Nýja skákblaðið - 01.11.1940, Page 7

Nýja skákblaðið - 01.11.1940, Page 7
hindraðir, t. d. Pétur Bogason, Björn Kalman. Margir ungir menn lærðu að tefla, á meðal þeirra var Ólafur Thors ráð- herra, er var síðar (1909) í stjórn félagsins og 1910 for- maður þess. Þessi kennsla okk- ar stuðlaði mjög að útbreiðslu skáklistarinnar, en þó gerði hún ekki minna gagn, er hún kenndi réttar taflreglur og of- urlítið í byrjunum, en það var hvorttveggja hin mesta nauð- syn fyrir þroska og viðgang skáklífsins. Þessi kennsla hélst í tvo vet- ur. Hefir oft verið rætt um síð- ar að koma henni á fót, en ekki tekizt, líklega bæði af húsnæð- isleysi og máske vöntun á kennurum, er vildu binda sig og vinna kauplaust að starfinu. ÖNNUR FÉLÖG. Þegar stofnun félagsins spurðist, urðu meiri skákiðkan- ir um land allt. Þorvaldur læknir Jónsson stofnaði 1901 taflfélag á ísafirði og Bolunga- vík og Otto Tulinius kaupm. stofnaði taflfélag á Akureyri. Stúdentar í Kaupmannahöfn stofnuðu taflfélag þar, en það stóð í fá ár, en meðan það starf- aði vann það sér til ágætis að vinna tvisvar Handels-Fore- ningens Skakklub og hlaut lof NÝJA SKÁKBLAÐIÐ Sturla Jónsson. fyrir. Ein skák þaðan (Lárus Fjeldsted hrm.) er prentuð í Þjóðólfi 22. maí 1903. ÖNNUR STÖRF. Ég tók að mér að rita skák- dálk í Þjóðólf, kom hann alls í 8 blöðum, en oft var afar erfitt að koma honum að, hann stytt- ur á ýmsa vegu. Árið 1901 og næstu ár var ég í stjórn Þjóðhátíðar Reykjavík- ur, og árið 1902 mátti heita að öll stjórn hátíðarinnar hvíldi á okkur Jens Waage og Ditlev Thomsen konsúl. Þá datt okkur Jens í hug að tefla lifandi skák- tafl á þjóðhátíðinni og var það framkvæmt. Tefldum við Ind- 69

x

Nýja skákblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja skákblaðið
https://timarit.is/publication/1803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.