Nesfréttir - 01.03.2022, Qupperneq 11

Nesfréttir - 01.03.2022, Qupperneq 11
Nesfrétt ir 11 Hafa búið lengi á Nesinu En eru þau búin að búa lengi á Nesinu. Þrjú þeirra hafa búið á Seltjarnarnesi í áratugi. Frá því að hafa verið þar í yfir 40 ár. Arnþrúður hefur búið þar skemur eða í tólf og hálft ár á Nesinu. „Við eru orðin eða að verða Seltirningar,“ segir Þorsteinn. „Er ekki talað um að það taki 25 ár að komast inn í þann hóp. Að verða innfæddur.“ Margrét rifjar upp að þegar hún var að koma á Nesið hafi lóðir verið til sölu. Á þeim tíma hafi ekki verið auðvelt að fá lóðir í Reykjavík. „Maður bara stökk á þetta.“ Mikið af hæfileikaríku fólki Þau snúa sér að félagsstarfinu. Nefna skemmtilegar ferðir sem hafa verið farnar með heldri borgurum. Meðal annara í Kríunes. Þau segja að oft myndist kunningsskapur á milli fólks sem hafi ef til vill ekki þekkst áður. Arnþrúður minnist þess að hafa hitt konu frá öðrum landshluta í ferðinni í Kríunes. Þótt þær væru af sömu slóðum, af norðausturhorninu, hafi hún ekki vitað að hún væri til. Margrét var húsvörður á Skólabrautinni um tíma og segir að það sé svo skemmtilegt fólk að sig hafi langað að halda áfram að vera í þessu húsi. Þau eru öll þátttakendur í fjölbreyttu félags- og tómstundastarfi sem er í boði. Segja að kóvitið hafi aðeins stoppað félagsstarfið þegar fólki hafi verið ráðlagt að hafa sem minnst samskipti vegna smithættu. Arnþrúður segir að á Skólabrautinni sé mikið af hæfileikaríku fólki sem stundi handavinnu. Margrét nefnir leirinn hjá Rögnu Ingimundardóttir. Hún annast kennslu í að móta úr leir auk þess að sjá um handavinnuna. „Ragna er mikill listamaður og ég held að fólk geti fundið allt við sitt hæfi.“ segir Margrét. Biljard en enginn bjór Þorsteinn nefnir biljard hópinn „Það verður að koma fram að þetta snúist ekki allt um handavinnu. Það er billiard karla hópur sem hittist tvisvar í viku,“ segir Þorsteinn. Enginn bjór er þó á billanum hjá þeim enda hittast þeir fyrir hádegi. Bridgehópur var starfandi um tíma en hann lagðist af í kóvid og hefur ekki verið endurreistur enn sem komið er, hvað sem verður. Þorsteinn víkur að því sem hann kallar Janusar dæmið. „Maður er allt í einu farin að kynnast fólki upp á nýtt og jafnvel nýju fólki. Líka Seltirningum sem maður hefur vitað af en hefur ekki séð í mörg ár.“ Arnþrúður segir það flott hjá bæjarfélaginu að styrkja þetta verkefni. Þorsteinn bætir við að þol- og styrktaræfingarnar í World Class hafi orðið til þess að maður hafi orðið virkari. Fari til dæmis meira út að ganga. „Maður er hvattur til að fara út að ganga hina dagana þegar þjálfari er ekki til staðar. Maður undirbýr sig líka fyrir þetta til dæmis með því að kaupa skó með broddum og huga betur að næringunni. Þetta hefur breytt mjög miklu,“ segir Þorsteinn. Heldur fólki saman Ingvi segir að félagslegi þátturinn skipti miklu máli. „Ég hef fundið það í þessu starfi.“ Og þau taka undir. Segjast hafa verið að hitta allskonar fólk. Oft fólk sem búi ekki á Seltjarnarnesi. Þetta tengi marga saman. Þorsteinn segist hafa hitt skólasystkini barnanna sinna. Fólk sem hann hafi ekki séð í mörg ár. Aðstaðan á Nesinu sé líka frábær. Sundlaugin í næsta húsi við líkamsræktarstöðina. Auðvelt að skreppa í sund eftir heilsueflinguna og svo að fara í pottana. Þar hittist fólk líka oft og spjalli saman. „Þetta starf bindur fólk mikið saman. Þetta er allt annað en að vera kannski heima í rúmi eða að horfa á sjónvarpið,“ segir Þorsteinn. Ingvi bætir við að þetta sé hugsunin að baki þessu verkefni. Það snúast ekki aðeins um að hreyfa sig heldur líka að sýna sig og sjá aðra og blanda geði við aðra þátttakendur. Íbúaþing um skólamál Seltjarnarnesbæjar seltjarnarnes.is Seltjarnarnesbær býður til íbúaþings um endurskoðun menntastefnu bæjarins í Valhúsaskóla laugardaginn 2. apríl kl. 10:00 - 12:00. Íbúaþing um skólamál Seltjarnarnesbæjar er vettvangur fyrir bæjarbúa til að taka virkan þátt í endurmótun menntastefnu bæjarins fyrir skóla- og frístundastarf. Allir hagaðilar í skólasamfélaginu; nemendur, foreldrar, kennarar, starfsfólk skóla og frístundamiðstöðvar og bæjarbúar sem eru áhugasamir um skólamál eru velkomnir til þátttöku. Markmiðið með þinginu er að gefa bæjarbúum tækifæri til að tjá hug sinn og hafa áhrif á skólamál og menntastefnu sveitarfélagsins. Dagskrá • Setningarávarp • Vinnuhópar: Áherslur og markmið í skóla- og frístundastarfi • Kaffihlé • Vinnuhópar: Áherslur og markmið í skóla- og frístundastarfi • Samantekt • Þingslit Taktu þátt í umræðunni um skóla- og frístundamál á Seltjarnarnesi! Vinsamlegast skráið þátttöku á netfangið postur@seltjarnarnes.is Skránig fer fram til og með 1. apríl. Menntun til farsældar

x

Nesfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.