Leyfi til að elska - feb. 2023, Blaðsíða 10

Leyfi til að elska - feb. 2023, Blaðsíða 10
Kannski er meira vitað um áhrif foreldraútilokandi hegðunar á útsettu foreldrana, því auðveldara er að nálgast upplýsingar frá þeim. Foreldraútilokun virðist hafa svipuð áhrif á útsetta foreldra og annað ofbeldi af hendi nákominna. Hjá þeim er þunglyndi algengur fylgifiskur (Taylor-Potter, 2015), sem og kvíðaröskun og há tíðni sjálfsvíga (Baker og Verrocchio, 2015; Balmer o.fl., 2018). Þar að auki búa útsettir foreldrar við óuppgerða sorg og missi án lúkningar (e. ambiguous loss; Boss, 2016), sem og mikla félagslega einangrun vegna hegðunar útilokunarforeldris (t.d. vinir hverfa) eða lélega tilfinningaúrvinnslu (Harman o.fl., 2018). H VA Ð Þ A R F A Ð S K O Ð A B E T U R ? Vísindageirinn þarf að vera aðgerðamiðaður, nýta uppsafnaða þekkingu og prófa samþættingu kenninga svo vísindin þróist áfram. Þannig eykst skilningur okkar á orsakafræði og birtingarmynd rannsóknarefnisins hverju sinni (Reis, 2007). Rannsóknir á foreldraútilokun hafa alltaf verið aðgerðamiðaðar, því þær hafa sprottið út frá störfum geðheilbrigðisstarfsfólks og lögfræðinga sem hafa unnið með fjölskyldum sem hafa upplifað þennan vanda. Þekking á hegðunarmynstrum sem tengjast foreldraútilokandi hegðun (s.s. samskiptastýringu og fölskum minningum) hefur aukist gífurlega og þó að það virðist kannski vera þannig þá er ekki lengur um vitundarvakningu að ræða. Í dag er mikil þróun og fræðileg vinna í gangi. Kenningin um tengslamyndun hefur til dæmis verið notuð við klínískar athuganir í því skyni að skapa betri skilning á höfnun foreldra (Garber, 2004) og aðalhöfundur þessarar greinar hefur nýlega notað kenninguna um innri tenglsaflækju (e. interdependence theory) til að skilja hvernig valdaójafnvægi einkennir þessar fjölskyldur. Nýlegar stefnur varða meðal annars það að finna út hvaða hegðunarmynstur eru líklegust til að leiða til foreldraútilokunar, að þróa bestu aðferðirnar við mat og meðferð á mismunandi alvarleikastigum foreldraútilokunar, að greina bein og óbein áhrif slíks ofbeldis og hvernig það er frábrugðið fráhverfu, að leggja mat á algengi vandans á heimsvísu, og skilgreina hvort tilteknir lýðfræðilegir hópar séu útsettari en aðrir (t.d. hermenn). N I Ð U R S T Ö Ð U R Foreldraútilokun er alvarleg tegund heimili- sofbeldis. Þrátt fyrir að fagaðilar séu sammála um skilgreiningar og ástæður foreldraútilokunar er þörf á frekari rannsóknum innan sviðsins. Rannsóknum sem miðast við að móta víðtækari fræðilegan grunn og samþætta aðferðafræði til að bæta íhlutun og meðferðir á reynsluvísindalegan hátt. F R E K A R A L E S E F N I Bernet, W., Gregory, N., Reay, K. M. og Rohner, R. P. (2018). An Objective Measure of Splitting in Parental Alienation: The Parental Acceptance- Rejection Questionnaire. Journal of Forensic Sciences, 63(3), 776–783. https://doi.org/10.1111/1556- 4029.13625 Grein sem sýnir fram á klofning í skynjun barna á foreldrum (algóð eða alslæm), sem er sérkenni hjá börnum sem hafa orðið fyrir útilokun, samanborið við börn sem ekki hafa upplifað slíkt. Harman, J. J. og Biringen, B. (2016). Parents acting badly: How institutions and societies promote the alienation of children from their loving families. Fort Collins, CO: Colorado Parental Alienation Project, LLC. https:// isbnsearch.org/isbn/9781519675521 Bók ætluð almenningi með yfirlit yfir efni um foreldraútilokun og hvernig hún hefur orðið eins alvarleg og raun ber vitni. Harman, J. J., Kruk, E. og Hines, D. A. (2018). Parental alienating behaviors: An unacknowledged form of family violence. Psychological Bulletin, 144(12), 1275–1299. https://doi.org/10.1037/bul0000175 10 FORELDRAÚTILOKUN: VITUNDARVAKNING Á RANNSÓKNARSVIÐINU JENNIFER J. HARMAN O.FL.

x

Leyfi til að elska

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leyfi til að elska
https://timarit.is/publication/1787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.