Þróttar-blaðið - 19.09.1942, Side 4

Þróttar-blaðið - 19.09.1942, Side 4
4 ÞRÓTTAR-BLAÐIÐ Verkakaupssamningur Stjórn verkamannafélagsins „Þróttur“ á Siglu- firði, og stjórn Síldrverksmiðja ríkisins, Siglufirði, hafa í dag komið sér saman um svofelldan kaup- taxta fyrir Síldarverksmiðjur ríkisins, sem gildir frá og með 8. september 1942 til 1. janúar 1944. 1. Síldarverksm. ríkisins skuldbinda sig þess til að láta verkamenn, sem eru gildir meðlimir í Þrótti, hafa forgangsrétt til allrar al- gengrar verkamannavinnu, þegar l>ess er krafizt, og fullfærir Þróttarmenn bjóðast til vinnunnar. Þó mega Síldarverksmiðjur ríkisins taka í vinnu yfir reksturstímabilið 20 utanbæjarmenn, og séu það aðallega námsmenn. Þróttur skuldbindur sig til, ef hörgull er á mönnum til vinnu, að láta verksmiðj urnar hafa forgangsrétt á að fá gilda Þróttar- félaga til vinnu, enda skal stjorn félagsins tilkvnnt um það, að verkamenn vanti. Þeir meðlimir Þróttar, sem unnu við verk- smiðjurnar í ár, sitji fyrir vinnu við verksmiðjurnar áfram. 2. Dagvinna telst frá kl. 7 f. h. til kl. 4 e. h. Eftirvinna telst frá kl. 4 e. li. til kl. 7 f. h. Helgidagavinna frá kl. 6 á laugardagskvöld til kl. 6 á sumxudagskvöld. 3. Kaffitími í dagvinnu sé frá kl. 9 til f. h. Sé unnin eftirvinna þá frá kl. 4 til kl. 4,15 e. li. Sé unnin næturvinna, skulu kaffitím- ar vera sem hér segir: Kl. 11,45 til kl. 12 og kl. 31/} til kl. 4. Matartími skal vera frá kl. 12 til kl. 1 eftir hád., og kl. 7 til 8 e. h. Kaffitímar og matartími frá kl. 7 til 8 e. h., sem falla inni í vinnu- tímabil, reiknast sem vinnutímar, og sé unnið í þeim, reiknast tilsvarandi lengri tími, kaffitími kl. 9 f. h. og matartími kl. 12 á hádegi reiknast sem eftirvinna, ef unnið er. I matar- og kaffi- tímum skal því aðeins unnið, að verkamenn séu fúsir til þess. 4. Vinnutími verkamanna telst frá því að þeir koma til vinnu, sam- kvæmt kvaðningu verkstjóra eða atvinnurekenda, og þar til þeir hætta vinnu, að frádregnum matartíma kl. 12 til 1. Þetta gildir ef unnið er í bænum, en sé unnið utanbæjar, er skylt að flytja verkamenn til og frá vinnustað í vinnutíma. Ákvörðun um mætingarstað verkamanna til flutnings á vinnu- stað, og stað, sem verkamönnum sé skilað á að vinnu lokinni, skal tekin í hverju tilfelli í samráði við viðkomandi verkamenn. Ef verkamenn komast ekki af vinnustað að vinnu lokinni sökum vöntunar á farartækjum eða af öðrum ástæðum, sem verkamönn- um er ekki um að kenna, skulu þeir halda fullu kaupi meðan á biðtíma stendur, og þar til þeir hafa verið fluttir á ákvörðunar- stað þeirra í bænum. — Komi verkamaður of seint til vinnu, á hann ekki kröfu til kaups fyrir þann stundarfjórðung, er hann mætir í, né fyrir þann tíma, sem áður er liðinn. Verkamenn skulu skráðir í vinnutíma, og fá þeir kaup fyrir þann stundarfjórðung, sem þeir eru afskráðir í. 5. Lágmarkskaup fyrir fullgilda verkamenn skal vera sem hér segir: Almenn dagvinna .......................... kr. 2,42 á klst. Skipav., dagv. við uppsk. á möl, sandi, timbri o.s.frv. 2,74 - — Vinna við: kol, laust salt, uppskipun og útskipun á sementi og hleðsla þess í vörugeymsluhúsi, enn- fremur losun síldar úr skipum og bátum — 3,29 - — IJtskipun á síldar- og beinamjöli ............. — 3,00 - — Boxa- og katlavinna ............................ — 3,60 - —- Vindumenn ................... — 2,89 - — öll eftirvinna greiðist með 50% viðauka. Helgidagavinna greið- 6. ist með 100% viðauka. Mánaðarkaup í 2 til 4 mánuði (alm. dagv.) . . kr. 481,80 á mán. ---- í allt að 6 mánuðum ............. — 468,60 - ■—- ---- í 6 mánuði eða meira ............ — 429,00 - — ---- þróarmanna ...................... — 531,50 - — ---- kyndara ......................... — 581,50 - — ---- vindumanna — 528,00 - — í byggingarvinnu og öðrum meiriháttar atvinnurekstri greiðist fyrir hvern byrjaðan vinnudag hálf daglaun og full daglaun, sé unnið meira en hálfari daginn. Þó nær þetta ekki til lausavinnu, litskipunar afurða eðá uppskipunar. Sé unnið í mánaðarvinnu við uppskipun og útskipun á kolum, og^ aðra vinnu, sem fellur undir sama taxta, skal það greitt með 10% álagi. Grunntaxti þessi greiðist með fullri dýrtíðaruppbót, samkvæmt útreikningi kauplagsnefndar, mánaðarlega. 