Nýja skákblaðið - 01.11.1940, Page 15

Nýja skákblaðið - 01.11.1940, Page 15
Forsetabikarinn kominn Verðlaunabikar sá, er ís- lenzku skákmennirnir unnu með hinni ágætu frammistöðu sinni á alþjóðaskákmótinu í Buenos Aires í fyrrasumar, for- setabikarinn, er nú fyrir skömmu kominn hingað til lands. Bikarinn er eins og myndin sýnir, mjög mikill gripur og vandaður. Hann er 63 cm. á hæð, upp á bikarsbrún. Bikar- skálin er 35 cm. í þvermál, mjög þykk og efnismikil. Fram- an á bikarinn er letrað á spænsku: TORNEO DE LAS NACIONES COPA. ARGENTINA Buenos Aires 1939 GANADOR EQUIPO DE ISLANDIA í íslenzkri þýðingu. ALÞJÓÐA KAPPMÓT BIKAR ARGENTÍNU Buenos Aires 1939 SIGURVEGARAR FLOKKUR ÍSLENDINGA. Verðlaunagripur þessi er vafalaust lang merkilegasti verðlaunagripur, sem unninn hefir verið á erlendum vett- vangi af íslendingum. Eiga skákmennirnir og allir þeir, sem á einn eða annað hátt hafa stutt að þessir sigurför til Bue- nos Aires, skilið þökk alþjóðar fyrir störf sín og afrek. LITLA BÍLSTÖÐIN ER NOKKUÐ STÓR. NÝJA SKÁKBLAÐIÐ 77

x

Nýja skákblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja skákblaðið
https://timarit.is/publication/1803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.