Súgandi - 01.03.1979, Blaðsíða 3

Súgandi - 01.03.1979, Blaðsíða 3
2 Að loknum fundi var sest að kaffi og síðan spiluð félagsvist» Árshátíð er haldin einu sinni á ári, yfirleitt í mars, nú í ár 10. mars. Þar er leitast við að gera sem flestum til hæfis í mat og skemmtan. Margir eru að vonuro óhressir yfir miðaverðinu sem nú er kr. 8.500, en því miður er ekkert við því aö gera að óbreyttu, og er það miðað við að upp- gjör standi í járnum eða að tap verði ekki mikið. Tilgangur félagsins er: Að efla og viðhalda kynningu Súgfirðinga á félagssvæðinu. Að efla og viðhalda sambandi við heima- héraðið. Félagið var stofnað 29. nóv. 1950 og'er því 29 ára á þessu ári. Félagafjöldi er nú um 200. Gjald- fríir eru félagar 65 ára og eldri og fái þeir sendan gíróseðil, þá endursendið hann ógreiddan. Það eru vinsamleg tilmæli og reyndar áskorun til allra félagsmanna að láta stjórnarmenn vita um mögulega nýja félaga. Jafnframt að hvetja alla brottflutta Súgfirðinga og niðja þeirra 16 ára og eldri til að ganga í Súgfirðingafélagið: svo viljum við geta þéss sér- staklega að Súgfirðingar búsettir vestra eru vel- komnir í félagið.

x

Súgandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Súgandi
https://timarit.is/publication/1797

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.