Feykir - 22.06.2022, Blaðsíða 6
FRÁSÖGN
Páll Friðriksson
Kórinn stillir sér upp á Oliveto hótelinu. Haddi í Brautarholti í baksýn.
6 24/2022
Snemma árs 2020 segir í frétt
í Feyki að Kvennakórinn
Sóldís ætlaði að fagna tíu ára
starfsafmæli sínu en fyrstu
tónleikar kórsins voru haldnir
í menningarhúsinu Miðgarði
í Varmahlíð á konudaginn,
sem þá bar upp á 20. febrúar.
Kórinn hóf starfsemi um
haustið áður og segir í annarri
frétt í Feyki að hann hafi
slegið eftirminnilega í gegn
á kvennafrídeginum er hann
söng á samkomu sem haldinn
var í tilefni dagsins í Miðgarði
þann 24. október árið 2011.
Kórinn var stofnaður af þremur
kraftmiklum konum, þeim
Drífu Árnadóttur á Uppsölum,
Sigurlaugu Maronsdóttur
á Sauðárkróki og Írisi Olgu
Lúðvíksdóttur í Flatatungu
en þær skipuðu stjórn kórsins
fyrsta áratuginn. Nú hafa Elín
Jónsdóttir, á Sauðárkróki, og
Klara Helgadóttir, frá Syðri
Hofdölum, komið inn fyrir
Sigurlaugu og Írisi. Stjórnandi
kórsins frá upphafi er Helga Rós
Indriðadóttir og undirleikari
Rögnvaldur Valbergsson.
Á afmælisárinu var ætlunin
að gera sér dagamun og var m.a.
stefnt á átta daga ferð til Ítalíu
þar sem átti að syngja a.m.k. á
tveimur stöðum fyrir gesti og
gangandi. En líkt og hjá flestum
landsmönnum, eða réttara sagt
jarðarbúum, brenglaði Covid
faraldurinn allar ferðaáætlanir
kórsins þangað til núna á
dögunum er 62 manna hópur
kórkvenna og viðhengja þeirra,
sem ýmist voru makar eða
aðrir nákomnir, lögðu loks af
stað í reisuna sem hafði tekið
minniháttar breytingum frá því
sem upphaflega var stefnt á.
Í útrás á afmælisári
Ferðalýsingin var á þá leið
að flogið yrði frá Keflavík og
lent í München og ekið þaðan
í uppsveitir Týrols þar sem
gist yrði í bænum Bolzano í
þrjár nætur. Þar voru bókaðir
tónleikar og skipulagðar
stuttar skoðunarferðir áður en
förinni væri haldið til bæjarins
Desenzano við Gardavatnið
en þar var áætlað að gista
aðrar þrjár nætur. Ekki var
Stiklað á stóru um ferðalag Kvennakórsins Sóldísar til Ítalíu
Fyrstu tónleikar Sóldísar á erlendri grundu
Það var sannarlega glaumur og gleði á tónleikum Kvennakórsins Sóldísar í Corpus Domini kirkjunni í Bolzano þeim fyrstu fyrir utan landsteinanna. Reyndar var gleði allsráðandi
alla ferðina og verður lengi í minnum haft. MYNDIR: PF
búið að finna tónleikastað í
þeim bæ eða í nágrenni hans
þar sem svo virtist að allt væri
fullbókað eða frátekið vegna
atburða sem höfðu beðið vegna
samkomutakmarkana síðustu
tveggja ára. En úr því rættist þó
með smá tilfæringum sem lesa
má um hér á eftir.
Það er óhætt að segja að
fyrsti ferðadagur hafi verið
drjúgur og kannski helst minnt
á síðasta erindi Á Sprengisandi
þegar ferðamaðurinn var til í
að gefa vænsta klárinn sinn svo
hann næði loks á áfangastað
eftir mikið ferðalag en kannski
með örlítið breyttu sniði:
Vænsta makann vildi ég gefa
til, að vera komin ofan í …. yfir
Brennerskarð! Æi, þetta virkar
ekki!
