Mosfellspósturinn - 15.06.1987, Page 8
OSFELLSBÆR
ER NAFNIÐ
- Þrír af hverjum fjórum völdu það - Hreppsnefnd samþykkti 6:1
Á fundi sínum 3. júní ákvað
hreppsnefndin, að bæjarfélagið sem
hér verður formlega stofnað 9.
ágúst, skuli heita Mosfellsbær.
Á fundinum var kynnt niður-
staða könnunar um nafn á bæjarfé-
lagið og í framhaldi af því lagði
Magnús Sigsteinsson oddviti til,
að nafnið Mosfellsbær yrði fyrir
valinu. Sigriður Halldórsdóttir,
sem sat fundinn sem varamaður
Aðalheiðar Magnúsdóttur, fulltrúa
G-listans, lagði til að nafnið Varm-
árbær yrði fyrir valinu.
Við atkvæðagreiðslu var tillaga
oddvita samþykkt með 6 atkvæðum
gegn 1. Tillaga Sigríðar fékk 1 at-
kvæði en 6 voru á móti. Þar með
var ljóst að fulltrúar D- og A-lista
voru sammála um nafnið Mosfells-
bær, þó málið sé ekki pólitískt.
Aðeins 96 seðlum, sem sveitar-
stjóri lét dreifa í nafni hreppsnefnd-
ar inn á hvert heimili í sveitinni í
almennri könnun um nafn á bæjar-
félagið, var skilað inn á réttum
tíma. Þátttakan í könnuninni var
mun minni en forráðamenn sveit-
arfélagsins höfðu vænst. Hins
vegar fékkst afgrerandi niðurstaða
og telur sveitarstjóri, að hún skýri
að hluta til hvers vegna fleiri svör
bárust ekki. Fólk hafi einfaldlega
talið nafnið Mosfellsbær svo sjálf-
sagt að vart tæki því að taka þátt
í könnun þar um.
Af 96 tillögum um nafn hljóðuðu
73, eða 76%, upp á nafhið Mosfells-
bær. Urslit könnunarinnar urðu
sem hér segir:
Mosfellsbær 73 atkv. 76%
Varmárbær 8 atkv. 8%
Mosbær 5 atkv. 5%
Fellabær 3 atkv. 3%
Varmabær 3 atkv. 3%
Dalbær, Nýibær, Reykjabær og
Varmibær hlutu 1 atkv. eða 1%
hvert.
Lögbundið er að viðskeytið bær
sé í opinberu nafni bæjarfélagsins,
en að sjálfsögðu má nota orðstofh-
inn Mosfell einan sér eins og gert
er t.d. á Akureyri, Akranesi, Húsa-
vík, Hafnarfirði og víðar þar sem
viðskeytinu bær er sleppt í daglegu
tali.
^'osniBim
Júní1987
„Opinber"
gróðursetning
í fyrramálið
Gróðursetning verður á svæðinu upp
af hesthúsunum á morgun, laugar-
daginn 13. júní. íbúar sveitarinnar
eru hvattir til að mæta með skóflur
og önnur gróðursetningaverkfæri í
fyrramálið og taka til höndum.
Boðið verður upp á grillaðar pylsur
og gosdrykk til að skola gómsætinu
niður.
Að sögn Einars Gunnarssonar
garðyrkjustjóra hafa þær plöntur
sem gróðursettar voru áður í sams
konar „hrepps gróðursetningu" hafst
vel við og lítil sem engin afföll orðið.
Einar Gunnarsson er þarna með vinnuflokki sem var að hreinsa á „þjóðhátíðarplaninu" við Kjörval. Þarna er
einnig (í stutt buxunum) flokksstjórinn Unni Sigurðardóttur, en Einar situr við hlið hennar.
Sextíu krakkar í vinnuskólanum
Alvarlegt
slys
Mjög alvarlegt umferðarslys varð á
mótum Vesturlandsvegar og Reykja-
vegar um kl. 4 aðfaranótt hvíta-
sunnudags.
Sautján ára gamall piltur úr Kópa-
vogi, sem var á leið á vélhjóli upp í
Borgarfjörð, lenti á umferðareyj-
unni, sem þarna er steypt í Vestur-
landsveginn. Við það missti hann
stjórn á vélhjólinu og endasentist
eftir veginum, yfir Reykjaveginn.
Nam hjólið ekki staðar fyrr en 18
metrum, austan við Reykjaveginn
eða hátt í 40 metrum frá þeim stað
er það rakst á umferðareyjuna.
Pilturinn sem var á hjólinu varð
17 ára á hvítasunnudag. Hann brotn-
aði bæði illa og víða, auk þess sem
hann slasaðist alvarlega innvortis.
Þegar lögreglumenn úr Hafnarfirði
voru að rannsaka vettvang slyssins
kom þeim á óvart að á slysstað kom
stóð af strákum á vélhjólum. Vakti
það furðu lögreglunnar því klukkan
var að ganga fimm að morgni. Fleiri
hafa kvartað yfir umferðarhávaða
hér í sveit um miðjar nætur. Lög-
reglumenn segja að því miður sé það
alltof algengt að númerslaus vélhjól
séu í umferð í Mosfellssveit og á þeim
próflausir ökumenn í sumum tilfell-
um.
Ljótt er að heyra og ættu foreldrar
að stöðva slíkan leik, áður en lög-
reglan gerir það.
