Feykir


Feykir - 12.10.2022, Blaðsíða 4

Feykir - 12.10.2022, Blaðsíða 4
Hann gerði margt sem gott var og gaf í mörgu af sér. Og fann út margt sem flott var og frelsi til þess gaf sér. Í hollum málum hér og þar sá Hrókur var hann fagnaðar sem glæddi menntir góðar. Þó floginn sé hann frá okkur hans framtak geymist hjá okkur sem brot í þágu þjóðar! Rúnar Kristjánsson Hrafn Alheimsfrumsýning á Þytur í laufi: Villimenn og villtar meyjar fer fram 22. október í Höfðaborg á Hofsósi. Hér er á ferðinni frumsamið hugverk eftir þær Jóhönnu Sveinbjörgu Traustadóttur og Margréti Berglindi Einarsdóttur á Hofsósi. Að sögn þeirra Jóhönnu og Margrétar gerist sagan í stórum skógi í hitabeltinu þar sem úir og grúir af skrautlegum skógarbúum. Lífið er ekki átakalaust í skóginum og ýmis öfl takast þar á, sem konungur skógarins þarf að glíma við. Verkið er nokkrir leikþættir sem fléttaðir eru saman með þekktum dægurlögum og eru leikararnir ekki af verri endanum; Jón Sævar Sigurðsson, Ingibjörg Sólveig Halldórsdóttir, Sigmundur Jóhannesson, Bjarnveig Rós Bjarnadóttir, Kristján Jónsson og Sæunn Hrönn Jóhannesdóttir. Þau eru flest þaulreynd á sviðinu og sjá þau um að túlka m.a. persónurnar Frið, Valda og Mumma. „Hér er um að ræða spaugsamt ævintýri fyrir fullorðna. Sýningin er ekki bönnuð börnum en hún er ekki við hæfi barna,“ segja þær stöllur um leikritið. Tónlistarstjórn er í höndum Einars Þorvaldssonar og Stefáns R. Gíslasonar og hafa þeir fengið til liðs við sig úrvals tónlistarfólk; Kristján Reyni Kristjánsson trommara, Steinar Gunnarsson bassaleikara og söng- fuglana Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur og Ívar Helgason. Þytur í laufi: Villimenn og villtar meyjar Frumsamið hugverk Jóhönnu og Margrétar á Hofsósi Það ætti enginn að missa af þessari skemmtun. MYND AÐSEND Sýningar verða í Höfðaborg á Hofsósi 22. október kl. 19:30 og 20: 30 og í Miðgarði í Varmahlíð 28. október kl. 20:30. Miðapantanir eru í síma 834-6153 og kostar kr. 4.000 hver. / PF M I N N I N G Ragnar Arnalds rithöfundur, alþingismaður og ráðherra Fæddur 8. júlí 1938 – látinn 15. september 2022 Ragnar Arnalds, rithöfundur, alþingis- maður og ráðherra, fæddist í Reykjavík 8. júlí 1938. Hann lést á heimili sínu 15. september 2022. Eiginkona Ragnars er Hallveig Thorlacius. Eiga þau tvær dætur, Guðrúnu og Helgu. Ragnar var alþingismaður Norðurlands vestra 1963 - 67 og 1971- 1999. Mennta- málaráðherra 1978- 1979 og fjármála- ráðherra 1980- 1983. Ragnar var skólastjóri við barna- og unglingaskólann í Varmahlíð í Skaga- firði 1970-1972. Ragnar var um tíma framkvæmdastjóri Samtaka hernáms- andstæðinga. Síðar var hann formaður Heimssýnar. Hann var ritstjóri Frjálsrar þjóðar, Dagfara og Nýrrar útsýnar. Ragnar Arnalds kom mjög að einum helstu framfaramálum Norð- lendinga og ekki síst Skagfirðinga á árunum 1970 til 1999. Má þar nefna Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra FNV, varformaður Bygginganefndar Bóknámshússins, Hitaveitu Hjaltadals, Hólalax og endurreisn Hólaskóla 1981. Setti upp leikrit sín, bæði í Varmahlíð og á Blönduósi, svo nokkuð sé nefnt. Ragnar naut mikillar virðingar jafnt pólitískra samherja sinna sem andstæðinga. Hann var rökfastur, fljúgandi mælskur, annálaður fyrir kurteisi og virðingu fyrir málefnum sem hann barðist fyrir. Ragnar kunni líka að hlusta og virða skoðanir andstæðinga sinna og