Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.05.2022, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 09.05.2022, Blaðsíða 2
Útgefandi: Eyjasýn ehf. - kt. 480278-0549 Ægissgötu 2 - 900 Vestmannaeyjum. Ritstjórn og ábyrgð: Ómar Garðarsson og Eygló Egilsdóttir - omar@eyjafrettir.is - eyglo@eyjafrettir.is. Umbrot: Leturstofa Vestmannaeyjum ehf. Ljósmyndir: Blaðamenn Eyjafrétta. Prentun: Stafræna Prentsmiðjan ehf. Sími: 481 1300 Netfang: frettir@eyjafrettir.is. Auglýsingar: auglysingar@eyjafrettir.is Veffang: www.eyjafrettir.is EYJAFRÉTTIR er áskriftarblað. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. „Ég er auðmjúk, stolt og óend- anlega glöð með niðurstöðu kosninganna. Við héldum okkar þremur bæjarfulltrúum og bættum við okkur fylgi. Fengum tæp 36 % atkvæða. Meirihlutinn hélt velli. Ég tók baráttusætið á listanum hjá okkur og er þakklát fyrir stuðn- inginn,“ sagði Íris Róbertsdóttir sem nú er að hefja sitt annað kjörtímabil sem bæjarstjóri. „Vestmannaeyjar eru einstakur staður og það hafa verið for- réttindi að vera treyst fyrir því, fyrst kvenna, að leiða þetta samfé- lag síðustu fjögur ár. Þessi ár hafa verið lærdómsrík, skemmtileg, krefjandi, þroskandi og gefandi. Það skiptir máli hvernig við kom- um fram fyrir hönd Vestmanna- eyja og hvaða hug við berum til Eyjanna. Ég hef verið stolt af því að koma fram fyrir hönd Eyjanna og gert það af virðingu og auð- mýkt gagnvart því verkefni sem mér var falið. Fólkið sem hér býr er kraftmikið og hefur sýnt það undanfarin ár að við getum tekist á við áskoranir með samtakamætti og samstöðu. Við sýnum það í gleði og sorg felst hinn sanni Eyjakraftur og Eyjahjarta. Mér hefur nú verið treyst fyrir því að vera áfram bæjarstjóri næstu fjögur árin. Ég er þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt. Ég hlakka til næstu fjögurra ára og vonast eftir því að góð sam- vinna og jákvæðni einkenni þetta kjörtímabil. Það krefst hugrekk- is og auðmýktar að taka þátt í pólitísku starfi og ekki sjálfgefið að einstaklingar gefi sig í það. Ný bæjarstjórn er skipuð öflugu fólki sem allt ber hag Eyjanna fyrir brjósti. Hér í Eyjum eru tækifærin til vaxtar og þroska fyrir þetta magn- aða samfélag. Við viljum vera í fremstu röð og vera leiðiandi á sem flestum sviðum. Ég hlakka til að takast á við næstu fjögur ár og þær áskoranir sem fylgja þessu starfi,“ sagði Íris bæjarstjóri að lokum. Íris Róbertsdóttir verður áfram bæjarstjóri: Hlakka til að takast á við næstu fjögur ár Það var pínulítið óvænt og hröð atburðarás sem gerði það að verkum að nú eru kynntir til leiks tveir nýir starfsmenn Eyjafrétta. Í okkur mætast annars vegar margra ára reynsla og traust handtök og hins vegar fersk augu og nýjar hugmyndir. Þessar breytingar áttu sér stað í lok maí og settu útgáfu síðasta blaðs úr skorðum. Við teljum okkur geta veitt góðan grunn undir breiða og yfirgripsmikla fjölmiðlun frá okkar uppáhaldsstað á landinu, Vestmannaeyjum. Við tökum við góðu búi og stefnum á að gera traustan miðil, enn betri. Afrakstur okkar fyrsta samstarfs má sjá á þessum síðum sem við sendum frá okkur með stolti og mikilli tilhlökkun yfir framhaldinu. Trausti Hjaltason mun taka við sem formaður Eyjasýnar ehf., af Margréti Rós Ingólfsdóttur á næsta aðalfundi. Jafnframt verður ný stjórn kosin, aðalfundur fer fram 28. júní næstkomandi. Með þökk fyrir sýndan velvilja í okkar garð. Ómar Garðarsson, ritstjóri Eyjafrétta og Eygló Egilsdóttir, ritstjóri eyjafrettir.is Reynsla og fersk augu Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Eygló Egilsdóttir, ritstjóri Eyjafrettir.isÓmar Garðarsson, ritstjóri Eyjafrétta.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.