7. Verkamenn eiga rétt á að fá sumarleyfi í samræmi við ákvæði um orlof í núgildandi kaupsamningi verkam.fél. Dagsbrún í R.vík. 8. Verkfæri og vinnutæki skulu verkamönnum lögð til, þeim að kostn- aðarlausu. Atvinnurekendur skulU sjá um, að útbúnaður allur og áhöld séu í góðu lagi, eftir því sem unnt er, svo að ekki stafi af slysahætta, eða öryggi verkamanna sé á annan hátt í hættu sett. 9. Hjá verkstjórum og vélstjórum verksmiðjanna skal ávallt vera lyfjakassi með algengum lyfjum og umbúðum, og skulu trúnaðar- menn verkamannafélagsins hafa heimild til að líta eftir að svo sé. I verksmiðjunum og mjölgeymsluhúsunum skal vera komið fyrir loftræstingu þannig, að dælt sé inn hreinu lofti og út óhreinu lofti, eftir því sem hægt er, að dómi vélstjóra verksmiðjanna. Á vinnu- plássum verksmiðjanna og í mjölgeymsluhúsunum skulu vera her- bergi, eftir því sem því verður við komið, þar-sem verkamenn geta haft fataskipti og drukkið kaffi. Hreinsun á klefanum fari fram í vinnutíma. 10. Á meðan síldarvinnsla stendur yfir í verksmiðjunum, skulu allir fastráðnir verkamenn, sem við þær vinna, vinna á vöktum, og ber þeim að skila 45 klst. á viku fyrir mánaðarkaup. Þó er það í vali verksmiðjanna, hvort útimenn eru látnir ganga á vaktir eða ekki. Skylt skal verkamönnum að ganga á víxl á nætur- og dagvaktir. 11. Mánáðarkaup reiknast fyrir hverja 26 virka daga, og brot úr mánuði í 26 pörtum. Síldarverksmiðjur ríkisins hér á staðnum tryggja verkamönnum sínum minnst tveggja mánaða fasta atvinnu. 12. Verkamenn eiga kröfu á að fá kaup sitt greitt vikulega, og gildir það jafnt um tíma- og vikukaup eða mánaðarmenn. Atvinnu- rekandi ákveður livaða virkan dag vikunnar hann velur til út- borgunar á kaupi og l'er útborgunin fram í vinnutíma. 13. Verksmiðjurnar taka að sér að greiða ársgjöld meðlima og auka- meðlima Þróttar, af kræfum vinnulaunum, gegn stimplaðri kvitt- un, undirritaðri af starfsmanni félagsins. Þetta gildir þó aðeins fyrir fastráðna verkamenn hjá verksmiðjunum yfir vinnslutíma- bilið. 14. Slasist verkamaður við vinnu, eða vegna flutninga til og frá vinnu- stað á vegum atvinnurekanda, skal hann halda óskertu kaupi í 6 virka daga. Atvinnurekandi kostar flutning slasaðs manns til heim- ilis hans eða sjúkrahúss, sé það á Siglufirði, ef læknir telur nauð- synlegt. Mánaðarmaður, sem veikist, skal halda óskertu kaupi í 3 daga í mánuði, og skal hann sýna læknisvottorð ef krafizt verður. 15. Þegar verkamaður er kallaður til vinnu í eftir- eða helgidagavinnu, skal hann fá minnst 2 tíma. 16. Helgidagar teljast allir helgidagar þjóðkirkjunnar, svo og sumar- dagurinn fyrsti, 17. júní, 1. desember. Ennfremur 1. maí, og skal þá ekki unnið, nema nauðsyn beri til og stjórn Þróttar leyfi. 17. Með samningi þessum eru úr gildi felldir eldri samningar milli verksmiðjanna og Þróttar. . 18. Stjórn Þrótar .skuldbindur sig til þess að stuðla að því eftir mætti, að samningur þessi sé haldinn í öllum greinum af hálfu félags- ,manna. 19. Samningur þessi gildir til 1. janúar 1944 og áfram, segi hvorugur aðili honum upp. En eftir 1. janúar 1944 geta báðir aðilar sagt honum upp með eins mánaðar fyrirvara. Uppsögn er bundin við mánaðarmót. ' 20. Rísi mál út af samningi þessum, skal það rekið fyrir bæjarþingi Siglufjarðarkaupstaðar. 21. Samningur þessi cr gerður í tveim samhljóða eintökum og held- ur hvor aðili sínu eintaki. Siglufirði, 7. september 1942. Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins: Stjórn verkamannafél. Þróttur: Sveinn Benediktsson Þorsteinn M. Jónsson Erl. Þorsteinsson Gunnar Jóliannsson Sigurður Magnússon Steingrímur Magnússon TILKYNNING Á síöasta félaffsfundi Þróttar var ákveöiö aö halda hluta- veltu til ágóða fyrir félagiö. Á sama fundi var samþykkt meö öllum atkvœöum aö skora á alla félagsmenn aö gefa minnst 4 drœtti hver. Menn eru heönir aö skila dráttum sínum á félagsskrifstofuna nœstu daga. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Siglufjaröarprentsmiðja. Þóroddur Guómnndsson.

x

Þróttar-blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttar-blaðið
https://timarit.is/publication/1813

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.