Kaupsýslutíðindi - 30.09.1944, Síða 2
Garðávextir og aldin l/9’39 l/9’43 l/9'44
Kartöflur ... kg. 32 250 130
Gulrófur ... — 28 132
Rabarbari ... 85
Matbaunir (heilar) .. ... — 84 164 207
Epli þurrkuð 1000 1050
Sveskjur ... — 610 520
Rúsínur 545
Saft (kjarnasaft) . .. 3 pelar 421 435
Nýlenduvörur
Strásykur ... kg. 67 170 147
Hvítasykur höggvinn . .. — 77 195 177
Kandís ... — 113 395
Kaffi brennt og malað .. — 360 780 748
— óbrennt ... — 228 492 476
Kaffibætir ... — 279 650 740
Kakaó ... — 316 646 654
Suðusúkkulaði ... — 656 1200 1300
Te . % Ibs. 203 180
Eldsneyti og Ijósmeti
Steinkol 100 kg. 640 1920 2080
Steinolía ... 1. 31 62 53
Sápa og þvottaef ni
Krystalsápa ... kg. 114 404 460
Sólskinssápa 117 107
Handsápa (Lux) ... 129 121
Þvottaefni ... pk. 170 140
Sódi ... kg. 34 75 79
Alls eru 81 vörutegund, sem verðlagsstjóri
lætur mánaðarlega spyrjast fyrir um verð á,
samkvæmt smásöluverðskýrslu þessari. En hér
hefur verið talin 71 tegund. Þær sem vantar
eru: hrossakjöt, mör og slátur dilka og slátur
sauða (í sláturtíð), jurtafeiti, snúðar, sítrón-
ur, ný epli, þurrkaðar aprikósur og púður-
sykur, en af þessum vörutegundum hefur ekk-
ert verið til, hvorki 1. september þ. á. né 1.
sept. 1943. — Frá því Hagstofan rannsakaði
smásöluverðið hefur skýrsluforminu verið
breytt nokkuð, t. d. var þá athugað verð færri
86
vörutegunda en nú, og vantar þar af leiðandi
smásöluverð ýmissa vöruflokka frá 1939, sem
síðar hafa verið teknir með á skýrsluna.
Þangað til í lok septembermánaðar 1940
miðaði Hagstofan framfærsluvísitölureikning
sinn við það, að áætluð ársútgjöld 5 manna
fjölskyldu hefði verið 1800 krónur fyrir stríð
1914. Samkvæmt því var vísitalan 100 stig í
júlí 1914. Eftir þeim reikningi var vísitala
matvöru í byrjun september 1939 orðin 197
stig og vísitala eldsneytis og Ijósmetis 188.
Báðar tölurnar höfðu lækkað um 1 stig frá
því 1. sept. árið áður.
En í október 1940 var grundvelli vísitölu-
reikningsins breytt. Var vísitalan þá byggð á
reikningi 40 verkamanna, sjómanna og iðn-
aðarmanna í Reykjavík, sem þeir höfðu haldið
yfir heimilisútgjöld sín frá júlíbyrjun 1939 til
júníloka 1940 fyrir milligöngu nokkurra for-
göngumanna verkalýðsfélaga. Samkvæmt þess-
um heimilisreikningum var svo reiknað út,
hver heildarútgjöld hverrar fjölskyldu hefðu
numið 1. ársfjórðung 1939 með þáverandi
verðlagi og reyndist sú upphæð vera kr.
3853.01. Var sú tala gerð að upphafsupphæð,
og vísitölurnar miðaðar við hana, þ. e. hún
látin jafngilda vísitölunni 100 (sbr. Hagtíð-
indi, bls. 47—55 árið 1940).
Samkvæmt þessum útreikningi varð októ-
bervísitalan 1939 103 stig, en var komin upp
í 141 stig sama mánuð árið eftir. í byrjun
september 1942 er vísitalan orðin 210 stig og
hækkaði upp í 262 stig til 1. sept. 1943, en
septembervísitalan í ár er hinsvegar 272.
Fóður- og áburðarverksmiðjan
Jón Guðvarðsson, Njálsg. 62, hefur tilkynnt
að hann reki fóður- og áburðarverksmiðju
hér í bænum undir ofangreindu nafni. Fram-
leiðir hann fiskimjöl til fóðurs og áburðar
og mun einnig hafa kjötbeinavinnslu í hyggju.
KAUPSÝSLUTÍÐINDI