Röst - 04.11.1940, Blaðsíða 3

Röst - 04.11.1940, Blaðsíða 3
R Ö S T 3 Bsiðið í skolannm Það hefir lengi verið talin tilfinnan- leg vöntun á heitu og köldu baði hér við skólann, sem nota mætti í sam- bandi við leikfimi, bæði til hreinlætis og aukinnar heilbrigði. Skólanefnd hefir undanfarin ár lagt til, að fé væri áætlað til þess að koma því á fót, og bæjarstjórn samþykkt dá- litla uphæð í því skyni. En allir, sem um málið hafa fjallað, hafa vitað það, að grundvöllur þeirra framkvæmda er meira vatn en brunnar skólans nú geyma, sem bæta mætti úr að nokkru með því að byggja nýjan, stóran brunn, til þess að treysta mætti á, að vatnsmagn væri nægilegt, þótt baðið væri notað allverulega eftir þörf- um. Á þessari aðalframkvæmd hefir staðið fjárhagsins vegna. Og með því, að ég bjóst við, að enn kynni að standa nokkuð lengi á brunninum, þá kom ég því til vegar, að fjárhæð sú, sem ætluð var til baðs í skólanum á þessu ári var notuð í sumar til þess að koma heitu vatni í samband við baðtæki í klefa þeim, er til þess var ætlaður. Síðan höfum við svo veitt meiri hluta bamanna ágætt ræstubað, einu sinni í viku, í sambandi við fimleika og imdir stjóm fimleikakennarans, Frið- riks Jessonar. Hefir því verið vel tekið, og er bömunum til ómetanlegs gagns og ánægju. En vegna misskilnings, sem ég hefi orðið var við hjá ýmsum þeim, sem nota fimleikasalinn af hálfu íþrótta- félaganna og annarra utan bamaskól- ans, vil ég skýra málið sem greinileg- ast. Með því að ekki er enn byggður við- bótarbrunnur, þá er vatnsmagnið mjög takmarkað, svo takmarkað, að varla er hugsanlegt, að hægt verði að starf- rækja baðið að þessu leyti fyrir bömin, hvað þá í stærri stíl, ef nokkur veru- legur kuldakafli eða þurrkatíð kæmi, sem ætíð verður að gera ráð fyrir. Og á meðan vatnsmagnið er svo takmark- að, þá vænti ég, að allir láti sér skilj- ast, að útilokað er að færa notkun baðsins út fyrir barnaskólann, þar sem ég geri ekki einu sinni ráð fyrir, að unnt verði að halda uppteknum hætti kenndu stúlkum sínum „munst- ur“ heima og létu þær koma með þau í skólann. Ég ætla hér meS að bjóða henni að skoða það litla safn, sem ég hefi afl- að mér. Gæti það kannske leitt til þess, að samvinna hæfist á milli min og hennar, því að sjálfsagt höfum við hvor í sínu lagi hjálpargögn við kennsluna, sem hin ekki hefir, því að ekk- ert væri mér kærara en að handavinnukennsla barna og handavinnukennsla fullorðinna, sem ég aðallega hefi haft með höndum, væru sem nánast tengdar hvor annarri. Valgerður Bjamason með bað bamanna allan veturinn. Því þrátt fyrir nauðsyn baðsins, þá er þó önnur nauðsyn vatnsins enn þá brýnni, þar sem verið er með um 500 böm dag- lega, svo sem til drykkjar, í salemin, til ræstingar skólans o. s. frv. Ég hefi átt tal um þetta við hr. Þorst. Einarsson kennara og formann íþróttaráðsins hér, og lagði ég fram þá spurningu við hann, hvort íþrótta- félögin myndu ekki vilja leggja fram orku sína til þess að koma upp stórum brunni, sem gera myndi það mikla gagn, að nota mætti baðið í stærri stíl, t. d. í sambandi við fimleika í- þróttafélaganna. Leit Þ. E. á þetta, eins og önnur framfaramál, með fullum skilningi og góðum vilja, enda hafði hann haft hið sama í hyggju, og mun hann nú vera að vinna málinu gengi með íþróttafélögunum. Til frekari skýringar skal þetta tekið fram: Þegar miklar rigningar ganga, eink- um þegar það á sér stað á þeim árs- tíma, sem minnst starfsemi fer fram í skólanuin, eins og t. d. átti sér stað í sumar, þá fer óhemju vatn