Nýja skákblaðið - 01.09.1940, Blaðsíða 6

Nýja skákblaðið - 01.09.1940, Blaðsíða 6
BÍönduósi og gist iþar. Að Sveinsstöðum í Húnavatnssýslu kom 22. maðurinn í bílinn, Er- lendur Guðmundsson, er var þar í sumarleyfi. Er hann steig inn í bílinn, sagði fararstjóri, Elís Ó. Guðmundsson, við hann: „Við höfum gert áætlun um förina, vinninga og töp. Þú átt að vinna 15. skákina.“ Erlendur brosti, en svaraði fáu. Sunnudaginn 23. júní var haldið frá Blönduósi upp Langa- dal. Þegar að Vatnsskarði kom var bíllinn í ólagi og neitaði að flytja 'okkur upp brekkuna. Máttum við ganga upp, en bíll- inn kom á eftir, og var hann staður við flestar stærri brekk- ur eftir þetta. Þótti okkur þetta seinka förinni. En „kemst þó hægt fari, húsfreyja.“ Skaga- fjörður sveipaði fjöll sín þoku og huldi fegurð sína sjónum okkur. í Norðurárdal og Öxna- dalsheiði var kalsarigning. Voru þó allir í góðu skapi. Var teflt á ferðatöfl og ferskeytlur fædd- ust. í mynni Öxnadals komu skákmenn til móts við okkur í bíl og fylgdu okkur til Akur- eyrar. Þar var okkur boðið til kaffidrykkju á Hótel Gullfoss. Var þar talað yfir borðum af beggja hálíu. Þar var og mætt- ur hinn kunni skákfrömuður, Pétur Zóphoníasson. Eggjaði NÝJA SKÁKBLAÐIÐ hann báða aðila að sýna nú getu sína, leika sterkt og fallega. Kappteflið hófst að Hótel Gullfoss kl. 21. Teflt var á 20 borðum. Síðustu skák var lok- ið kl. 3 um nóttina. Erlendur Guðmundsson var síðastur. — Virtist hann með tapaða skák, að því er flestir töldu, er öllum öðrum var lokið. Erlendur hafði ekki gleymt því, að hann átti að taka 15. vinninginn, en hvort hann hefir verið búinn að á- kveða að sín skák skyldi vinn- ast síðast og vera í orðsins fyllstu merkingu 15. vinningur- inn, veit ég ekki, en nú tók hann að leika sterkt — og vann. Við áætlun var staðið. Borðin voru þannig skipuð: 1. Einar Þorvaldsson, skák- meistari íslands, Jóh. Snorra- son, skákmeistari Norðlendinga. 2. Baldur Möller, Júlíus Boga- son. 3. Jón Guðmundsson, Haukur Snorrason. 4. Stein- grímur Guðmundsson, Jón Þor- valdsson. 5. Ólafur Kristmunds- son, Guðm. Guðlaugsson. 6. Sturla Pétursson, Jón Sigurðs- son. 7. Hafsteinn Gíslason, Guðm. Jónsson. 8. Áki Péturs- son, Stefán Sveinsson. 9. Sæ- mundur Ólafsson, Gestur Ólafs- son. 10. Benedikt Jóhannsson, Björn Halldórsson. 11. Eyþór Dalberg, Jón Ingimarsson. 12. 52

x

Nýja skákblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja skákblaðið
https://timarit.is/publication/1803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.