leiða fram mál til farsælla lykta. Ég sem ungur menntaskólanemi hreifst með baráttu Ragnars fyrir sjálfstæðu og herlausu Íslandi. Hann stóð í fylkingarbrjósti Samtaka her- stöðvarandstæðinga. Ísland var ungt lýðveldi. Já, óvopnað friðelskandi land sem hafði unnið sér sjálfstæði og viðurkenningu þjóða. Í okkar huga var það andstætt hugsjónum hins unga lýðveldis að ganga í hernaðarbandalag og vista hér erlendan her. Síðar kynntist ég Ragnari sem menntamálaráðherra. Ég var þá odd- viti Helgafellssveitar. Á þeim tíma voru börnin í sveitinni send á heimavist í Laugargerðisskóla. Við vildum söðla um og taka þátt í byggingu og rekstri skóla í Stykkishólmi með daglegum akstri. Í þessu ferli var stuðningur og leiðsögn Ragnars okkur afar mikil- vægur. Enn síðar varð Ragnar Arnalds fjármálaráðherra árið 1980 sem var mikil gæfa fyrir Hólastað. Þá hafði verið tekist á um hvort leggja ætti niður Bændaskólann á Hólum „í takt við nýja tíma og hag- ræðingu í menntamálum“ líkt og það var þá orðað. En reglulegt skólahald hafði fallið niður í tvö ár. Þá kom ný ríkisstjórn með Ragnar Arnalds sem fjármála- ráðherra og Pálma Jónsson á Akri sem landbúnaðarráðherra. Þeir tveir, báðir ráðherrar að norðan, réðu mig sem skólastjóra á Hólum og hjólin snerust hratt. Ég leyfi mér að fullyrða að ásýnd Hóla í Hjaltadal væri önnur ef Ragnars Arnalds hefði ekki notið við á þessum örlagatímum. Og aftur lágu leiðir okkar Ragnars saman löngu síðar. Nú í Heimssýn, hreyfingu sjálf-stæðissinna í Evrópu- málum. Tilraun „vinstrimanna“ til að sam- einast í eina pólitíska hreyfingu 1999 strandaði m.a. á utanríkismálum. Áhugi sumra á aðild að ESB klauf þessa fylkingu. Ragnar var trúr hugsjónum sínum og gekk til liðs við þann flokk sem hann treysti best til þess að standa vörð um fullveldi landsins. Hann var algjörlega andvígur um- sókn eða aðild að Evrópusamband- inu. Vildi þar ekkert „bjölluat“. Ragnar taldi að barátta gegn inngöngu í ESB væri svo mikið grundvallarmál að það væri hafið yfir hina hefðbundnu flokkadrætti. Þannig hlaut hann að vera í fylk- ingarbrjósti þverpólitískra samtaka; Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðis- sinna í Evrópumálum. Ragnar varð fyrsti formaður þeirra samtaka. Vonbrigði Ragnars voru því mikil þegar nokkrir forystumenn í flokkn- um, sem hann hafði gengið til liðs við, stóðu að fyrirvaralausri umsókn að ESB með beiðni um inngöngu. Rök- fastur og baráttuglaður tók hann slaginn. Undir forystu Ragnars Arnalds varð Heimssýn að stórri og áhrifaríkri fjöldahreyfingu með félagsdeildir út um allt land. Og barátta Heimssýnar skilaði árangri. Okkur sem voru mjög andvíg ESB- umsókninni tókst að kæfa hana, enda fól hún í sér óafturkræft framsal á fullveldi þjóðarinnar og sjálfstæði. Ragnar var öflugur rithöfundur. Bók hans „Sjálfstæðið er sívirk auðlind“ ætti að vera skyldulesning fyrir öll þau sem vilja ræða ESB-mál af þekkingu. Í upphafi bókarinnar segir Ragnar: „Auðlindir Íslands eru margvíslegar. Þær leynast ekki aðeins í jörðu eða í djúpinu sem lykur um land okkar. Dýrmætasta auðlindin er sá lífsins kraftur sem felst í sjálfstæði þjóðarinnar og íslenskri tungu.“ Blessuð veri barátta Ragnars Arnalds, fyrrverandi ráðherra og formanns Heimssýnar, fyrir fullveldi og sjálfstæði Íslands. Blessuð veri minning Ragnars Arnalds. Jón Bjarnason 4 38/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.