Baldur 25 ára - 01.04.1941, Blaðsíða 6

Baldur 25 ára - 01.04.1941, Blaðsíða 6
tí BÁLDUR 25 ára. Alþýðuhúsið, samkomuhús verkalýðsfélaganna á ísafirði. Verkalýðsfélagið B A L D U R tuttugu og fimm ára. (Framhald af 3. síðu.) hlaði, er lesið var upp á l'uud- iiniim, og nefndist það ,Vöggur‘. Baldur hefur ennfremur unnið að llutningi opinberra fræðslu- erinda fyrir bæjarbúa. Baldur hefur ávall barizt at idelli gegu áfengisnautninni og náöi í ársbyrjun 1931 samn- ingi við forstjóra áfengisverzl- unarinnar um takmörkun á aðflutningi áfengis til bæjarins. Framkvæmd atvinnumálanna hér í bæ hefur Baldur látið sig miklu skipta, því að félaginu liefur ávalt verið ljóst, að það er ekki minna virði, að nóg Kristján H. Jónasson, núverandi ritari Baldurs. Júlíus Símonarson, sem báðir eru nú dánir, eins og þú veist, auk mín. Leystist félagið þá upp. — Hvaða ár var þetta? — Mér sýnist á verzlunar- bók minni, að þella liaíi ver- ið 1911. — Já, þú ætlaðir að segja mér, í hvaða sambandi verzl- unarbókin þín væri við þetta. — Já, ég sagði þaðvístáðan, en [>að er nú ekki hafandi orð á því. l’egar þetta gerðist, hafði ég svolitla búðarholu. ICg reyndi því að styrkja verkfallsmenn með því að lána þeim helztu nauðsynjai’, þar sem þeirra venjulega úttekt fékkst ekki lengur. En þetla lirökk því miður of skammt. — Segðu mér, Eyjólfur, fékkstu þetta gieilt aftur? — Nei, en við skulum ekki tala um það, aðeins ef það hefði getað oi’ðið að fullu liði. Að svo mæltu kvaddi ég þennan aldna brautryðjanda og trygga fylgismann fagurra hug- sjóna. En þeir fyrstu eru núsem óðastað hverfa af sjóarnsviðinu, en verkin þeirra geymast, en gleymast ei, og kemur nú til kasta hinnar yngri kynslóðar að fylla skörðin og starfa að því, að brautin sé brotin til enda. Helgi Hannesson. sé að starfa, heldur en hvað auraíjöldinn sé mikill um klukkustundina. Baldur átti sinn þátt í stofn- un Samvinnufélags ísfirðinga og lagði fram við stofnun þess nokkra fjárupphæö. í>á átti Baldur einnig giftu- drjúgan þátt í, að hafizt var lianda í íafveitumálinu og framkvæmd þess. Sjúkrasjóð hefur télagið starf- rækt frá byrjun, og nema styrk- veitingar úr sjóðnum þúsundum ki'óna. Á aðalfundi Baldurs 1932 lætur Finnur Jónsson af for- mennsku félagsins eftir 11 ára giftudrjúgt starf, vegna umsvifa- mikilla starfa, sem á hann hlóðust, og við tekur Hannibal Yaldimarsson, er þá var fyrir nokkiu fluttur til bæjarins úr Súðavík, en þar hafði hann verið formaður Verkalýðsfélags Álftfirðinga og sýnt mikinn dugnað og ósérplægni í þágu verkalýðssamtakanna. I>ar liafði hann og unnið að því, að koma upp myndai’legu samkomuhúsi, sem verkalýðsfélagið reisti á- samt stúkunni á staðnum. Og hafa Súðvíkingar látið svo um- mælt við mig, að það hús mundi ennþá óreist vei'a, ef Hannibal liefði ekki haft forustu bygg- ingar þess á hendi. Það hafði verið lengi um það rætt, bæði í Baldri og Sjó- mannafélaginu, að nauðsyn bæri til, að félögin kæmu sér upp sameiginlegu samkomu- húsi, en framkvæmdir höfðu enn engar orðið. Þegar Hannibal kom í Bald- ur fylgdi honum enn húsbygg- ingarmóðurinn úr Súðavík, og er nú þegar hafizt handa að undirbúningi þessa stórmáls. Það má óhætt fullyrða, að engum einstaklingum er eins mikið að þakka, að Alþýðu- húsið komst upp, eins og þeinx Hannibal í Baldri annarsvegar og Eiríki heitnum Finnboga- syni í Sjómannafélaginu liins- vegar. Alþýðuhúsbyggingin er stærsta fiamkvæmdin, sem