Röst - 04.11.1940, Side 2

Röst - 04.11.1940, Side 2
2 RÖ ST Hreínt höfuð og hreínar hendur Við skólaskoðun á hverju hausti ítreka ég við börnin, að gæta þess vel að koma ætíð í skólann með hreint höfuð og hreinar hendur. Mörg yngri börnin eru svo ung, að þau skilja tæpast, við hvað hér er átt. Ég tel samt lík- legt, að mörg þeirra spyrji for- eldrana, og þó einkanlega móð- urina, við hvað læknirinn muni eiga. Eins og það er æskilegt að brúa bilið milli foreldra og kennara, þá er það og engu síð- ur æskilegt, að brúa það mili læknanna og foreldranna. Mis- skilningurinn verður tíðast af því, að skýringu vantar, svo réttur skilningur öðlist á því, sem um er rætt. Svo að mæðr- unum verði auðveldara að svara spurningum barnanna um of- angreind atriði, ætla ég að gefa hér á skýringu til skilnings- auka. Með hreinu höfði á ég við, að það sé þrifað, þ. e. andlit þvegið, hárið klippt, kembt og hársvörður þveginn og hreinn. Áður fyrr meir var talað um, að þessi og þessi maður hefði „ó- hreint höfuð“. Þá var venjuleg- ast átt við óþrif þau, sem geitur nefnast, en nú er þeim útrýmt úr landinu á síðustu árum, eða því sem næst. Því miður eru ennþá önnur óþrif eftir, fastari í sessi, en þeim verður og að útrýma með öllu, og er hér átt við lúsina. Þessi óþrif eru algeng víða um landið, og ber það því miður vott um lágt menningar- stig þjóðarinnar, að hafa ekki stigið fullnaðarspor í áttina til gjöreyðingar á þessum óþverra. Miklar framfarir, já stór- kostlega miklar, hafa orðið í Barnaskóla Vestmannaeyja til útrýmingar þessum óþrifum, síðan ég hóf þar skólaskoðun haustið 1925. Þá var fjöldi barnanna með óhreint höfuð, en nú eru aðeins nokkur böm af nokkrum heimilum. Betur má þó, ef duga skal. Gjöreyðing ó- þrifanna er markið og hvers vegna ekki að stíga fullnaðar- sporið, þegar þess er kostur? Hér ráða mæðurnar mestu um til úrbótar, og hafi þær vilja og áhuga fyrir útrýmingunni, þá skortir ekki leiðbeiningar hjá skólahjúkrunarkonu og lækn- unum. Eigi er annað samboðið menningarbæ, eins og Vest- mannaeyjum, en að renna skeiðið á enda, og útrýma með öllu þessum óþrifum, sem hér um ræðir, úr hári og fötum barnanna og þeirra fullorðnu. Ég treysti því að höfuð þeirra fáu barna, sem var óhreint í haust, verði þrifað og verði svo hreint í vetur og jafnan eftir- leiðis. Þurfa mæður að gefa gaum að aðkomufólki, sem því miður flytur óþrif á stundum á þrifaheimili — barnaheimili. Er bágt til þess að vita, að á- standið skuli vera svona sum- staðar hjá fullorðnu fólki, en hér gefur raun vitni. Hér tjáir ekki annað en algjört eyðingar- stríð á óþrifunum hjá börnum og fullorðnum. Þjóðinni er van- sæmd að óþrifum í höfði nokk- urs íslendings. Kem ég nú að síðara atrið- inu, þ. e. nauðsyn þess, að börn- in hafi jafnan hreinar hendur, þegar þau koma í skólann. Hver sá, sem hefir óhreinar hendur og óhreinindi undir nöglum og vanrækir því hand- þvott, er sóði, og er að því álits- hnekkir fyrir hann í augum samferðamanna. Þrifamönnum er eiginlegt að forðast þessa menn, því þeir forðast óþrifin. Margskyns sýkingarhætta staf- ar af sóðum, sem þrifamönnum fylgja ekki. Ef að er gáð, eru handlaugar einhverjar þær ör- uggustu sjúkdómavarnir, sem um hönd eru hafðar. Þær veita vörn gegn margskyns smitun við snertingu. Handlaugar eru ör- uggasta og bezta vopn lækn- anna til varnar gegn sóttum, og jafnframt aðalvopn þeirra til að verja sjúklingana gegn sýking af höndum þeirra. Menn halda, að sótthreinsunarlögur, sem læknar hafa, sé öruggasta meðalið til hreinlætis, en svo er ekki. Sápan er aðalatriðið; því er sótthreinsunarlögur oft sápu blandinn. Handlaugar úr heitu sápuvatni hreinsa allskyns óhreinindi af höndum. Hér er aðeins unnt að stikla á helztu atriðunum í þrifum handa, en efnið er svo yfir- gripsmikið og mikilvægt, að rita mætti hér um langt mál. Hreinar hendur valda hreinni samvizku. Þær auka gildi hvers manns í augum þrifinna sam- ferðamanna. Engu síður má þekkja manninn af höndum hans en máli. Svo grómtekið er ekkert verk, að eigi sé unnt að hreinsa hendur og hafa þær hreinar að því