Heimdallur - 01.08.1940, Side 1
Útgefandi: Heimdallur, Félag
ungra Sjálfstæðismanna
I. tbl. — Reykjavík ágúst 1940
Ávarp.
Fyrir 10 árum hóf fyrsta blað ungra Sjálfstæðis-
manna, „Heimdallur“, göngu sína. Það var heitið eftir
samnefndu félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík,
en þeir voru útgefendur blaðsins. Blaðinu Heimdalli var
í upphafi ætlað sérstætt verkefni. Það átti að vera baráttu-
vopn æskunnar í Reykjavík við kosningar til bæjarstjórn-
ar, sem þá voru að fara í hönd, en unga kynslóðin hafði
í'engið fulltrúa úr sínum hópi inn á framboðslista Sjálf-
stæðismanna, og hún vildi fylkja sér um kosningu hans
með öllum ráðum. Eftir kosningarnar hélt „Heimdallur“
áfram að koma út í nokkur ár, og gat sér góðan orðstír
sem eitt djarfasta stjórnmálablað í landinu.
Nú hefur „Heimdallur“ göngu sína á ný. Blaðið er
enn heitið eftir útgefanda þess, félagi ungra Sjálfstæðis-
manna í Reykjavík.
Og þessu blaði er ætlað sérstætt verkefni. Öllum er
Ijóst, að þjóðlífi Iselndinga stafar hætta af því ástandi,
sem nú ríkir í landinu. Lif lítillar þjóðar er viðkvæmt
fyrir snertingu framandi afla, sem eru komin í nábýli
við það.
Blaðinu Heimdalli er nú ætlað að vera vettvangur æsk-
unnar til varnar i þessum efnum. Því er ætlað að glæða
og efla tilfinningu, trú og traust á framtíð íslenzks þjóð-
lífs. Það er trú Heimdellinga, að aldrei hafi verið þess
meiri þörf en nú, að æska landsins legði ötula rækt við
gæzlu þess þjóðlega arfs, sem henni hefir fallið i skaut.
Blaðið mun koma út öðru hvoru, eftir þvi sem þörf
krefur. Það væntir þess, að almenningur taki þvi vel.
Það treystir því, að ungir Sjálfstæðismenn taki þvi fagn-
andi.
I stjórn Heimdallar,
Guðm. Guðmundsson,
gjaldkeri.
Einar Ingimundarson. ívar Guðmundsson.
Jóhann Hafstein,
form.
Lúðvík Hjálmtýsson. Eggert Jónsson.
Jón G. Halldórsson,
ritari.
Bjarni Björnsson.
Óttarr Möller.
Gróandi þjóðlíf.
Rétturinn
til lands og lífs:
„Landið er fagurt og frítt, og
fannhvítir jöklanna tindar.“ En
hverjir eiga þetta land? Fyrir
meira en þúsund árum var það
numið af mönnurn, sem freist-
uðu þess að leita út yfir Islands-
ála á litlum opnum skipum með
fjölskyldulið og búslóð í
stormafylgd úthafsins, fremur
en þola ofríki og kúgun í því
landi, er þeir höfðu byggt.
ísland var landnemanum
fyriheit frelsis!
Landnemarnir íslenzku slógu
eign sinni á landið — helguðu
sér það milli fjalls og fjöru. Og
menning síðari tíma hefir hik-
laust viðurkennt rétt þeirra til
þess. Réttarvitund þjóðanna
hefir löngu hafið þær rún-
ir upp úr rökkri efasemdanna,
að fólk, sem byggir kröfur sín-
ar til lands á óvéfengjanlegri
töku (occupatio), á rétt til lands-
ins. Og nú byggja niðjar land-
nemanna þetta sama land.
Vér höfum hlotið „— Island
í arf, og útsæ í vöggugjöf“!
En höfum vér þá rétt til þess
að lifa í þessu landi — sjálf-
stæðu þjóðlífi, óáreittir af öðr-
um ?
„Þú skalt ekki mann deyða!“
Þetta eru gömul orð, en þó hafa,
síðan þau voru töluð, kynslóðir
hnígið í valinn fyrir sverði drep-
andans.
Samt er það svo, að ekkert
ríki, sem á nokkuð skylt við
menningu, mannúð og mennt-
un, er til í dag, sem ekki viður-
kennir þetta boðorð sem rétt,
em ekki verndar líf einstaklinga
sinna í skjóli réttarvitundar
þjóðarinnar, og leggur þyngstu
refsingu við, ef fjöregg einstak-
linganna er skert eða skemmt.
Ef ekki Dauðinn tekur lífið á
eðlilegan hátt, er það réttleysið,
sem rænir því.
Þessar staðrevndir ná út yfir
líf einstaklinganna, og gilda
jafnt um líf hinna einstöku
þjóða. Eins og þú og ég eigum
rétt á okkar lífi, eins á íslenzlc
þjóð rétt til lífs.
Undir væng friðargyðjunnar
er réttur ríkjanna, hinna ein-
stöku þjóða, til lands og lífs,
blómlegur kvistur, sem dafnar
í ljósi réttlætis og mannúðar.
En þegar skuggi styrjaldar
breiðist yfir láð og lög, getur
þessi kvistur þá þolað hið hel-
þrungna myrkur ?
Áhrif styrjaldarinnar:
Reynslan hefir þegar sýnt,
það sem af er yfirstandandi
styrj öld, að réttur smáþjóðanna
til lands og lifs hefir ekki getað
staðið af sér hið mikla hregg-
veður hildarleiks stórveldanna.
Oss Islendinga mátti gruna
það strax, þegar styrjöldin
hófst, fyrir um það bil ári síð-
an, að hún gæti falið í skauti
sér margvíslegan voða fyrir þá
máttarlitlu, þá máttarminnstu.
Aðeins boðarnir af hinum
miklu átökum gátu verið hættu-
legir hinni litlu þjóð.
En þess mun hafa verið
vænzt, jafnt af íslendingum
sem öðrum smáþjóðum, að
þessir hoðar brytu þó aldrei inn
yfir landamærin. En vonir
margra, einstaklinga og þjóða,
hafa vænghrotnað á þessu síð-
asta ári. Grænir akrar og sáin
tún hlutlausra, friðelskandi
þjóða, liafa á augabragði
*