Baldur og Sjómannafélagið hafa xáðizt í, enda spöruðu ýmsir andstæð- Ragnar G. Guðjónsson, íjármálaritari Baldurs frá 1938. »Dyngja“, deild saumastúlkna í Baldri. Á öðrum stað í blaðinu er getið um bílstjóradeild Bald- urs. Þykir því rétt að gela þess, að nú í vetur hafa allar þær stúlkur, sem vinna hér í bæn- um að saumaskap á vexkstæð- um klæðskeranna og í Húfu- iðjunni Hector gengið í Baldur, og mynda þær sérstaka deild í félaginu. Hefir deildin hlotið nafnið „Dyngjá", sem var heiti á saumaslofum íslenzkra kvenna til forna. Hefir deildin þegar náð samn- ingum við Húfuiðjuna Heetor og á nú í samningum við klæðskerana. Hafa samningar gengið lipurlega til þessa, og gerum við okkur vonir um, að þeir náist á friðsamlegan hátt. Sundgarpurinn. Nokkrir Baldursfélagar liafa brotist í því að undarförnu að setja hér á svið og æfa gánnm- leikinn »Sundgarpurinn« eflir Arnold og Back. Hefir leiknum verið mjög vel tekið og hlotið mikla aðsókn og góða dóma. S. 1. sunnudag var leikurinn sýndur tvisvar í Bolungavík fyrir troðfullu luisi. Sýndi norska skipshöfnin á e. s. Bundehorn, sem hér er nú til viðgerðar, iélaginu þá stöku velvild, að fara til Bolungavík- ur og flytja leikendurna ókeypis fram og aftur. Örlítill samanbupðup á kaupi og kjörum verkafóiks, þegar Baldur var stofnaður 1. apríl 1916 og nú á 25 ára afmæli félagsins 1. apríl 1941. í báðum tilfellum hafði heimsstyrjöid geisað hátt á annað ár, og vöruverðið þá og nú svipað. 1» A Kaupgjald og aðbúð verka- fólks á ísaflrði, er Baldur var stofnaður 1. apríl 1916: Kaup karla: Fvrir 12 klst. vinnu á dag var kaupið kr. 2,50 til 3 kr. Þ. e. um klst. hverja ca. 20 til 25 aurar. Hvernig mundi okkur ganga að lifa fyrir þetta kaup- gjald? En við það varðverka- fólk að búa, áður en samtaka þess í Baldri naut við. Kaup kvenna: Fyrir 12 klsl. vinnu á dag var kaupið kr. 1.33 til 1.50. Þ. e. ca. 11 til 12 V2 eyrir á tímann. Konur unnu á móti karl- mönnum og tóku þátt í hin- um erfiðustu störfum: Báru fisk á skip, unnu í kolum og salti hin vei’stu vei'k, þvoðu fisk úti undir beru lofti. Þurftu þær ekki ósjald- an að byrja vinnu sína með því að bi’jóta íslagið ofan af vatninu í fiskþvottakerunum. Vinnulaun greidd í vörum eingöngu. Þeir, er gerðust meðlimir Baldurs, voru settir á »svarta listann« og útilokaðir frá vinnu. N Ú Iíaupgjald og aðbúð verka- fólks á ísafirði á 25 ára af- mælisdegi Baldurs 1. apríl 1941: Kaup karla: Dagvinna frá kl. 7 f. h. lil kl. 5 síðdegis kr. 2,03 á klst. Aukavinna frá kl. 5 síðd. lil kl. 9 síðdegis kr. 2,63 á klst. Helgidaga- og næturvinna við aðgerð á fiski og flskvinnu aðra en útskipun kr. 3,00 á klst. Við alla aðxa vinnu nætur- og helgidaga kr. 4,50 á klst. Skipavinna: í dagvinnu kr. 2,40 á klst. I aukavinnu kr. 3,00 á klst. Kaup kvenna: Dagvinna frá kl. 7. f. h. til kl. 5 síðd. kr. 1,43 á klst. Aukavinna frá kl. 5 síðd. lil kl. 9 síðd. ki’. 1,80 á klst. Flelgidaga- og næturvinna kr. 2,25 á klst. Konur vinna ekki lengur karlmansstörf. Fiskþvottur fer fram í húsum inni, og fisk- þvottavatnið er nú hitað upp. Vinnulaun greidd í pening- um vikulega. Þeir einir, sem eru meðlimir Baldurs eða annars stéttafélags, innan heildarsamtaka verka- lýðsins — Alþýðusambandinu — hafa vinnuréttindi.

x

Baldur 25 ára

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur 25 ára
https://timarit.is/publication/1819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.