Feykir


Feykir - 22.06.2022, Blaðsíða 12

Feykir - 22.06.2022, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 24 TBL 22. júní 2022 42. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Álfaskip hjá Arnarbæli Holt eitt með klettum og grasi vaxið á milli klettanna er upp í heiðinni milli Býjaskerja og Sandgerðis rétt fyrir ofan (sunnan) túngarðinn, er Arnarbæli heitir. Annar klettur er þar fyrir neðan Sandgerði sem brúkaður hefir verið fyrir hróf á sumarinn, er heitir Hamar. Þaðan þóttust menn sjá álfafólk vera að setja skip sín og upp í Arnarbæli nóttina fyrir Bátsendaflóðið - þann 4. janúar1798. - sem mörgum sveitum olli hins mesta tjóns og töpunar. /PF Þjóðsögur Jóns Árnasonar Álfar Mannlíf í torfbæjum á 19. öld 70 ár frá opnun sýningar í Glaumbæ Þann 15. júní sl. var merkur dagur í sögu Byggðasafns Skagfirðinga, en fyrir 70 árum síðan, eða árið 1952, opnaði megin sýning Byggðasafnsins „Mannlíf í torfbæjum á 19. öld“ í Glaumbæ. Á sýningunni í bænum má sjá yfir 800 gripi, í 16 mismunandi rýmum, og er áhersla lögð á aðbúnað fólks við matargerð og daglegt líf. Á Facebook-síðu safnsins er aðdragandi þess að sýningin varð til rifjaður upp. Á sínum tíma var mikill vilji fyrir því að lagfæra og varðveita Glaumbæ þó ekki væri nægilegt fjármagn til þess verkefnis. Árið 1938 mun Mark Watson hafa hrifist af Glaumbæ og veitt 200 sterlingspund til viðgerða á bænum. „Þá var hægt að hefjast handa við lagfæringar sem stóðu yfir til ársins 1946 en síðustu ábúendur fluttu út ári síðar. Byggðasafn Skagfirðinga var stofnað þann 29. maí 1948 (elsta byggðasafn á Íslandi) og sama ár var tekið til við að safna munum í bæinn. Árið 1951 voru þeir munir sem safnast höfðu fluttir inn í Glaumbæ og ári síðar opnaði loks sýningin sem enn stendur í dag, með mörgum af þeim sömu munum og voru þá og að miklu leyti í sömu mynd. Síðan þá hefur safnið vaxið og dafnað og sýningin dregið að sér hundraða þúsundir manna og virðist ekkert lát á áhuganum á sýningunni enda er sýningin sjálf raunar orðin mjög merkileg og varðveisluverð fyrir aldurssakir. Til gamans má geta að margir safngestir hafa haft orð á því hvað sýningin hafi snortið þá og sumir jafnvel tilkynnt safnvörðum að þessi bær og sýningin í honum sé það fallegasta sem þeir hafi séð um ævina. Það er því óhætt að segja að sýningin „Mannlíf í torfbæjum á 19. öld“ standi fyrir sínu,“ segir í færslu Byggðasafnsins. Spennandi sýningar Byggðasafnsins Síðastliðinn sunnudag opnaði ný sýning í Áshúsi „Íslenskir þjóðbúningar og Pilsaþytur“, samstarfsverkefni Byggðasafnsins og Pilsaþyts, þar sem fróðleikur, búningahlutar og skart verða til sýnis ásamt kyrtli Pilsaþyts sem vígður var í Miðgarði þann 22. apríl síðastliðinn. Þar var einnig afhjúpaður sýningaskápur sem geyma mun fimm glæsilega þjóðbúninga og verða til sýnis. Í Gilsstofunni opnaði sýningin „Torfbærinn: Heimili og vinnustaður“ frá Skottu kvikmyndafjelagi sem unnin var í samstarfi við Byggðasafnið. Þar verður hægt að ferðast aftur í tímann með 360° gleraugum. Þá má skoða spjaldasýninguna „Villtar erfðalindir nytjaplantna“ sem fjallar um villtar plöntur náskyldum landbúnaðarplöntum og möguleikunum sem felast í þeim, sérstaklega í sambandi við loftslagsvána, líffræðilegan erfðafjölbreytileika og fæðuöryggi. Sýningin er sett upp í samstarfi við Náttúrustofu Norðurlands vestra og er fengin að láni frá Grasagarðinum í Reykjavík og stendur í Glaumbæ út júní. / PF Mynd tekin 2019. MYNDIR FENGNAR AF FACEBOOK-SÍÐU BYGGÐASAFNS SKAGFIRÐINGA. Tugþúsundir fólks koma árlega að skoða Glaumbæ. Mynd tekin 1959. Gunnar Rúnar Ólafsson tók. Í lok maí fór fram Lands- keppni MAKEathons, nýsköpunarkeppni Grænna Frumkvöðla Framtíðar. Þar kepptu skólarnir þrír, Nesskóli, Grunnskóli Bolungarvíkur og Árskóli, til úrslita. Hver skóli sendi inn myndband þar sem þeir útskýrðu sínar lausnir á umhverfis- áskorunum í sinni heimabyggð. Keppnin var hnífjöfn en á endanum var það Grunnskóli Bolungar- víkur sem bar sigur úr býtum. Þeim innan hand- ar voru Hildur Ágústs- dóttir kennari og Gunnar Ólafsson frá Djúpinu frumkvöðlasetri. Grunnskóli Bolungar- víkur glímdi við áskorun- ina: „Hvernig er hægt að nýta úrgang frá fiskeldi betur “ og lausnin sem vann bar yfirskriftina: "Að nýta úrgang frá fiskeldi á sjálfbæran hátt" Hér er fyrir neðan má lesa endurgjöfina sem sigur-liðið fékk frá dóm- nefndinni: “Þið eruð hugvitssöm og lausnamiðuð. Þið komuð auga á umhverfisvandamál sem skapast vegna fisk- eldis í sjó og leituðuð lausna. Það var frábært að fá að sjá skítinn sem safnast hefur fyrir, en það sjónarhorn fær almenn- ingur yfirleitt ekki. Ykkar verkefni gengur út á að breyta úrgangi og botnfalli í auðlind sem nýtist, og gæti því komið bæði náttúru og sjávarútvegs- fyrirtækjum að gagni. Við hvetjum ykkur til að vinna lausnina áfram og hafa í huga mikilvægi líffræði- legs fjölbreytileika í vistkerfum í sjónum, en eldi í sjó getur skaðað hann sé ekki að gætt.“ Í dómnefnd sátu: • Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata og lögfræðinemi. • Margrét Hugadóttir vefstjóri og verkefnastjóri hjá Landvernd. • Þóra Valsdóttir verkefnastjóri hjá Matís. /IÖF Grunnskóli Bolungar- víkur bar sigur úr býtum Landskeppni Grænna Frumkvöðla

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.