Alþýðublaðið - 23.01.1920, Side 1

Alþýðublaðið - 23.01.1920, Side 1
Alþýðublaðið Geiið út af Alþýðuiloklinum. 1920 Iforraeni verkamanna- þing. Enginn fulltrúi frá íslenzkum verkamönnum. Khöfn 21. jan. Norrænt verkamannaþing var sett hér í dag. Æolar a8 ræða ^m verkamannaráð í framleiðsl- únni (bedriftsraad) og um hvernig Sera eigi framleiðslutæki opinbera 'Sign (socialisering). Goðmunður Kamban. Khöfn 21. jan. Dagmarleikhúsið í Kaupmanna- iöfn ætlar að leika hið nýja leik- r>t Goðmundar Kamban „Yér ^orðingjar*1. Skipstrand. Enskur togari bjargar mönnunum. Dm helgina lagði barkskipið »Eos“ úr Hafnarflrði af stað á- leiðis til Svíþjóðar, til viðgerðar, að sögn< Þegar stórviðrið skall á, var það komið nokkuð suður fyrir land, en hlektist þá svo á, að ekki "varð við ráðið. í gærdag sást til skipsins af Eyrarbakka, og var togari í nánd við það. Brutust Eyrbekkingar, að sögn, út í skip- >5, er það var strandað, en eng- inn maður var 1 því, og gerðu i>eir þá ráð fyrir, að togarinn hefði Föstudaginn 23. janúar bjargað þeim. í morgun kom svo togari þessi, sem er enskur, hing- að með mennina, og hafði hann orðið að setja út bát, til þess að ná þeim. i. Ijáskéli - Stfiðentabýli Landið á að kaupa Landakots- túnið, til þess að reisa þar væntanleg há- skólahús. „Ekki er ráð, nema í tíma sé tekið*. f blöðunum í gær stendur aug- lýsing þess efnis, að byggingar- lóðir séu til sölu á Landakotstúni. Auglýsingin kom mér til þess, að rita greinarstúf þenna. í Háskólanum er vöknuð hreyf- ing í þá átt, að komið verði upp stúdentabústað þegar á næsta ári. Hreyfing þessi er sprottin af þeim ástæðum, að ýmsir stúdentar eru svo að segja húsnæðislausir, nú sem stendur, eða hafa svo ill húsakynni, að ófær eru til íbúðar mönnum, sem við lestur þurfa að sitja mikinn hluta dags. Auk þess er félagslíf stúdenta afar- lélegt, og liggur vafalaust sú or- sök til þess, að stúdentar eiga heima hingað og þangað um bæ- inn, og langt hver frá öðrum, en núverandi verustaður Háskólans ekki svo vistlegur, eð menn bein- línis fýsi að dvelja þar lengur, en nauðsyn krefur. Fjöldamörgum hefir komið til hugar og látið það álit í ljós, að einmitt vesturhluti Landakots- túnsins, sem nú er að sögn aug- lýstur til sölu, sé heppilegasti staðurinn, sem völ er á hér í bæ, til þess að reisa á Háskóla og stúdentabústað. Ýmsir vilja að vísu halda Ingólfstúni fram, sem 15. tölubl. ágætum stað, aðallega þó líklega vegna þess, að landið á það En beri maður staði þessa saman, mun flestum vafalaust lítast betur á Landakotstúnið. Meðal annars er það mikið stærra um sig, og þar að auki sléttara og fegurri staður í alla staði. í þetta sinn ætla eg ekki að fara frekar út í þetta mál, en að eins vekja máls á því, að verði Landakotstúnið selt núna, annað- hvort einstökum mönnum, eða einstökum manni eða félagi, sem svo mundi gera lóðirnar að verzl- unarvöru, til þess auðvitað að græða á því, þá er ekki víst að auðhlaupið yrði að því, að ná þessu svæði til þessara nota, sem eg hér aö ofan hefi bent á, þó að landið geti tekið eignir einstak- linga eignamámi, þegar um heill alþjóðar er að ræða. Og ekki er ólíklegt, að lóðir þessar hækki áþreifanlega í höndum lóðaprang- ara. Það, sem landið ætti því að gera í þessu máli, væri það, að sjá svo um, að það verði ekki útilokað frá því, að fá lóðir þess- ar keyptar nú þegar, eða eftir að þing er komið saman íslenzkur æskuiýður, uppvaxandi kynslóð og komandi kynslóðir munu, að minni hyggju, blessa þá menn, sem í verkinu sýna það, að þeir hafa hugsað fram í tímann og fyrir velferð fleiri kynslóða, en þeirrar, sem þeir sjálfir stjórna. Athugið þetta mál, góðir menní Og látið ekki sitja við hugsunina eina um það, að vera brautryðj- endur íslenzkrar nútíðarmenningar og framtíðarlífs hinnar íslenzku smáþjóðar! /. J. Endurholdgun í Stúdentafé- laginn. í kvöld kl. 8x/2 er fundur í Stúdentafélagi Háskólans. Þór- bergur Pórðarson heldur þar fyrir- lestur um endurholdgun. Einnig veiður rætt um stúdentaráð.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.