Heimdallur - 01.08.1940, Side 3
HEIMDALLUR
Um afstöðu almennings
til erlends setuliðs.
Með hertökunni 10. maí s.l.
skapaðist liér á landi, en þó
alveg sérstaklega hér i Reykja-
vík, ástand, sem óþekkt var liér
áður.
Rrezkt setulið, skipað þúfe-
undum manna, sezt hér að, til
dvalar jafnlengi og styrjöld sú,
sem nú geisar, stendur yfir.
Nokkur hluti ísl. æskumanna
og ungra stúlkna hér í bænum
hafa, að því er virðist, tekið
þessu setuliði eins og sjálf-
sögðu fyrirbrigði í bæjarlífinu,
án þess að athuga hvaða af-
leiðingar óhugsuð framkoma
getur haft í för með sér. Til
þess að forvitnast um það,
hvernig æskulýður Noregs hef-
ir tekið setuliði því, sem lier-
tók þeirra land, þá hefir tíð-
indamaður blaðsins átt tal við
mann, sem nýlega er kominn
til landsins, eftir að liafa dval-
ið um stund í Noregi.
*
Þegar erlent herveldi flytur
hluta hers síns til aðseturs í
varnarlausum eða varnarlitl-
um löndum, liggur nærri að
ætla, að borgarar þess lands,
og þá ekki sízt kvenþjóðin,
sýni hinum erlendu hermönn-
um ótvírætt, en með fullri ró-
semi og stillingu, að þeir séu
komnir til landsins sem óboðn-
ir gestir. Eg held að á þetta
skorti mikið a. m. k. liér í
Reykjavík, þar sem ungar
stúlkur virðast leggja sig í
framkróka, til þess að „krækja
sér í dáta“. Viðhorfið í Noregi
á þessu sviði sýnir, að einmitt
meðal norskra kvenna eru
ennþá til í ríkum mæli þeir
eiginleikar, sem forfeður vorir
mátu mest hjá konum síns
tima, það er skapfesta, tryggð
og stolt. T.d.segir heimildarmað-
ur blaðs þessa, að á góðveð-
urskvöldum í Kristiansand hafi
verið fjöldi kvenna á gangi i
aðalgötu bæjarins, en ekki ein
einasta í fylgd með þýzkum
hermanni. Stúlkurnar horfðu
á aðkomumcnnina með hnar-
reist liöfuð og stigu ef til vill
dálítið fastar til jarðar,' ef þær
helgan skerf til þess að fram-
tíðin feli í skauti sér
-----„gróandi þjóðlíf með
þverrandi tár,
sem þroskast á guðsríkis
braut.“
Jóhann Hafstein.
fundu að á þær var horfl af
hermönnunum. Þá segir heim-
ildarmaður blaðsins, að á
nokkrum stöðum liafi fram-
koma norskra stúlkna verið
miður góð fyrst eftir innrásina,
en þar sem slíkt átti sér stað,
eru þess dæmi, að bræður
hinna óheppnu stúlkna tóku
þær og klipputu hár þeirra,
ýmist til hálfs eða að öllu leyti.
Þá eru og dæmi þess, að feð-
ur hafa tekið dætur sínar og
blátt áfram hýtt þær.
Þessar aðgerðir eru að vísu
ekki í samræmi við skapferli
okkar íslendinga, og væri bezt
að þeim þyrfti aldrei að beita.
Hins vegar sýna þessi dæmi, að
norska þjóðin skilur hver
hætta er á ferðum fyrir litla
þjóð, að hafa meira samband
við erlent setulið en almenn
kurteisi og nauðsyn krefur á
hvejum tíma.
*
Hér að framan hefir aðeins
verið drepið á þá hlið þessa
máls, sem snýr að kvenþjóð-
inni sérstaklega, en hún á
mörgum tilfellum ekki alla
sökina á því, hvaða ástand
virðist vera að skapast hér í
hænum, i umgengninni við
brezka setuliðið.
