Kaupsýslutíðindi - 30.09.1944, Blaðsíða 3

Kaupsýslutíðindi - 30.09.1944, Blaðsíða 3
U tanrí kis verzlunin í síðustu mánaðarskýrslu Hagstofunnar, þar sem birtar eru nokkrar bráðabirgðatölur um viðskipti okkar við önnur lönd, kemur í ljós, að útflutningur okkar hefur numið 150.7 millj. kr. frá áramótum til 1. sept. þ. á., en innflutn- ingurinn 156 millj. kr. Verzlunarjöfnuðurinn þessa 8 mánuði hefur því verið óhagstæður um ca. 5.3 millj. kr. — Til samanburðar má geta þess, að í fyrra á sama tíma var flutt út fyrir 155 millj. kr. og inn fyrir 155.2 millj. kr. í ágústmánuði einum var jöfnuðurinn ó- hagstæður um ca. hálfa millj. kr., flutt var inn fyrir 18.6 millj. kr., en útflutt fyrir 18.1 millj. kr. Það er fróðlegt að bera innflutning þessara mánaða saman við innflutninginn sömu mán- uðina 1939 eða síðustu mánuðina áður en stríðið skall á. Vafalaust munu þá fáir eða engir hafa haft hugboð um hina gífurlegu breytingu, sem þessi fimm ár hafa haft á utan- ríkisverzlun okkar. í ágústlok það ár nam inn- flutningurinn t. d. 40.7 millj. kr., en útflutn- ingurinn 33.1 millj. kr. og hefur verzlunarjöfn- uðurinn þannig verið óhagstæður í lok ágúst- mánaðar það ár um 7.6 millj. kr., sem var í- skyggilega há upphæð í þá daga. Andvirði innflutningsins til nokkurra helztu viðskiptalanda okkar, var sem hér segir 8 fyrstu mánuði ársins 1939 og sama tímabil þetta ár, talið í þúsundum króna: jan.—ág. jan.—ág. 1939 1944 Danmörk . 6.747 * ” Noregur . 3.728 15 Svíþjóð . 3.400 55 Bretland . 9.752 27.878 ftalía . 3.599 55 Þýzkaland . 8.069 55 Bandaríkin 433 101.450 KAUPSÝSLUTÍÐINDI Kanada ............... „ 21.105 Sviss .............. 23 1.254 Brasilía ........... 207 205 Þessar tölur tala sínu máli um þá geysilegu breytingar, sem orðið hafa á innflutningssam- böndum okkar vegna stríðsins. Nú skulu hinsvegar talin upp á sama hátt nokkur af helztu útflutningslöndum okkar, fyrstu átta mánuði áranna 1939 og 1944, og tákna tölurnar andvirði hinna útfluttu vara til hvers lands, talið í þús. kr.: jan.—ág. jan.—ág. 1939 1944 Danmörk ... 3.301 55 Færeyjar .... 8 79 Noregur ... 3.285 55 Svíþjóð ... 2.890 55 Bretland ... 5.759 134.985 írland 25 415 Bandaríkin . . ... 5.253 14.956 Þýzkaland . . . ... 3.569 55 Ítalía ... 2.810 55 Kúba ... 349 163 í næsta tölublaði verður gerð nánari grein fyrir hinum,svo að segja ótrúlega, miklu breyt- ingum, sem orðið hafa á verzlunarsambönd- um okkar við útlönd undanfarin ár. Ólafur E. Einarsson h.f. og Suðurnes h.f. Svo nefnast tvö nýstofnuð hlutafélög í Keflavík. Er hlutafé fyrrnefnda félagsins 50 þús. kr. og hefur það áð tilgangi sínum að reka útgerð og verzlun með sjávarafurðir o. fl., en hlutafé hins síðarnefnda er 200 þús. kr. og er tilgangur þess verzlunarrekstur. Hlutafé beggja félaganna er allt innborgað. Ólafur E. Einarsson, Keflavík, er framkvæmdastjóri og prókúruhafi beggja félaganna og formaður félagsstj órnanna. 87

x

Kaupsýslutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kaupsýslutíðindi
https://timarit.is/publication/1798

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.