Þau sem lengst fóru þurftu
að koma sér á Krókinn þaðan
sem ferðin hófst formlega
kl. hálf tvö eftir miðnætti
mánudaginn 6. júní. Þaðan lá
leiðin með langferðabifreið
fram sveitir og við hópinn
bættist fjöldi í Varmahlíð þaðan
sem haldið var á Blönduós en
þar stækkaði hópurinn enn. Þá
var eftir að sækja nokkra sem
biðu í borginni áður en haldið
var út á Keflavíkurflugvöll. Í
loftið fór þotan svo rétt fyrir
klukkan ellefu og framundan
tæplega fjögurra tíma flug til
Þýskalands. Tveimur tímum
munar á klukkunni svo
við lentum um hálf fimm á
staðartíma. Á flugvellinum
beið okkar fararstjórinn, Jóna
Fanney Svavarsdóttir hjá ferða-
skrifstofunni Eldhúsferðum en
hún er frá Litladal í Svínadal
í Austur Húnavatnssýslu.
Stjórnaði hún ferðinni með
miklum myndarleik allt til
enda. Í Bolzano bættist henni
liðsauki þar sem frænka hennar,
Stella Hrönn Jóhannsdóttir
frá Keflavík í Hegranesi, var
hópnum innan handar allt til
loka ferðar.
Upp í rútu fóru ferðalangar
og ferðinni heitið suður á
bóginn, ekið sem leið liggur
þvert yfir Austurríki, með góðu
matarstoppi á Landzeit Angath
þar sem þjónarnir bókstaflega
hlupu til og frá eldhúsinu svo
við gætum fengið matinn
okkar sem fyrst, og yfir
Brennerskarð, sem liggur um
Alpafjöll á landamærum Ítalíu
og Austurríkis og er ein af
aðalleiðunum yfir Austur-Alpa
og er lægst allra fjallaskarða á
svæðinu. Til Bolzano náðum
við áður en nýr dagur hófst en
þá höfðu flestir verið á ferðinni
í nærri sólarhring og allir
hvíldinni fegnir þegar á hótelið
kom.
Bolzano er höfuðborg Suður-
Týról, sem er sjálfstjórnarhérað
á norður-Ítalíu með sérstökum
lögum sem m.a. varðveita
réttindi þýskumælandi minni-
hlutans á Ítalíu. Í borginni
búa rúmlega hundrað þúsund
manns en í héraðinu öllu
um 512 þúsund. Segja má að
borgin sé suðupottur ólíkra
menningarhluta Norður-
og Suður-Evrópu enda þrjú
opinber tungumál viðurkennd
á svæðinu, ítalska, þýska
og ladin. Tíról er mikið
landbúnaðarhérað þar sem
mest ber á epla- og vínrækt.
Fyrstu tónleikarnir á
erlendri grundu
Á öðrum degi ferðarinnar var
boðið upp á fjallaferð fyrir þá
sem vildu, hinir nýttu daginn
til annarra hluta í bænum.
Farið var með kláfi upp bratta
fjallshlíðina sem endaði ferð
sína við brautarstöð en sest
var inn í litla járnbrautalest
sem flutti okkur að áfangastað
nærri Plattnerhofsafninu sem
er um 600 ára gamall sveitabær
sem gerður var upp og hýsir
nú eins konar býflugnasafn
og óhætt að að segja að veiti
góða innsýn í heimilishald
gamla bændasamfélagsins á
svæðinu. Varð mér hugsað til
þeirra menningarverðmæta
sem hurfu þegar íbúðar- og
peningahúsin á Skarðsá í
Sæmundarhlíð voru jöfnuð við
jörðu á sínum tíma.
Á safninu fengu gestir góða
innsýn í hegðun býflugna
og hvernig þær eru nýttar
til matvælaframleiðslu og
fengu allir að smakka á
afurðum, ótal bragðtegunda
hunangs og að sjálfsögðu
hunangssnafs í kveðjuskyni.
Einnig mátti sjá, og kaupa,
sápur, kerti og fleira unnu úr
hunangsframleiðslunni.
Úr kláfnum sást vel yfir epla-
og vínakra bænda sem stunda
sína ræktun í bröttum hlíðum
fjallanna og eins mátti sjá
nautgripi og önnur húsdýr.
Það var á þriðja degi sem
hápunkti ferðalagsins var
náð þegar tónleikar Sóldísar
fóru fram í Corpus Domini
kirkjunni í Bolzano. Mikill
spenningur var í loftinu bæði
hjá söngkonum og aðdáendum
sem fylgdu þeim frá Íslandi.