Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1981, Blaðsíða 212
188
Borgarstjóri situr fundi borgarstjórnar og borgarráðs með óbundnu
málfrelsi og tillögurétti, en án atkvæðisréttar, nema hann sé jafn-
framt borgarfulltrúi (borgarráðsmaður).
Borgarritari er staðgengill borgarstjóra og hefur með höndum dag-
lega stjórn á fjármálum borgarinnar og umsjón með skrifstofum hennar.
Borgarverkfræðingur hefur, í umboði borgarstjóra, með höndum yfir-
stjórn verklegra framkvæmda borgarinnar og annarra tæknilegra málefna,
nema meðferð þessara mála (einstök mál) sé sérstaklega fengin öðrum.
Nefndir
Að borgarráði frátöldu er kjörgengi í nefndir, sem borgarstjórn kýs,
yfirleitt ekki bundið við borgarfulltrúa eða varaborgarfulltrúa.
Nefndarmenn eru því ýmist úr röðum borgarfulltrúa eða óbreyttra.
Formenn áhrifamestu nefndanna ber þó að kjósa úr hópi borgar-
fulltrúa eða varaborgarfulltrúa.
Áhrif og afskipti nefndanna af daglegum rekstri eru misjafnlega mikil
eins og að líkum lætur. Greint er frá meðferð og afgreiðslu mála í
fundargerðum, sem ýmist fara fyrir borgarráð og fylgja þaðan borgar-
ráðsgögnum til afgreiðslu borgarstjórnar, eða eru sendar beint til
borgarstjórnar eins og gert er iaeð fundargerðir flestra áhrifamestu
nefndanna.
Helstu ráð og nefndir á vegum borgarinnar eru , auk borgarráðs:
Byggingarnefnd fer með byggingarmálefni undir yfirstjórn félagsmála-
ráðuneytis, sbr. 1. nr. 54/1978.
Félagsmálaráð fer með stjórn félagsmála í umboði borgarstjórnar,
skv. samþykkt borgarstjórnar frá 1. jan. 1968.
Framkvæmdaráð fer í umboði borgarstjórnar með stjórn mála sem falla
undir embætti borgarverkfræðings, og eru ekki sérstklega falin
öðrum kjörnum stjórnarnefndum, sbr. samþ. borgarstjórnar 4. jan. 1979.
Fræðsluráð starfar eftir ákvæðum í grunnskólalögum frá 21. maí 1974,
en þar segir m.a. að ráðið fari með stjórn fræðslumála í umboði
menntamálaráðuneytis og borgarstjórnar.
Hafnarstjórn starfar eftir ákvæðum í hafnarreglugerð fyrir Reykja-
víkurhöfn nr. 107/1975, sbr. 1. nr. 45/1973, en í reglugerðinni segir
m.a. að stjórnin sjái um viðhald og umbætur á höfninni, stýri öllum
framkvæmdum, er þar að lúti, og annist fjárhald hafnarinnar fyrir
hönd borgarstjórnar.