Leyfi til að elska - feb. 2023, Blaðsíða 8

Leyfi til að elska - feb. 2023, Blaðsíða 8
með umtali og gjörðum sínum því að barnið byrjar að afneita sambandi við útsetta foreldrið. Neitun og höfnun barnsins kemur yfirleitt ekki til vegna gjörða útsetta foreldrisins, en ef svo er þá er það ýkt til muna og úr öllu samhengi við raunverulega reynslu barnsins af foreldrinu. Ástæður höfnunarinnar á útsetta foreldrinu geta verið í algjörri mótsögn við raunverulega reynslu barnsins af því foreldri. Þegar ásakanir um ofbeldi eru lagðar fram í forsjárdeilum, skiptir miklu máli að gerður sé greinarmunur á fráhvarfi og foreldraútilokun. Ef saga er um sannreynt heimilisofbeldi eða ofbeldi gegn barni í viðkomandi sambandi, útskýrir það framgöngu kærandans og hegðun barnsins. En ef um er að ræða tilbúnar ásakanir sem ætlað er að styrkja stöðu annars foreldris í forsjárdeilu flokkast ásökunin sem útilokunarhegðun. H V E R N I G VA L D A F O R E L D R A R Ú T I L O K U N B A R N S S Í N S ? Stutt er síðan byrjað var að líta á foreldraútilokandi hegðun sem tegund heimilisofbeldis, sem yfirleitt er skilgreint sem hegðun sem þvingar, stjórnar og skapar ótta hjá barni. Þegar barn er þolandi flokkast svona hegðun sem ofbeldi gegn barni og þegar útsetta foreldrið er þolandi flokkast hún sem ofbeldi í nánu sambandi. Þegar útilokunarforeldrið þvingar, stjórnar eða býr til ótta hjá barni gagnvart útsetta foreldrinu, leiðir það til foreldraútilokunar. Einmitt þess vegna er slík útilokun mjög flókin birtingarmynd heimilisofbeldis (Clawar og Rivlin, 2013; Harman o.fl., 2018). Fjölmörg hegðunarmynstur sem tengjast foreldraútilokun hafa verið skráð af rannsakendum. Um er að ræða hegðun á borð við slæmt umtal um útsetta foreldrið og stórfjölskyldu þess, þvingandi og stjórnandi aðferðum er beitt til að vinna barn á band útilokunarforeldris og gera það fráhverft útsetta foreldrinu. Barninu er sagt að útsetta foreldrið elski það ekki, barninu er blandað í umræðuefni sem ætluð eru fullorðnum, samskipti barns við hitt foreldrið eru takmörkuð, dómsúrskurðir varðandi umgengnistíma og samskipti eru hunsaðir, lítið er gert úr stöðu útsetta foreldrisins gagnvart barninu, barnið er látið velja hvort það vilji heimsækja útsetta foreldrið eða ekki, og falskar ásakanir um ofbeldi eru lagðar fram (Baker og Darnall, 2006; Harman o.fl., 2016; Harman o.fl., 2018). Eins og gefur að skilja er ekkert foreldri fullkomið og einstaka neikvæð ummæli eða stök atvik teljast ekki til foreldraútilokunar. Í þeim tilfellum þar sem um endurtekna hegðun yfir langt tímabil er að ræða, sem beitt er í þeim tilgangi að skaða samband barnsins við hitt foreldrið (eða eingöngu skaða hitt foreldrið vegna sambands þess við barnið) tölum við um foreldraútilokandi hegðun (Harman o.fl., 2018). Þó endurtekning sé nauðsynleg til að búa til neikvæðni og andúð barns gagnvart foreldri, er það þó innihald og efni þessarar hegðunar sem hefur áhrif á hve fljótt höfnunin eða útilokunin nær yfirhöndinni. Dæmi um slíkt er að ýja að því við 8 FORELDRAÚTILOKUN: VITUNDARVAKNING Á RANNSÓKNARSVIÐINU JENNIFER J. HARMAN O.FL.

x

Leyfi til að elska

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leyfi til að elska
https://timarit.is/publication/1787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.