S.M.S. blaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

S.M.S. blaðið - 08.12.1941, Qupperneq 2

S.M.S. blaðið - 08.12.1941, Qupperneq 2
2 S. M. S. BLAÐIÐ leitni þess til að bæta kjör starfs- manna bæjarins. Er þarna þungur áfellisdómur upp kveðinn yfir þessum félagsskap. Er hann kall- aður pólitískt áróðurstæki, er sé undir stjórn manna, er séu leik- soppar í höndum pólitískrar klíku. Mest hneykslast þó höf. á því, að barnakennarar skuli vera í þess- um félagsskap. En þar með sé sérstökum stjórnmálaflokki tryggð yfirráð í félaginu. Telur höf. auð- sætt, að barnakennarar eigi ekkert erindi í þann félagsskap, enda eigi þeir sitt eigið stéttarfélag. Nú er því svo varið, að barna- kennarar eru meðlimir í starfs- mannafélögum allra bæjanna, og er þá ekki auðvelt að gera sér þess grein, hversvegna barnakenn- arar Siglufjarðarbæjar eígi að vera undantekning, eða með öðrum orðum réttlægri en stéttarbræður þeirra í öðrum bæjum. Og hvað því viðvikur, að kennarar séu með- limir í Sambandi ísl. barnakenn- ara, og megi því ekki vera í starfsmannafélögum út um land, er álíka gáfuleg ályktun og að halda því fram t. d., að verkamenn í Siglufirði mættu ekki bindast sam- tökum hér á staðnum, af því að til væri Alþýðusamband íslands. En höf. leysir þó þessa kross- gátu sína síðar í greininni: Barna- kennararnir meg;a ekki vera í Starfsmannafélaginu af þvi, að á meðal þeirra eru þrír (af 9), sem aðhyllast stjórnmálaskoðanir Fram- sóknarflokksins. En að svo hafi til æxlazt, að tveir af þessum þremur kennurum hafi verið kosnir í stjórn Starfsmannafélagsins, bendir til þess, að þeir hafi verið álitnir að öðru jöfnu starfhæfari en aðrir og notið þar trausts. í Starfsmanna- félaginu eru nálægt 30 meðlima og þar af, að því er næst verður komizt, 1/4 Framsóknarmenn, svo það er næsta ólíklegt, að þeir hafi getað ráðið úrslitum i stjórnar- kosningunni, jafnvel þótt gert væri nú ráð fyrir, að þeir hefðu allir kosið hver annan og allir sjálfan sig. En Starfsmannafélagið mun líta svo á, að félagsskapur þeirra eigi að vera, og sé, umfram allt ópólitískur, því ef pólitískum irr- ingum væri hleypt inn í félagið væri um leið fyrir það girt, að fé- lagið gæti unnið nokkurt gagn. Hinsvegar mun Starfsmannafélagið hafa litið svo á í öndverðu, að það ætti fyrst og íremst að vera samtök manna, er eiga sameigin- legra hagsmuna að gæta gagnvart einum og sama húsbónda og vinnuveitanda — þ. e. bæjarfélag- inu. Hinsvegar mun það aldrei hafa flögrað í huga meðlima þessa félagsskapar, að samtök þeirraættu að verða þý og þræll sérstaks stjórnmálaflokks. Enda er lítt hugs- anlegt, að jafn mislit hjörð í póli- tískum skilningi yrði ásátt um slíka þjónkun. Það verður þó eigi annað skilið af greininni, en að eina ráðið til þess að ná rétti sínum hjá bæjar- valdinu um sanngjarnar kaupkröf- ur eða kjarabætur, sé það að gang- ast undir pólitískt jarðarmen þess flokks, er nú telur sig alls ráðandi í þessu bæjarfélagi. Barnakennarar hafa hingað til ekki verið taldir svo kröfuharðir um kaupgjald, að þeir þurfi að fyrirverða sig fyrir það, og Siglu- fjarðarbær hefir