Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.05.2022, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 09.05.2022, Blaðsíða 11
9. júní 2022 | | 11 móta það samfélag sem við erum í og viljum hafa.“ Trúarfélag ekki stofnun Oft á tíðum finnst mér kirkjan og það sem hún stendur fyrir njóti ekki sannmælis hjá þjóðinni. Sé meira í vörn á meðan aðrir koma sér og sínu á framfæri. „Í dag er kirkjan félagsskapur, trúfélag en ekki stofnun sem breytir til fram- tíðar ásýnd hennar og hvernig hún kemur fram. Kirkjan er byggð upp landfræðilega á sóknum og félagslega á söfnuðum. Í Vest- mannaeyjum er Ofanleitissókn og söfnuðurinn er fólkið. Í því er rödd kirkjunnar um allt land. Prestar starfa við það að boða og við erum biðjandi, boðandi og þjónandi kirkja.“ Agnes segir stöðu Þjóðkirkj- unnar betri en margur heldur. „Kannanir sýna að kirkjan okkar er allt önnur kirkja heldur en sú sem birtist í fjölmiðlum. Það er kirkjan sem fólkið elskar, það sjá- um við í Vestmannaeyjum. Fólkið segir prestana góða, kirkjukórinn góður og öflugir sjálfboðaliðar í sóknarnefnd sem meðal annars mála kirkjuna. Gera allt sem þarf að gera og fá ekki krónu fyrir í peningum. Þetta er kirkjan í sam- félaginu. Svo er það hin kirkjan, stofnanakirkja og hún er búin að vera í tómri tjöru og basli út af hinum og þessum málum. Þetta er eins og með ísjakann, lítill hluti sem sést. Mest um vandræðin sem koma upp hjá okkur en það er fullt af öðrum málum sem við leysum sjálf og enginn veit af. Þess vegna heldur fólk að kirkjan sé ekki nógu öflug.“ Skiptir máli hver er á póstinum Þú nefndir starfið hér í Vest- mannaeyjum og við höfum verið einstaklega heppin með presta sem allir hafa reynst samfélaginu vel í þess orðs víðustu merkingu. Daglega eru í fjölmiðlum kallaðir til sérfræðingar og fólk sem ör- ugglega margt er að vinna þarft og gott starf en aldrei er leitað upp- lýsinga um hlut kirkjunnarfólks þegar stærri atburðir verða. Þarf ekki meiri kraft í að koma ykkur á framfæri? „Þetta er mjög falið,“ segir Agn- es. „Kraftur kirkjunnar undan- farin ár hefur farið í skipulags- breytingar og það er kirkjuþing sem setur reglurnar. Jafnvægi þarf að nást en eins og annars staðar skiptir máli hver er á póstinum. Reglurnar eru til.“ Agnes segir kirkjuna vera að feta sig inn á brautir samfélagsmiðla og vefsíðan kirkjan.is hefur lengi verið til staðar. „Þar eru fréttir og innri vefur fyrir þá sem koma að starfinu. Málið er að alltof fáir fara inn á síðuna okkar. Vita ekki einu sinni af henni. Við erum líka með hlaðvarp, reyndar nokkur sem við þurfum að koma betur á framfæri. Biskupsstofa er þjónustustofnun fyrir sóknirnar og við þurfum að sjá til þess að koma því á framfæri sem fólk úti í söfnuðinum er að gera.“ Brotin kirkja Agnes segir mikið hafi verið barið á kirkjunni undanfarin ár. Sjálfstraust vanti og sjálfsmyndin brotin þó kristin trú sé ein helsta stoðin í okkar samfélagi. „Þetta er að gerast í kirkjunni. Prestar fá víða ekki að koma inn í skóla sem þótti sjálfsagt áður. Margir þeirra verða óöruggir, finna sig eins og holdsveika. Hvar mega þau koma og hvar ekki? Hvar eru þau vel- komin og hvar ekki? Þess vegna er svo mikilvægt að efla sjálfs- myndina og sjálfstraust þeirra sem vinna úti á akrinum. Við erum að flytja frábært erindi, eitt það besta sem heyrst hefur á jarðarkr- inglunni. Þess vegna erum við að feta okkur inn á þann veg að vera ekki feimin. Enda ekki ástæða til því það er sama hvað hver segir, kristin trú er og verður okkur svo óendanlega mikilvæg.