í stórborgum erlendis er til
stétt manna, sem kallast „Al-
fonsar“, og eru þeir einskonar
umboðsmenn lauslætisins, en
geta engu að síður orðið al-
saklausum stúlkum að fóta-
kefli. Þessi stétt liefir fram að
þessu verið óþekkt fyrirbrigði
hér á landi, en það er ekki
grunlaust um, að hér sé nú
orðið vart við menn, sem sinna
elcki ósvipuðu lilutverki og
fyrrnefnd manntegund. Hvað-
an orsakast t. d. áberandi ölv-
un meðal brezkra hermanna,
þegar það er vitað, að hrezka
herstjórnin hefir lagt svo fyrir,
að hermönnum skuli ekki selt
áfengi úr víneinkasölunni? —
Nærgöngulli spurninga mætti
einnig spyrja, þó ekki sé á
þessu stigi málsins, frekar að
því vikið. Það er augljóst mál,
að meinsemdirnar geta víða
falizt, en sterkasta vopnið gegn
þeim er það, að æskan finni
köllun hjá sér til að standa á
verði gegn þeim og uppræta
þær þar, sem þær hafa náð
að festa rætur.
L. H.
Bióin eru nýlega byrjuð að
hafa tvær sýningar á kvöldi
vegna hinnar auknu aðsóknar,
sem er samfara hermönnunum.
Þessi ráðstöfun var bæði nauð-
svnleg og sjálfsögð, en æskileg-
ast hefði verið, að bíóin hefði
jafnframt þessum breytingum
séð sér fært, að ætla hermönn-
unum sérstakan sýningartíma.
Má í þessu sambandi geta þess,
að á Akureyri hafa hermennirn-
ir bíóið tvö kvöld í viku og væri
full ástæða til að hér yrði nú
þegar gerðar hliðstæðar breyt-
ingar, t. d. að hermennirnir
hefðu sýningartímann kl. 7—9,
einliverja vissa daga í bíóunum
til skiftis eða annað slíkt.
Eitt er a. m. k. víst: Allar slík-
ar ráðstafanir yrðu afar vinsæl-
ar meðal þeirra mörgu bæjar-
búa, er sækja kvikmyndasýn-
ingar, og þvi fvr því betra!
•
Ef litið er á liina brezku her-
menn hér sem lieild, má segja
að framkoma þeirra sé yfirleitt
góð og þegar miðað er við hinn
mikla fjölda má jafnvel segja
með sanni, að hún sé mjög góð.
En það er nú jafnan svo, að
„það er misjafn sauður í mörgu
fé“, og engum getur dulizt, að
þegar ölvaðir íslendingar eru
hiklaust teknir af lögreglunni og
„settir inn“, þá er það fullkom-
ið alvörumál, að sumum her-
mönnum — vopnum búnum —
skuli haldast uppi ölvun á al-
manna færi. Má það teljast al-
veg sérstök mildi, að ekki skuli
þegar hafa hlotizt stórslys af
slíku framferði. — Almenning-
ur hlýtur að krefjast þess með
réttu, að liert verði á eftirlitinu
með hermönnunum. Það nær
ekki nokkurri átt, nú þegar
skuggi skammdegisins grúfir
yfir, að hið stranga og sjúlfsagða
eftirlit, sem haft er með ölvuð-
um íslendingum, skuli ekki ná i
jafnrikum mæli til hermann-
anna, ekki sizt þegar þess er
gætt, að hermennirnir eru vopn-
aðir og íslenzku lögreglunni
ber skylda til samkvæmt fyrir-
mælum að láta þá afskiftalausa.
Kröfur bæjarhúa um strangara
eftirlit verður að taka til greina,
ef komast á hjá fyrirsjáanlegum
voða!
Það verður þó að teljast sér-
stalclega saknæmt hneyksli í
þessu sambandi, að það skulí
vera Islendingar — piltar og
stúlkur —, sem kaupa handa
hermönnunum áfengi og er
vissulega full ástæða til þess að
þeir, sem uppvísir verði að
siíku, séu látnir sæta harðri
refsingu.
•
Halló! Er það Stína? Það er
Jóna. „How do you have it?“
„Oh, yes I am.“
Fanst þér ekki gaman í gær?
Þeir voru alveg draumur. Fred
sagði við mig um leið og liann
bauð mér „cigai’ettu“: „Du er
smuk.“ Hann hefir náttúrlega
verið í Narvik. Eg sagði við
hann: „Det er du osse, Fred,“ en
hann skildi mig víst ekki.
Jim var líka agalega sætur við
mig. Hann spurði mig: „Do you
love me“ og þá sagði eg „yes“,
svo spurði hann mig: „Do you
undersland me.“ Þá sagði eg