loknu, svo fremi r Ahugamál Skólastjóri og allir þeir, sem hafa stuðlað að því, að for? eldrafundir hafa verið haldnir, eiga þakkir skilið. Einnig þeir, sem stuðlað hafa að útkomu þessa blaðs. Það kom í ljós á síðasta fundi, að málefni þau, er til umræðu komu, voru svo margþætt, að ómögulegt var að gera þeim full skil á svo stutt- um tíma. Auk þess eru foreldr- ar almennt óvanir að tala opin- berlega, eða þeim finnst þeir ekki hafa menntun á borð við kennara, til þess að útskýra málefnin, sem þeir vildu ræða um. En það er einmitt þar, sem blað kennara getur verið okkur til stuðnings. Ég drap þá sjálf á mál, sem enginn tími varð til að ræða um til hlítar. Einkum fannst mér skorta á það frá minni eigin hlið, þar eð ég af skiljanlegum ástæðum verð að leggja hart að mér til að rökræða á máli, sem ekki er mitt eigið mál. Lauk því fundi þannig, að mér fannst ég verða fyrir ranglæti í mínum málstað og ætla ég einmitt hér að nota tækifærið til að skýra það mál nánar. Á þessum fundum hefir handavinna stúlkna verið mitt aðaláhugamál. Á síðasta fundi lauk ég máli mínu með því að segja, að skóla- stjóri hefði bent á orð ungfrú Laufeyjar um það, að sumar konur kenndu stúlkum sínum undirstöðu í handavinnu heima og væri það vel þegið. Ég sagði, að heimilin sum gætu líka kennt börnum sínum undirstöðu í lestri, skrift og reikningi, en vegna þess að við hefðum skól- ana, væru það skólarnir, sem kenndu og við, sem aðeins þyrft- um að hjálpa. En einmitt hvað handavinnu stúlkna snerti, þyrfti skólinn að hjálpa okkur meira en hann hefði gert. að handlaugum sé hægt við að koma. Beztu meðmæli kvenna og karla í atvinnuleit, á hvaða sviði sem er, í augum allra þeirra, sem þrifnaði unna, eru hreinar hendur. Kennarar og mæður! Ámálgið við börnin að halda höndunum hreinum. Með því stuðlið þér að heill og heilsu þeirra og allra samferðamanna. Vestmannaeyjar, 26/10. 1940 Ól. Ó. Lárusson. Einmitt í þessari athugasemd fannst skólastjóra það koma fram, að vegna þess að skól- arnir væru, þyrfti ekki að hjálpa börnunum heima. Mér fannst ég ekki eiga þetta skilið, þar sem það er einmitt ég, sem af veikum mætti er að reyna að hjálpa konum og stúlkum þar, sem kennslu þeirra er ábóta- vant. Konur hafa Uka beðið mig fyrir tíu ára gamlar dætur sínar og staðfestir það orð mín um það, að konur myndu vilja borga með yngri stúlkum sín- um, ef með því móti væri hægt að fá almenna kennslu í skól- anum fyrir þær, því að sjálf- sagt yrði þannig hópkennsla ódýrari en sú kennsla, sem ég hefi getað veitt i heimahúsum. Ég lýsti því yfir, að ég væri ekki sammála skólastjóra um, að það þyrfti að bitna á bóklegu námi barna, þótt handavinnu- kennsla stúlkna yrði færð nið- ur. Fannst mér heldur ekki, að ég gæti rakið það mál til hlítar. Ég drap aðeins á, að ein leið til þess að gera kennsluna ódýrari væri sú, að tvær kennslukonur kenndu þremur (hálfum) bekkj- um. En áður en önnurhvor þessi leið yrði farin, það er annað- hvort að konur keyptu kennslu- konuna beint, eða að það þyrfti að bitna á öðru námi, er ég viss um, að skólastjóri mundi gera sitt bezta til að fá fjár- veitingu annarstaðar frá, t. d. ef bærinn ekki vill, þá einhver kvenfélög, því að hann er marg- sinnis búinn að lýsa því yfir, að hann aðeins vilji hið bezta og ætli því að athuga þær upp- ástungur, sem fram kunna að koma. Ég hefi áður bent á, að hér við skólana byrji leikfimi og söngur um leið og börnin byrja skólagöngu. Börnum þykir gaman að þessum tímum; það er eins og þeir kryddi annað nám. En hver getur fullyrt, að þessar greinar komi að meira gagni í lífinu heldur en handa- vinna barna, sem byrja þremur árum seinna? Það er einmitt vegna yfir- standandi tíma, sem mér finnst, að það þurfi að útvega börnum verkefni til að hafa með hönd- um. Verkefni,sem um leið þrosk- ar þau og bindur þau við heim- ilin og skólana en tekur þau af götunni. Ungfrú Laufey gat þess, að það væri vel þegið, að konur

x

Röst

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Röst
https://timarit.is/publication/1805

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.