Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1978, Blaðsíða 88
2. Orkuspá til ársins 1990.
í febrúar 1977 gaf orkuspárnefnd, sem í eiga sæti fulltrúar frá
Orkustofnun, Landsvirkjun, Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Rafmagnsveitum
ríkisins, Laxárvirkjun og Sambandi íslenzkra rafveitna, út raforkuspá
fyrir tímabilið 1976-2000. 1 júní 1978 gaf nefndin út endurskoðaða
raforkuspá. Nefndin lagði til grundvallar spánni spá um fólksfjölda í
landinu og spá um mannfjölda í einstökum atvinnugreinum, sem Framkvæmda-
stofnun ríkisins hefur gert. Kannaði nefndin sérstaklega orkunotkun til
húshitunar, þar sem mismunandi orkutegundir, jarðvarmi, raforka og olía,
geta keppt um markaðinn, lagði mat á, að hve miklu leyti hægt væri að
nota jarðvarma til húshitunar og birti hámarksspá um raforkunotkun,
þar sem gert var ráð fyrir, að rafhitun verði komin í stað olíu til
húshitunar alls staðar, þar sem ekki verður völ á jarðvarma fyrir árið
1985. Ennfremur þirti nefndin 2 aðrar spár, þar sem miðað er við minni
notkun rafhita en í hámarksspánni. Ekki er gert ráð fyrir, að raforka
komi teljandi í stað annarra orkutegunda á spátímabilinu á öðrum sviðum,
svo sem í bílum eða í stað olíu í iðnaði, enda líklegast, að þar yrði þá
um afgangsorku að ræða, en orkuspáin tekur ekki til slíkrar orku. Nefndin
fjallaði ekki um olíunotkun, en í skýrslu Orkustofnunar útgefinni í apríl
1978 um norræna ráðstefnu um orkusparnað í samgöngum, sem haldin var í
febrúar 1978 í Stokkhólmi, er birt spá um olíunotkun og jarðvarmanotkun
auk raforkuspár samkvæmt ofangreindri hámarksspá Orkuspárrtefndar til
ársins 1990. Samkvaant þessari spá verður verg orkunotkun Islendinga
1976-1990 eins og sýnt er á meðfylgjandi línuriti og í töflu.
Aætluð verg orkunotkun
ÍSLENDINGA 1976-1990
illj| RAFORK^
§§ JARÐVARMI
□ olXa