sjálfsagt ekki fyrir þeirra tilverknað þurftaðleita á náðir Kreppulánastofnunarinnar. Þeir hafa alltaf haft þessar sömu 166,66 kr. á mánuði frá bænum yfir kennslumánuðina og annað hafa þeir víst ekki þegið af þess- um bæ, fyr en í fyrra, að þeim var veitt 350 kr. staðaruppbót í samræmi við það, sem aðrir bæir höfðu gert um langt skeið. Kenn- ararnir eru að vísu þakklátir fyrir þessa hugulsemi, er þeim var þá sýnd, og vænta þess, að framhald verði á þeirri viðurkenningu, þó með því skilcrði, að því fylgi hvorki kröfur um sæmdarskerðing né sannfæringarafsal. En hvorsveggja væri krafizt, ef kúga ætti þá til að játa pólitíska trú, er þeir hafa and- styggð á. Barnakennarar Siglufjarðar hafa margir þjónað þessu bæjarfélagi' lengur en flestir aðrir starfsmenn þess, sumir yfir 20 ár, og er víst óhætt að segja, að þeir hafi aldrei lifað neinu lúxuslífi — að minnsta kosti ekki fyrir tilverknað bæjar- félagsins. Manni hefði annars getað skil- izt, að forsvarsmenn alþýðunnar, þeir er að Mjölni standa, mundu síðastir manna gerast árásarmenn að láglaunuðum starsmönnum hins opinbera, en það gera þeir með því að heimta það, að barnakénn- arar verði gerðir útlagar úr þeim félagsskap, er einn getur tryggt þeim sanngjarna kjarabót frá hálfu bæjarins. Kennari. Er þetta það, sem koma skal. í 24. tölublaði Mjölnis birtist grein, að líkindum eftir Þ. Guð- mundsson, fulltrúa Sósíalistafl.í fjár- hagsnefnd bæjarins, um hið unga og óreynda félag starfsmanna Siglu- fjarðarbæjar. Margur maðurinn myndi líta svo á, að grein þessi ætti betur heima annarsstaðar en í blaði þess flokks, sem telur sig berjast fyrir bættum kjörum launþega almennt. Er grein þessi í höfuðdráttuntím lævísleg árás á félagið, tilraun gerð til þess að vekja óánægju innan þess, og einnig að skapa almenna andstöðu útávið. Þessi ósköp telur greinarhöfundur að þurfi í sölurnar að leggja, vegna þeirrar ósvinnu, að félagið hefur gert tillögur til bæjarstjórnar um kjarabætur fyrir starfsmenn sína. Það er gamla sagan, að þegar ung og óreynd samtök launþega hafa gert kröfur á hendur vinnu- veitendum, að þeir hafa reynt þann leik að koma á óánægju inn- an samtakanna sjálfra, gert ein- staka menn tortryggilega og aðra óánægða með sitt hlutskipti. Hefir verið tekið fyrir kverkar margra samtaka á þennan hátt. Grein sú, er umræðir, virðist vera byggð upp af öllum þessum gömlu eiginleikum, enda líkur tíl, að greinarhöfundur, sem er vanur úr baráttu verkalýðsfélaganna hafi einhverntíma fengið að reyna hvernig vopn þessi hafa verkað, og því i andstöðuaðstöðu sinni þótt þau sigurvænleg í baráttunni við þetta unga félag. Fyrir ári síðan gerðu starfsmennj bæjarins smávægilegar kröfur ti bæjarstjórnarinnar um kjarabætur, án þess að þeir væru virtir svars, heldur þau orð látin falla, að þeim yrði svarað með fjárhagsáætlun bæjarins. í sumar tók félagið aftur þetta mál fyrir og var þá kosin nefnd í það, sem skyldi gera til-

x

S.M.S. blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: S.M.S. blaðið
https://timarit.is/publication/1817

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.