“ Kristnifræðikennsla er ekki skyldufag í grunnskólum og heyr- ir til kennslu í lífsleikni. „Kjafta- fögin gömlu, eins og þau voru kölluð, kristnifræði, mannkyns- saga, Íslandssaga og landafræði eru þar öll undir einum hatti. Það er undir stjórnendum komið hvað kristnifræðikennslan er mikil en við getum líka gert meira,“ segir Agnes og nefnir skemmtilega hefð í Stykkishólmi þar sem börnin sýna helgileik í kirkjunni fyrir jólin. „Þau nota búninga sem nunnurn- ar útbjuggu á meðan þær voru í Stykkishólmi. Það er svo fallegt að sjá þetta. T.d. er kjóll Maríu fermingarkjóll einnar nunnunnar. Það er mikil saga á bak við bún- inga og bæjarbúum, sem þekkja þessa sögu finnst þetta svo sjálf- sagt og eðlilegt. Hefð sem berst frá einni kynslóð til annarrar.“ Agnes segir dæmin fleiri. „Á annarri hæð í turninum í Hall- grímskirkju er lítil baðstofa þar sem saga Steinunnar Jóhann- esdóttur, rithöfundar og leikkonu um Hallgrím Pétursson sem ungan dreng er sögð. Það eru alltaf fleiri sem vilja koma og heyra um jólin hans Hallgríms án þess að fara inn í kirkjuskipið. Þetta eru leiðir til að nálgast börn og ungmenni því ekki er eftirspurn eftir því að bekkirnir komi inní kirkjuna. .“ Agnes segir ýmsar ástæður fyrir því að sunnudagaskólinn á erfitt uppdráttar. „Það má m.a. rekja til þess að konur vinna meira úti og laugardagar fara í að koma börnunum á þróttaæfingar og námskeið. Þá eru allir orðnir svo þreyttir og einhvern tímann þarf fólk að hvíla sig. Pestar hafa reynt að breyta tímanum en það hefur gengið svona og svona.“ Kirkjan þarf að vera sýnilegri Kirkjan og unga fólkið? „Eftir fermingarfræðsluna í áttunda bekk er engin kristnifræðikennsla og svona hefur þetta alltaf verið. Í menntaskóla er engin trúarbragða- kennsla nema í undantekningar- tilfellum þar sem prestar hafa verið með námskeið um sorg og sorgarviðbrögð. Annars er ekkert í skólakerfinu sem t.d. undirbýr fólk fyrir nám í guðfræðideildinni. Þar eins og svo víða er kirkjan ekki svo sýnileg þó þörfin fyrir þjónustu hennar sé svo sannarlega fyrir hendi.“ Tilhneiging til að tala niður störf presta og kunnáttu þeirra til að takast á við erfiða reynslu og áföll með fólki er til staðar. Agnes segir þetta ekki réttmætt. Nám presta sé á háskólastigi og samskipti við fólk sem verður fyrir áföllum og upplifir sorg sé hluti af þeirra dag- lega starfi. Þetta verði líka til þess að fólk leitar fyrir sér í trúarhóp- um utan kirkjunnar. „Stundum leitar það langt yfir skammt því við erum ekki nógu sýnileg. Höldum ekki námskeið og látum borga fyrir. Við erum ekki að auglýsa og veitum svo mikið sem kostar ekki peninga. Skoðun okkar í kirkjunni er að við séum líkami, sál og andi. Allir þurfa andlega iðkun og tengingu, sálarlega og félagslega, að koma saman og sinna því líkamlega. Það er stundum gert grín að því þegar við bjóðum í kaffi í kirkj- unni en málið er að við sinnum þessu öllu. Gerum meira en að biðja alla daga. Með framgöngu okkar eigum við ganga fram eins og kristnir einstaklingar, gera fólki gott og elska Guð og náung- ann eins og okkur sjálf. Og gefa fólki von.“ Brugðið á leik, Viðar, Halldóra Þorvarðardóttir prófastur okkar í suðurprófastsdæmi, Agnes og Guðmundur Örn. Agnes biskup á spjalli við Tótu í Þingholti og Sissu á Múla.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.