Víkurfréttir - 11.01.2023, Side 21

Víkurfréttir - 11.01.2023, Side 21
Guðrún Halldóra Kristín Kristvinsdóttir – minning Guðrún Halldóra Kristín Krist- vinsdóttir, eða Stína eins og hún var kölluð, fæddist 22. nóvember 1943 á Kaldrananesi í Bjarnar- firði í Strandasýslu. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 10. desember 2022. Foreldrar hennar voru hjónin Kristvin Guðbrandsson, fæddur 21.á gúst 1894, dáinn 12. október 1976, og Ólafía Kristín Kjartans- dóttir, fædd 5. janúar 1908, dáin 17. mars 1988. Guðrún H. Kristín var í miðið í þriggja systkina hópi. Systir hennar er Ingibjörg Sigrún, fædd 4. júlí 1942, hún á tvö börn og tvo stjúpsyni. Bróðir hennar er Guðbrandur Kjartan, fæddur 3. desember 1946, hann á tvö börn með konu sinni Drífu Helgadóttur og tvær stjúp- dætur. Guðrún Halldóra Kristín ólst upp á Kaldrananesi, hún sótti barnaskóla við heimavistar- skólann Klúku í Bjarnarfirði. Hún var öll sín ungdómsár á Kaldr- ananesi ef frá eru taldar vertíðar- ferðir til Keflavíkur kringum tvítugt auk þess sem hún starfaði á Víkinni sem var veitingastaður í Keflavík. Stórfjölskyldan flutti árið 1970 til Keflavíkur eftir að foreldrar hennar höfðu brugðið búi og bjó Guðrún þar til æviloka. Hún starfaði þá við fisk- vinnslustörf til fjölda ára og eins sinnti hún barnagæslu og var for- stöðukona á gæsluvellinum Heiðarbóli um árabil. Einkadóttir hennar er Sigrún Berglind Grétarsdóttir, fædd 3. febrúar 1969. Faðir hennar var Grétar Árnason, fæddur 6. október 1946, dáinn 4. mars 2010. Eigin- maður Sigrúnar er Páll Sigur- björnsson, fæddur 21. apríl 1962. Hann á þrjú börn frá fyrra hjóna- bandi og fimm barnabörn. Útför Guðrúnar H. Kristínar fór fram frá Keflavíkurkirkju 28.desember 2022. Lífið gefur og lífið tekur og því miður eru skilin þunn á milli lífs og dauða sem og gleði og sorgar, frá því að vera að fara und- irbúa það sem tilheyra átti komandi hátíð ljóss og friðar þá breyttist allt á augabragði. Myrkrið helltist yfir og sorgin tók sér bólstað í hjarta mínu og á þessari stundu brjótast fram tilfinningar frá sorg, reiði, tómleika til þakklætis og ástar. Ljósið í lífi mínu var skyndilega frá mér tekið, því elsku besta mamma og vinkona í senn er horfin úr lifanda lífi og komin í sumarlandið þar sem gengnir ættingjar bíða hennar með útbreiddan arminn. Nú er hún laus úr viðjum veik- inda og þrauta og ég trúi því að hún fylgist vel með öllum ástvinum sínum jafnt og hún gerði allt sitt líf. Síðustu tvö ár voru mömmu erfið þar sem heilsu hennar fór að hraka og hún þessi duglega, sjálfstæða kona gat ekki gert það sem áður var hægt og vildi ekki vera öðrum háð og hafði frekar áhyggjur af sínum nánustu og þeirra velferð. Á lífsins leið var margt á hana lagt, en sérstaklega þó frá miðju síðast- liðnu sumri þar sem hvert áfallið dundi yfir en þrjóska einkenndi mömmu og að gefast upp var ekki til í dæminu. Hú n va r l í t i l l át o g nægjusöm, vildi allt fyrir alla gera og gjafmild, einnig var hún barngóð og nutu mörg þeirra þessa mannkostar hennar hvort þau voru tengd henni eður ei. Hún var mörgum hæfileikum gædd, má þar nefna hannyrðir, postulínsmálun sem og bakstur og komu þeir sem hana sóttu heim hér á árum áður ekki þar að tómum kofanum og eru „Stínu kleinur“ vinsælar og og einstaklega góðar. Einnig hafði hún mikinn metnað í að hafa garðinn sinn fallegan og snyrtilegan og sinnti honum vel. Gaman þótti henni að fylgjast með þegar landsleikir voru í sjónvarpinu bæði í handknattleik sem og í fót- bolta og þekkti hún nú flesta leik- menn með nafni. Ættfræði var henni hugleikin og þótti henni hin mesta skemmtun að glugga