Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1978, Blaðsíða 86
76
var raunar hafin áður eða um miðjan áratuginn 1960-1970. 1 upphafi
þess tímabils var innlend orka aðeins 22% af heildarorkunotkun þjóðarinnar
og skiptist þannig, að hlutur raforku var tæplega 1C% og jarðvarmans
um 12%, en olíunotkunin 78%. Upp úr miðjum áratugnum tók hlutur jarð-
varma til húshitunar að aukast og undir lok áratugsins hófst jarðgufu-
vinnsla, bæði til raforkuvinnslu og fyrir KÍsiliðjuna £ Námaskarði, og
raforkunotkun kom til í Álverksmiðjunni í Straumsvík, þannig að hlutur
innlendrar orku var orðinn 35% af heildarorkunotkuninni árið 1970. Verður
nú vikið nánar að einstökum orkugjöfum og nýtingu þeirra á tímabilinu
1970 til 1976.
Raforkunotkunin rjókst úr 1.460 GWh árið 1970 í 2.421 GWh árið 1976 eða um
66%. Vaxandi raforkusala til álvinnslu og aukin almenn raforkunotkun eiga
nokkurn veginn jafnan þátt £ þessum öra vexti raforkunotkunar. Framan af
jókst raforkunotkun til álvinnslu hægt, en stökkbreyting varð árið 1973,
þegar álverksmiðjan í Straumsvík var stækkuð og jókst þá raforkunotkun
verksmiðjunnar um 5C% milli ára. Síðan hefur raforkunotkun til álvinnslu
dregist lítillega saman og var um 46% af heildarraforkunotkuninni árið
1976. Önnur raforkunotkun hefur vaxið mun jafnar frá ári til árs eða á
bilinu frá 5.5% til 11.4% á þessu tímabili. Einn þáttur raforkunotkunar
sker sig þó úr í þessu tilliti, en það er raforka til húshitunar sem
hefur því sem næst tvöfaldast frá árinu 1973, er orkukreppan svonefnda
olli skyndilegri hækkun olíuverðs. Hlutdeild húshitunar í.heildarraforku-
notkun landsmanna hefur aukizt úr 8% árið 1973 í 14% árið 1976. Mest hefur
húshitun með rafmagni aukizt á Austurlandi, þar sem hún hefur þrefaldast,
og er nú orðin álíka útbreidd þar og á Norðurlandi, en þar fer tæplega
helmingur allrar raforkunotkunar til húshitunar. Á Vestfjörðum fer um
þriðjungur raforkunnar til húshitunar, en á Suður- og Vesturlandi tæplega
fjórði hluti, og er þá raforka til stóriðju undanskilin.
Notkun jarðvarma hefur aukizt úr 1.757 GWh árið 1970 í 2.552 GWh árið 1976
eða um 45%. Megin hluti jarðvarmans eða rúmlega 8C%, fer til húshitunar,
en tæplega 2C% fara til iðnaðar og ylræktar. Jarðvarmi til raforkuvinnslu
er þá undanskilinn, þar sem raforkuvinnslan í jarðgufustöðinni £ Námaskarði
er talin með annarri raforkuvinnslu £ landinu. Árið 1976 fóru um 2.100 GWh
af jarðvarma til húshitunar, þar af um 85% á vegum Hitaveitu Reykjav£kur.