Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1981, Blaðsíða 121
97
Niðurstaðan úr spánni er sýnd í töflu 5. Sett er fram grunnspa annars
vegar, sem er miðuð við það að notkun jarðhita í iðnaði aukist ekki
frá þvi sem nú er, og hins vegar spá, þar sem áætlað er að veruleg
notkun jarðhita bætist við til næstu aldamóta i nýjum iðnaði.
Heildarnotkun jarðhita nemur 3220 GWh árið 1980, en verður orðin
6500 GWh á ári um aldamót samkvæmt grunnspánni, eða um það bil tvö-
falt meiri en nú. Meginhluti jarðhitans, sem grunnspáin tekur til, eða
milli 80 og 90%, fer til húshitunar, en gert er ráð fyrir að notkun í
gróðurhúsum og til jarðvegshitunar vaxi nokkuð og að veruleg notkun
verði í fiskræktarstöðvum, sem leggja stund á laxfiskaeldi.
Til viðbótar við grunnspána kemur svo notkun 1 nýjum iðnaði, sem
hugsanlegt er að komið verði upp fyrir næstu aldamót. Þessi notkun
gæti orðið álíka mikil og öll jarðhitanotkun til húshitunar i landinu um
næstu aldamót, eða um 5000 GWh á ári. Meðal þess iðnaðar, sem til
greina getur komið, er magnesiumvinnsla (2200 GWh/ári), súrálsvinnsla
(1800 GWh/ári), saltvinnsla og önnur sjóefnavinnsla (520 GWh/ári),
trjákvoðu- og pappírsvinnsla (360 GWh/ári), sykurvinnsla (130 GWh/ári)
og endurvinnsla á sýrum úr verksmiðjuúrgangi (320 GWh/ári). Ef
iðnaðarnotkun af þessu tagi yrði 5000 GWh á ári um næstu aldamót, verður
heildarnotkun jarðhita orðin 11470 GWh á ári, eða milli þrisvar og fjórum
sinnum meiri en nú.
Heildar spá
Niðurstöðurnar úr raforkuspá, olfuspá og jarðhitaspá eru dregnar saman
í heildarorkuspá 1 töflu 6 og 7.
f slikri heildarspá, þar sem tekin er saman orka úr ólíkum orkulindum,
vatnsafli, olfu og jarðhita, vaknar sú spurning, hvort tilgreina eigi
orkuna með eða án þeirra tapa, sem verða í vinnslu, flutningi og á notkun-
arstað. Engar einhlitar reglur eru til í þessu efni til að styðjast við og
er þvi nauðsynlegt að skilgreina, hvernig þær tölur sem birtar eru í
heildarspánni eru fundnar. Einnig þarf að skilgreina hvernig olfuígildi
vatnsafls og jarðhita er fundið.
Raforkan er tilgreind sem mæld orka frá orkuveri og eru þvi töp í
flutnings- og dreifikerfum ásamt töpum, sem verða hjá notendum,