forgörðum, sem safna mættí í nýjan brunn, þótt magn þess sé ekki rannsakað að fullu. En hinu má þó aldrei gleyma, aS þrátt fyrir alla væntanlega brunna, verður vatnið, sem af skólahúsinu fæst, þó svo miklum takmörkum háð, að gera verð- ur ráð fyrir sparsemi í meðferð þess og algerri stöðvun á öllum böðum undir mörgum kringumstæðum. En notaðir skyldu allir möguleikar, og bætt úr því sem bætt verður. H. G. Bíóin og börnin Hér í bænum heyrast oft allháværar raddir um það, að börnum sé leyft að horfa á ljótar og spillandi kvikmyndir, og er bamaverndamefnd einatt borin þeim sökum, að hún vanræki það eftir- lit, sem hún eigi að hafa með þessu. Barnavemdarnefnd hefir borið af sér þessar sakir, með því að benda á, að hennar eftirlit sé ekki fólgið í öðra en að fylgjast með því, að kvikmynda- húsin fari eftir fyrirmælum ríkiseftir- litsins, sem framkvæmt er í Reykjavík. En auðvitað er það engin lausn á málinu, þó að hægt sé að koma sér undan ábyrgðinni, og ásaka aðra um mistök eða vanrækslu. Og ég álít að eftir þeim reglum, sem nú gilda um eftirlit með kvikmyndum, sé engum manni fært að framkvæma það svo vel sé. Ég legg þess vegna til, að þessum reglum verði snúið við, þannig að í stað þess, að nú em flestar myndir leyfðar, en aðeins fáar bannaðar, þá verði börnum (sem ekki eru í fylgd með fullorðnum) bannaður aðgangur að öllum kvikmyndasýningum, en að undanþága frá því banni yrði veitt, þegar um væri að ræða myndir, sem að góðra manna yfirsýn teldust böm- um hollar. Ég geri ráð fyrir, að þó að margar myndir séu þannig að ekki verði bein- línis um þær sagt, að þær séu siðspill- andi, þá séu þær svo lítils virði, að þessi ráðstöfun geti engu tjóni valdið. Steingrimur Benediktsson. Líðandi stund Almennir foreldrafundir voru haldnir hér í bamaskólanum 27. sept. og 18. okt. sl. Rædd voru þar ýmis vandamál, sem nauðsyn ber til um nánari samvinnu milli heimila og skóla en hingað til hefir átt sér stað. Allmikil aðsókn var og þó eigi sem skyldi. Svipaður fundur var haldinn að Breiðabliki, sunnudaginn 6. október, með aðstandendum gagnfræðanema. Skólastjórar og kennarar viðkomandi skóla beittu sér fyrir fundum þessum. Óskandi er, að þessi frumspor til auk- ins skilnings milli heimila og skóla séu fyrstu vísar farsællar samvinnu þeirra, sem láta sig uppeldismál varða. Aðsókn að framhaldsskólum er með mesta móti nú í vetur, auk þess, sem allmargt ungmenna héðan úr bæ hefir farið til framhaldsnáms annars staðar á landinu. Bókasafnið Utlánstími í vetur: Þriðjudaga kl. 8,30-10 e. h. Fimmtudaga — 8,30-10 e. h. Laugardaga— 5-7 e. h. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIB Yinnuhanskar sterkir og ódýrir % Gefjnn M.unið að panta jölafötin Hangikjöt, frosið kjöt, saltkjöt, miðdagspylsnr. ÍSHIJSIÐ tímanlega. Klæðsker av erkstæði önnu Gunnlaugsson LINOLEUM nýkomið Vöruhúsið Skriftarnámskeið fyrir fólk á öllum aldri, heldur undir- ritaður hér í bænum innan skamms. Nánari upplýsingar gefur Fríðbjörn Benonysson Hásteinsveg 4, sími 53. Athygli foreldra skal vakín á 10 ára áætl- un sr. Halldórs Jónssonar á Reynivöllum. Húgmyndin er i pví fólgin, að leggja fé í sparisjóðsbók, en innistæðu bókarinnar má ekki hreyfa fyr en eftir 10 ár. Mjög heppileg sparnaðaraðferð fyrir börn og unglinga. ÚTVEGSBANKI ISLANDS H. F. Hitaflöiskur aðeins kr. 4,25 stk. ]ST eytendaféla^ið \

x

Röst

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Röst
https://timarit.is/publication/1805

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.