Um sextíu krakkar eru í vinnuskóla
Mosfellssveitar í sumar. Um 120
umsóknir bárust um skólavist en
aðeins helmingurinn skilaði sér að
sögn Einars Gunnarssonar, garðyrk-
justjóra hreppsins en hann hefur
umsjóin með Vinnuskólanum. Um
30 krakkar, tólf ára að aldri, bætast
við æi júlí., Vinnuskólinn starfar til
1. ágúst. Tíu flokksstjórar stjórna
unglingunum en þeir eru frá 5 til 11
í vinnuhópunum.
„Við þjónustum fyrirtæki í sveit-
inni með því að hreinsa til á lóðum
þeirra. Einnig geta íbúarnir snúið sér
til okkar með að fá garðahreinsun,“
sagði Einar garðyrkjustjóri í samtali
við MP er við hittum hann á þriðju-
daginn á planinu fyrir framan
Kjörval. Þar var hópur í óða önn að
sópa og laga til.
„Við reynum að hafa þetta :ns og
á alvöru vinnustöðum og krakkarnir
hafa reynst ágætlega,“ sagði Einar.
Hann sagði einnig að það leyndi
sér ekki að íbúum Mosfellssveitar er
annt um garða sína um umhverfi,,
að nokkrum undanskildum þó,“
bætti hann svo við.
Garðyrkjustjórjiknn er nýkominn
til starfa og hefur hann m.a. umsjón
með opnum svæðum í sveitinni auk
þess að stjórna vinnuskólanum.
Skipað í
framkvæmdanefnd
Þórarinn Jónsson tannlæknir verður
fulltrúi hreppsnefndar í fram-
kvæmdanefnd landsmóts UMFÍ hér
í sveit 1990. Framkvæmdanefndin er
þannig skipuð að UMFÍ tilnefhir
einn fulltrúa, UMSK (mótshaldar-
inn) tvo, UMFA (framkvæmdaaðil-
inn) einn og viðkomandi sveitarfélag
einn.
Nefndin sér um alla framkvæmd
mótsins. Hún er einnig samningsað-
ili við sveitarfélagið um allt er að
beinum framkvæmdum fyrir mótið
lýtur. Samskipti við nefndina verða
því mikil og vonandi sem best segir
sveitarstjóri.
Böm skrifa
hreppsnefndinni
Átta börn og fimm fullorðnir, sem
búa við Bugðutanga og Dalatanmga
sendu nýlega bréf til hreppsnefndar,
sem nú hefur fengið formlega af-
greiðslu. Brefritarar minntu á, að
sparkvöllur, sem börnin hafa haft við
íbúðir aldraðra sé nú kominn í hættu
vegna væntanlegra byggingafram-
kvæmda. Báðu þau um tilsvarandi
aðstöðu annars staðar.
Sveitarstjóri segir að þessi vandi
verði leystur með sparkvelli neðar
við Langatangann eða við hlið vöru-
bílastæðis. Þar verður spartvövöllur
undirbúinn en núverandi völlur vær
væntanlega að vera í friði fram á
haustið, því framkvæmdir við nýtt
hús aldraðra hefst varla fyrr en í
september.
Svartolía í Varmá
Gámarnir vel notaðir
Það slys henti fyrir nokkru er verið
var að vinna að einhvers konar teng-
ingum í gömlu Álafossverksmiðj-
unni, að um 30 lítrar af svartolíu
runnu í Varmá. Að sögn sveitarstjóra
er ljóst að atvikið varð fyrir hreina
slysni og verða þvi engin eftirmál að
atburðinum.
Þó svartolímagnið, sem niður fór,
hafi ekki verið mikið, er næsta ótrú-
legt, hve mikilli mengun það veldur
og sýnir það best hverrar aðgæðslu
er þörf. Starfsmenn Álafoss hafa
hreinsað árbakkann sem best þeir
getra, en hreinsunaraðgerðir í ánni
voru taldar þýðingarlitlar vegna þess
hve magnið var lítið sem niður fór.
Olían hefur smám saman verið að
sökkva og brák í fjöru við Leiruvog-
inn að minnka. Olíuefnin brotna
niður og hverfa smám saman en ekki
að fullu fyrr en eftir alllangan tíma.
Ekki var aðgerða taíin þörf í fjö-
runni vegna fugla.
„Mér finnst að nú sjáist þess
greinileg merki, að íbúar sveitarinn-
ar vilja hafa byggðarlag sitt hreint
og snyrtilegt. Fólk er sem betur fer
farið að virða boð og bönn um að
henda ekki rusli hvar sem er. Strönd-
in meðfram Leiruvogi er t.d. með
besta móti núna. Við verðum öll að
reyna að varðveita þessa strand-
lengju okkar. Nú hefur náðst
árangur og honum verðum við að
viðhalda."
Eitthvað á þessa leið fórust Páli
Guðjónssyni sveitarstjóra orð í
spjalli við MP á dögunum.
„Umgengnin hefur batnað og víða
er orðið mjög snyrtilegt. Hreppurinn
hefur lagt töluverðar fjárupphæðir í
það að hafa gáma í öllum hverfum
til að auðvelda fólki tiltekt og snyrti-
mennsku. Okkur hefur stundum
ofboðið kostnaðurinn við gámaút-
haldið, en við sættumst við það þegar
árangurinn sést svona greinilega,1
sagði Páll.
Langflestir notfæra sér nú gámana
og henda þangað öllu rusli og garð-
aúrgangi og gámamir hvetja til
tiltektar. En þá má enginn skerast
úr leik í tiltektinni, ef ná á góðum
heildarsvip. Ein ósnyrtileg lóð
skemmir heildarsvip heillar götu þó
vel sé snyrt alls staðar annars staðar.
Notum okkur því gámana og feg-
rum umhverfið. Burt með ruslið.
I