í ættarbókum og átti gott með að rekja ættir langt aftur. Stál- minnug var hún og fylgdist vel með öllu því sem var í fréttum líðandi stundar. Mamma þú varst hreinskiptin kona sem sagðir þínar skoðanir við þitt samferðafólk í gegnum tíðina sem og bentir mér á það sem betur mætti fara en það er í móðurinnar eðli að bera hag barns síns sér fyrir brjósti þótt fram á fullorðinsár sé komið. Að vera hennar einkabarn gerði samband okkar mjög náið. Eftir að ég flutti frá æskuheimili mínu, kom ég í heimsókn á næstum hverjum einasta degi og þess á milli voru óteljandi símtöl okkar á milli svo að ýmsum þótti nóg um. Að kvöldi 5. desember ræddum við í síma að venju til að bjóða hvor annarri góða nótt og kvöddumst að venju með orðunum „heyrumst á morgun“. Sú varð þó ekki raunin, ég vakna upp morguninn eftir með ónotalega tilfinningu um að ekki væri allt með felldu og hringi og fæ ekkert svar og í ofboði var farið að athuga með þig. Því miður fékkst þú svo mikla heilablæðingu að þú komst aldrei til meðvitundar. Tengslin á milli okkar mæðgna má lýsa því best með því að hún var með símann í hendinni eins og hún hafi ætlað að hringja í mig á ögur- stundu. Þann 10. desember lést hún í faðmi ástvina og þar sem ég hélt í hönd hennar eins og hún gerði við mig alla mína tíð. Þú varst kjölfestan í lífi mínu og gerðir mig að þeirri manneskju sem ég er. Mín von er sú að ég verði þér til sóma og góður vitnisburður um það svo lengi sem ég á eftir ólifað. Með ólýsanlegri sorg í hjarta þakka ég þér elsku mamma fyrir allt sem þú varst mér og verður mér um ókomna tíð. Minning þín er ljósið í lífi mínu. Guð geymi þig. Þín verður sárt saknað og ég elska þig að eilífu. Þín dóttir Sigrún. Nú er lífsins leiðir skilja, lokið þinni göngu á jörð. Flyt ég þér af hljóðu hjarta, hinstu kveðju og þakkargjörð. Gegnum árin okkar björtu, átti ég þig í gleði og þraut. Umhyggju sem aldrei gleymist, ávallt lést mér falla í skaut. (Höf. ók.) sem kallar jafnan á meiri ákefð í stuttan tíma. Við slíka aukna ákefð kemur meiri áreynsla á hjartað og við mæðumst aðeins meira í stuttan tíma. Þá getur fyrirkomulag svokall- aðrar áfangaþjálfunar við göngu verið æskilegt, einu sinni til tvisvar sinnum í viku, sem getur fallist í því að ganga hratt milli tveggja ljósa- staura en minnka ákefðina og færa sig yfir á eðlilegan gönguhraða næstu fjóra. Þetta er svo endurtekið þar til heildartíma – eða vegalengd er náð. Gangi þér vel! Anna Sigríður Jóhannesdóttir, verkefnastjóri Janusar heilsueflingar í Reykjanesbæ. Guðný Petrína, verkefnastjóri Janusar heilsueflingar í Grindavík. Starfsstöð beggja starfa er á Keflavíkurflugvelli. Nánari upplýsingar um helstu verkefni, hæfniskröfur, umsóknarfrest og umsóknarform má finna á isavia.is undir Störf í boði. Isavia gegnir því mikilvæga hlutverki að sjá um rekstur og uppbyggingu á innviðum sem leggja grunn að flugsamgöngum Íslands, tengingum við umheiminn og flugi á milli heimsálfa. Keflavíkurflugvöllur er stóra gáttin inn í landið. Hann er einn af burðarásum ferðaþjónustunnar og er lykilþáttur í að skapa lífsgæði og velsæld á Íslandi. Til að standa undir þeirri ábyrgð þarf samheldinn hóp starfsfólks sem vinnur saman og með öðrum á uppbyggilegan hátt. Við leitum því að jákvæðum, öflugum og traustum aðilum í eftirfarandi hlutverk: • Bifvéla- eða vélvirki á vélaverkstæði • Flugvallarstarfsmaður á Keflavíkurflugvelli Saman náum við árangri Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Fjölbreytt tækifæri á þínum heimavelli vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM // 21

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.