Þingtíðindi um starf Sósíalistaflokksins á Alþingi - 07.05.1941, Blaðsíða 1
x
ÞINSTIBINDI
UM STARF SÓSÍALISTAFLOKKSINS A ALÞINGI
Ábyrgðarmaður: ísleifur Högnason.
Reykjavík 7. maí 1941.
I. árgangur. 1. tölublað.
Verð 25 aura.
limnii niHir MiiHningi EUars Mmr, Siaiúsar anr-
llanirsmar ig Slgurðar Eilmundssonar ig iangl gegn PlUðulllaiin
Píngmenn Sósíalístaflokhsíns gera hröfu tíl að stjórnarandstöðunni
verðí leyft að gefa út málgagn
Inngangur
Vegna þess að þingmenn Sósíal-
istaflokksins hafa ekki eins og sak-
ir standa neinn aðgang að blaði,
sem birta vill afstöðu flokksins
til þingmála, en með öllu óvið-
unandi að þjóðstjórnin ein hafi
einkarétt í gegnum blöð sín, að
skýra frá gangi mála eins og henni
hentar bezt, hefi ég ráðist í að gefa
út þingtíðindi þessi og mun gera
mér far um að skýra málin með
þeim hætti, sem ég tel réttastan út
frá sjónarmiöi flokks míns. Jafnvel
þótt tíðindum þessum sé þröngur
stakkur skorinn, ættu þau að geta
orðið að nokkru liði, fyrir sósíalista
að minnsta kosti, til að átta sig
á málunum. —
Verð þingtíðinda þessara er
hærra en dagblaðanna, en mun
lækka jafnskjótt sem ríki, bæjar-
félag og opnberar stofnanir, sýna
blaðinu þá lýðræðisást sína, sem
aðstandendur þessara stofnana
aldrei þreytast á að básúna, með
því að birta í því auglýsingar sínar
eins og í öðrum blöðum.
ísleifur Högnason.
Daginn eftir að hin miklu tíðindi
og illu gerðust, að Þjóðviljinn og
öll blöð, er gerð yrði tilraun til að
gefa út í hans stað og hverskonar
„andbrezkur“ áróður' var bannað-
ur af brezku herstjórninni, jafn-
framt því, sem all'ir starfsmennirn-
ir við ritstjórn Þjóðviljans, þeir
Einar Olgeirsson, alþm., formaður
Sósíalistaflokksins, Sigfús Sigur-
hjartarson varaformaður Sósíal-
staflokksins og Sigurður Guð-
mundsson blaðamaður, voru hand-
teknir og fluttir til Bretlands, kom
Alþingi saman á lokaðan fund og
að honum loknum var samþykkt í
einu hljóði eftirfarandi mótmæla-
ályktun:
„Um leið og það er vitað, að rík-
isstjómin mótmæli við brezk
stjórnarvöld hinni nýju handtöku
og brottflutningi íslenzkra þegna
og banni á útkomu íslenzks dag-
blaðs, ályktar Alþingi að leggja fyr-
ir ríkisstjómina og bera fram sér-
staklega eindregin mótmæli Alþing-
is gegn handtöku og brottflutningi
íslenzks alþingismanns, og vitna í
því efni til verndar þeirrar, er al-
þingismenn njóta samkvæmt
st j órnar skr ánni“.
i Öll dagblöð bæjarins, að Alþýðu-
blaðinu undanteknu hafa tekið ein-
dregið undir þessi mótmæli Alþing-
is. Alþýðublaðið hefur að vísu ekki
gengið beinlínis á móti ályktun Al-
þingis, en tekur að öðru leyti mál-
stað brezku herstjórnarinnar í einu
og öllu, og þykir það eitt að, að ís-
lenzk stjórnarvöld skuli ekki fyrir
löngu vera búin að framkvæma þá
ráðstöfun, sem brezka herstjórnin
hefur nú gripið til. Enda hefur Al-
þýðublaðið krafizt þess um langa
hríð að Þjóðviljinn og starfsemi
Sósíalistaflokksins væri bönnuð, og
hefur brezka herstjórnin því fram-
kvæmt eina af aðalkröfum blaðs-
ins, með þessum aðgerðum.
Skrifum Tímans um þetta mál,
svipar að ýmsu leyti til skrifa Al-
þýðublaðsins.
Öll önnur blöð hafa harðlega for-
dæmt Alþýðublaðið fyrir þessa af-
stöðu, sem þau telja þjóðarsmán.
Jóhannes skáld úr Kötlum hefur
nú tekið sæti Einars Olgeirssonar
á Alþingi.
Út af banninu gegn útkomu
Þjóðviljans hafa þingmenn Sósíal-
istaflokksins sent ríkisstjóminni
eftirfarandi bréf:
Reykjavík, 3. maí 1941.
Alþingi hefur með samþykkt
þingsályktunar þann 28. f. m. falið
ríkisstjórninni að mótmæla hand-
töku og brottflutningi þriggja ís-
lenzkra ríkisborgara og ennfremur
banni við útgáfu íslenzks dagblaðs,
og er þar átt við aðalmálgagn
flokks okkar ,,Þjóðviljann“.
LANDSbÓKASABl
Jfú 150113
..IGLANDS j