Súgandi - 01.12.1999, Side 4
Fréttapistill að heiman
Það féll hér þó
nokkur snjór
um mánaða-
mótin okt—nóv.
En hann tók
allan upp aftur
nema efst í
fjöllum. Tíðar-
far að undan-
förnu hefur
verið gott til landsins en rysjóttara til
hafsins eins og oft vill vera á haustin.
Gæftir sæmilegar og afli þokkalegur og
stundum góður þá gefið hefur. Með
aðventunni hefur hann sótt í sig
veðrið, frá því hún byrjaði má segja að
hafi kyngt niður snjó og verið
leiðindaveður með frosti snjókomu og
endalausum skafrenningi. Það er nú
kannske heldur sterkt að orði kveðið
að segja að hér sé allt komið á kaf í
snjó. En áhrifin á sálina eru þau að allt
sé á kafi, það hefur vart sést á milli
húsa, hvað þá að hafi orðið fjallabjart.
En þetta er engin ný bóla hér um
slóðir þegar vetur konungur heldur
hér innreið sína og við höfum það fyrir
satt að hann sé kominn.
Veturinn er kominn og það hressir
mann upp að jólin eru á næsta leiti.
Það var Aðventukvöld í Suðureyrar-
kirkju, fyrsta sunnudag í aðventu, þar
voru ellefu dagskrárliðir í prentaðri
dagskrá, söngur, hljóðfæraleikur og
talað mál. Séra Valdemar flutti
hugvekju og stjórnaði dagskránni en
hiti og þungi dagsins hvíldi á
organistanum og kórstjóranum, frú,
Margréti Gunrtarsdóttur.
Fermingarbörnin, 2000, báru
ljósið í bæinn og lásu síðan
jólaguðspjallið. Yngstu börnin sungu
jólalög, sönghópur unglinga í sama
máta, Adda Bjarnadóttir lék einleik,
jólalög á flautu, konur úr kirkju-
kórnum sungu, kirkjukórinn söng,
karlakvartett úr kirkjukórnum lét í sér
heyra. Barnakórinn, unglingakórinn
og kirkjukórinn sungu allir saman og
að síðustu sungu allir viðstaddir
„Bjart er yfir Betlehem". Það var
bannað að klappa en ég veit að
kirkjugestir hefðu gjarnan viljað láta
þakklæti sitt og hrifningu í ljós með
því að klappa ekki bara einu sinni
heldur oft. Lagaval, flutningur og
framgangur dagskrár, var hátíðlegt,
einfalt og látlaust, ég tel að maður
hafi komið betri og bjartsýnni úr
kirkjunni í þetta skipti. Það liggur
mikil vinna að baki svona athöfn og
þeir sem komu þessu í framkvæmd
eiga þakkir skyldar.
Eg greindi frá því í haust að
Súðavík og Vatnsfjörður, við Djúp,
ættu að falla undir Staðarprestakall í
framtíðinni og mun svo verða innan
tíðar. En þótt prestur hér eigi að sinna
Súðavík og Vatnsfirði falla ekki til
hans þau hlunnindi er fylgja eiga og
fylgt hafa þessum embættum gegnum
aldirnar. I þessum áformum er þó eitt
sýnu verst fyrir okkur Súgfirðinga, ef
fram nær að ganga. Á ég þar við
áformin um að prestur skuli ei lengur
sitja á Suðureyri, heldur skuli
Staðarprestur sitja í Súðavík. Mínar
heimildir hljóða upp á að sveitar-
stjórnin í Súðavíkurhreppi sæki þetta
mjög fast og því er full ástæða til að
óttast. Því allir muna hvernig þeir
fengu kirkjuna og í þessu máli láta þeir
sjálfsagt kné fylgja kviði líkt og í
kirkjumálinu forðum. En Guð forði
því að þeim takist að stela af okkur
prestssetrinu.
Sóknarnefnd Staðarprestakalls mun
vera að snúast til varnar í máli þessu og
prestur segir mér að hann trúi því ekki
að þetta mál nái fram að ganga ef
Súgfirðingar fylki sér um prestssetrið,
að það verði hér áfram.
Það verður að segjast eins og er að
óáran virðist vera í kirkju og kristni
hér vestra um þessar mundir,
nágrannar okkar standa í ófriðareldi og
glóðum elds er safnað að höfðum
okkar í prestssetursmálinu, vonandi
linnir.
Atvinnulífið er í fullum gangi og
ekki hefur fallið úr dagur lengi.
Hausaþurrkunin hjá Klofningi
gengur vel og eru þeir að þróa og
markaðssetja afurðir sínar í nýju formi
sem kaupendum ku lítast bara vel á.
Til allrar guðslukku sluppum við með
skrekkinn þegar Básafell sagði upp
starfsliði sínu á Flateyri og Suðureyri
um daginn. Vinnustaðar fundur var
boðaður hjá Básafelli hér til að kynna
og framkvæma uppsagnir starfsfólks,
rétt í þann mund er honum var að
ljúka náðist samkomulag um að
Guðni Einars, Óðinn og einhverjir
fleiri keyptu Básafell á Suðureyri og
áður en fundi lauk voru allar
uppsagnir dregnar til baka.
Mánudaginn 6. des. kl. 10 að
morgni var starfsliði Básafells á
Suðureyri boðið í kaffi og tertu í
kaffistofunni, þar kvaddi sér hljóðs
Óðinn Gestsson og greindi frá eftir
farandi : Frá og með deginum í dag
tekur nýtt félag við rekstri á
frystihúsinu hér, félagið heitir
„Fiskvinnslan Saga ehf‘ og er í eigu
þessara aðila. Guðmundur Kristjáns-
son og Básafell, Guðni Einarsson og
Bræðraverk, Óðinn Gestsson, hver
aðili fyrir sig á þriðjung.
Bestur jóla og nýársóskir.
Gestur Kristinnsson