Nýja skákblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 5

Nýja skákblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 5
peðin á e7 og e2 ekki sett þar, heldur á e4 og e5 — að byrja á drottningarpeðsbyrjun, Sik- ileyjartafli eða frönsku var ekki til, en þetta gekk allt á- gætlega. Erfiðast var með hrók- un. Eftir íslenzku reglunum mátti hróka nær því á alla vegu, þó algengast væri að setja kóng og hrók á samlita reiti, en skilyrði var það þó vanalegast, að kóngurinn og hrókurinn hefðu ekki verið hreyfðir. Sumir leyfðu að hróka úr skák eða yfir skákreiti, en aðrir neituðu því. Það var afar erfitt að fá menn víðs vegar um landið til þess að lúta al- þjóðlegum skáklögum um þetta efni. Ég man það lengst, að einum 3—4 árum eftir að fé- lagið var stofnað, þá var ég á ferð norður í Norðurlandi og tefldi þar við einn bezta skák- mann Norðlendinga. Ég þóttist máta hann með drottningu á f7 (kóngur á e8 og drottning hans á d8), en viti menn, hann gerir sér hægt um hönd og hrókar, setur kóng á h8 og hrók á f8, og var það sama og ég missti drottninguna fyrir hrók- inn og þar með sóknina. Ég sagði honum að þetta væri ger- samlega rangt, ég gæti látið það gilda í þessari skák, en í næstu skákum yrði hann að NÝJA SKÁKBLAÐIÐ Pétur Pétursson. hróka eftir réttum lögum, en jafnframt kom í mig kapp um að láta ekki drotningartapið verða mér að fjörtjóni, og vann skákina eftir nokkra örðug- leika með að ná sókninni á ný. Að áhugi var mikill sést bezt á því, að til 1. jan. 1901 voru tefldar 492 skákir í félaginu. í árslok 1900 voru innanfélags- kappskákir. Tóku þátt í þeim Björn Karlsson, Einar Bene- diktsson, Friðrik Jónsson, Pét- ur Pétursson, Sigurður Jóns- son, Sigurður Thoroddsen, Sturla Jónsson og ég, og varð ég efstur og hélt því sæti lengi síðan. Próf. W. Fiske, íslandsvinur- 67

x

Nýja skákblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja skákblaðið
https://timarit.is/publication/1803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.