Súgandi - 01.01.2015, Blaðsíða 19

Súgandi - 01.01.2015, Blaðsíða 19
SUMARBLAÐ 19 Hverra manna ertu? Sonur hjónanna Karls Guðmundssonar og Ingibjargar Jónsdóttur frá Bæ. Fjölskylduhagir? Ég er giftur Ingibjörgu Önnu Elíasdóttur. Sam- tals eigum við fjóra dætur. Starf? Vélstjóri á Tómas Þorvaldsson GK 10 sem Þorbjörn í Grindavík gerir út. Hvar býrðu? Brekkubraut 22, Akranes. Áhugamál? Ferðalög innanlands og fjölskyldan. Fallegustu staðirnir í Súgandafirði? Verð að segja gamla sveitin mín Bær í Súganda- firði, sem er búið að selja til ungra hjóna, og Spillirinn, sem getur verið mjög fallegur á sum- rin en jafnframt hrikalegur á veturna. Hvenær fórstu síðast á Suðureyri? Ég fór síðast til Suðureyrar í mars í jarðarför hjá elsku ömmu minni. Uppáhaldsstaðurinn? Sveitin mín gamla og Djúpavík sem konan mín er ættuð frá. Uppáhaldsmaturinn? Kjötbollurnar hennar mömmu. Uppáhaldstónlist? Ég er alæta á tónlist. Núna í augnablikinu er það Of Monsters and men. Uppáhalds leikari/leikkona? Siggi Sigurjóns. Viltu deila með okkur einni góðri minningu frá Suðureyri? Þær eru nokkrar: Í minningunni finnst mér öll grunnskólagangan hafa verið góð, sérstak- lega þegar maður fór úr sveitinni í stórborg- ina Suðureyri. Við systkinin fórum oftast á sunnudagkvöldum til ættingja á Suðureyri til að stunda skólann á veturna því það gat oft verið skrautlegt að komast á milli (fyrir Spilli). Á veturna fórum síðan heim á föstudögum. Í minningunni var miklu meiri snjór þá. Það snjóaði meira og góðar stillur voru á milli. Fjörurnar voru ekki mokaðar. Gaui á ýtunni jafnaði bara ofaná og þá var hægt að fara á dráttarvélinni. Þröstur Karlsson

x

Súgandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Súgandi
https://timarit.is/publication/1797

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.