Súgandi - 01.01.2015, Blaðsíða 6

Súgandi - 01.01.2015, Blaðsíða 6
SÚGANDI 2015 6 fundið fyrir nærveru hans, sumir finna kalt vatn renna milli skins og hörunds á meðan öðrum finnst þetta bara notalegt. Greyið hesturinn sem fékk þennan slæma dauðdaga fær að lifa með okkur í húsinu og upplifa ýmislegt sem aðrir hestar gera ALDREI. Það skiptir miklu máli að gefa honum að éta. Það gerðist eitt sinn þegar við settum upp Galdrakarlinn í OZ að við gleymdum að gefa hestinum í nokkrar vikur, vorum að æfa í íþróttahúsinu og hann bara gleymdist. Við fórum að átta okkur á því þegar fleiri og fleiri úr leikarahópnum voru að lenda í óhöppum af ýmsu tagi á þessu tímabili. Mig minnir að um 18 manns af 30 manna hópi voru ýmist með sýkingu á hné eða munni, brákaða ökla og bara endalaus meiðsli. Við gleymdum hestinum! Við fluttum steininn sem við settum matinn hans alltaf á inn í íþróttahús og viti menn og konur! Allt fór að ganga slysalaust fyrir. Þetta var farið að likjast ónefndu Shakespeare verki sem ég nefni ekki upphátt. Mér hefur alltaf fundist aðdáunarvert að fylgjast með æfingum áhugamannahóps. Fólkið vinnur fullan vinnudag og mætir síðan á æfingar á kvöldin til í slaginn. Fólk frá hinum og þessum starfsstéttum hittist og fíflast og gleymir sér saman í gleðinni. Svo kemur að frumsýningu, spennan fer að kikka inn og stress í flestum. Afrakstur mikilla æfinga er að fara að skila sér. Fólk flykkist frá fjörðunum í kring til að sjá. Á frumsýningu fæ ég tilfinningu sem er góð. Ég verð að viðurkenna að þegar ég hef komið að sýningum sem framkvæmdastjóri og nú sem formaður fyllist ég stolti. Stolti af verkefninu, þetta gátum við. Stolti af leikurunum sem gáfu allt sitt í verkefnið. Stolt af menningarsjóðnum sem við eigum og verðum að varðveita. Kveðja, stoltur formaður Leikfélagsins Hallvarðs Súganda Kolbrún Elma Schmidt Frumsýningarkvöld. Kolbrún skutlar Hr.Kolbert í búningamátun.

x

Súgandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Súgandi
https://timarit.is/publication/1797

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.