskiptingu í hollustu og heilbrigðiseftirliti. Þar var gert ráð fyrir nýju svæði, svo- nefndu Kjósarsvæði, sem nær yfir Seltjarnarnes, Mosfellssveit, Kjalar- nes og Kjós. Áður tilheyrð’um við Kópavogssvæði. Frumvarpið náði ekki fram að ganga en allir eru sammála um að’ þessi breyting muni ná fram að ganga og því hefur ráðunbeytið og & Kl. 10.oo Kl. 13.oo Kl. 13.3o Kl. 14.oo Þjóðhátíðin 17. júní 1987 í Mosfellssveit Sundkeppni í sundlauginni Víðavangshlaup við íþróttahúsið Safnast saman við Kjörval Skólahljómsveitin leikur: Stjórnandi Birgir D. Sveinsson Skrúðgangan leggur af stað frá Kjörvali Hátíðadagskrá í Iþróttahúsinu: Magnús Sigsteinsson oddviti setur hátiðina Hátiðarljóð Leikþáttur: Leikfélag Mosfellssveitar Kórsöngur: Karlakórinn Stefnir Verðl aunaafh ending fyrir sund og víðavangshlaup Fjölskylduleikir Kynnir: Örlygur Richter Skólahljómsveitin leikur milli atriða Að hátíðadagskrá lokinni fer fram gróðursetningar- boðhlaup við íþróttahúsið Hestamenn teyma undir yngstu börnunum I Barnaskólanum: Kl. 16, 18 og 20: Kvikmyndasýning: Stella í orlofi. I Gagnfræðaskólanum: K1 14-19 Myndlistarsýning Myndlistaklúbbsins A flugvellinum: Utsýnisflug yfir sveitina Svifdrekaflug (ef veður leyfir) I Hlégarði: Kl. I6.00 Kaffiveitingar: Afturelding Kl. 19.3o - 02. oo: Dansleikur á vegum Þjóðhátíðamefndar Þjóðhátíðamefnd Mosfellshrepps hollustuvernd ríkisins gefið heimild til að unnið sé nú þegar að breyting- unni. Nýji heilbrigðisfulltrúinn verður framkvæmdastjóri Kjósar- svæðis. Flestir sem unnu að nýju vatnslögninni frá Reykjavik voru viðstaddir er Páll sveitarstjóri (t.v.) og Þóroddur Th. Sigurðsson vatnsveitustjóri opnuðu fyrir vatnsrennsli frá Heiðmörk til Mosfellssveitar með skemmtilegum til- þrifum. Vatn úr Myllulæk í Heiðmörk hleypt á stærstu íbúðahverfin Það sást enginn vatnsdropi, hvað þá heldur buna, þegar Páll Guðjónsson sveitarstjóri og Þóroddur Th. Sig- urðsson vatnsveitustjóri í Reykjavík hleyptu sameiginlega vatni frá Reykjavík inn á vatnsveitulögn Mosfellssveitar laugardaginn 23. maí sl. Til að opna vatninu frá Myllulæk í Heiðmörk leið inn á krana Mos- fellinga í tanga og holtahverfunum þurfti að snúa ákveðinni sveif 70 til 80 hringi. Til að gera opnunina tákn- rænni hlupu sveitarstjóri og vatn- sveitustjóri fyrstu hringina umhverfis sveifamöndulinn en luku síðan við opnuna með þvi að snúa sveifinni milli sín í kyrrstöðu. Athöfnin fór fram þar sem leiðslan frá Grafarholti og vatnsveita Mos- fellshrepps mætast í Hlíðartúni. Þrátt fyrir gný umferðar á Vestur- landsvegi mátti greinilega heyra hvin vatnsins er rennsli smájókst inn á vatnsveitukerfið. Frá fyrstu mín- útu hefur leiðslan og öll framkvæmd tengingar reynst vel, að sögn sveitar- stjóra og leiðslan skilar því magni sem reiknað var með og um var sa- mið. Viðstaddir athöfnina vöru 50-60 manns og var öllum boðið til veitinga Farið ekki á ósmurðum bíl í sumarleyfið Sími 666401 Sími 667 401 Smyrjum og aSUm HOLTADEKK HF bíla LANGITANGI 1A VIO HLIÐINA Á OLÍS - SHELL í Hlégarði að athöfn lokinni. Þama voru hreppsnefndarmenn, veitu- nefnd, fulltrúar frá Reykjavíkurborg og vatnsveitu Reykjavíkur, verktak- ar er sáu um lögn leiðslunnar og hönnuðir hennar, starfsmenn sveit- arfélagsins og starfsmenn Reykja- lundar sem unnu við framleiðslu lagnarinnar svo og fulltrúar frá Bún- aðarbankanum og Sambandi ísl. sveitarfélaga, en bankinn og lána- sjóður sveitarfélaga hafa lánað fé til framkvæmdarinnar. Eins og áður hefur verið skýrt frá er Myllulækjarvatnið til að byrja með eingöngu í tanga og holtahverf- unum. Vatnið fer ekki í miðlunart- ank hreppsins í austanverðu Lágafelli fyrr en gerð hefur verið leiðsla frá Hlíðartúni í miðlunart- ankinn og komið upp dælingu á henni. Sú framkvæmd bíður síðari tíma en á meðan er vatni úr Mosfells- dal miðlað úr tankinum til annarra hverfa í sveitinni. Nuddpottar Samverustaður fjölskyldunnar Yfir 20 Baja akrýlpottar í sveitinni Sérstökkjör fyrir Mosfeiiinga Á. Óskarsson hf. K. Auðunsson hf. Þverholti.sími 666600 Grensásvegi 8,s.686099 Blöðrur og flögg fyrir 17. júní Opið til kl. 7 á föstudögum. Á laugardögum eropiðkl. 10-12 Bókaversluinin Hsfell Þverholti sími 666620

x

Mosfellspósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellspósturinn
https://timarit.is/publication/1781

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.