Brezk-ísl. fisksölusamningurinn - 15.09.1941, Blaðsíða 2

Brezk-ísl. fisksölusamningurinn - 15.09.1941, Blaðsíða 2
fisk á breska markaði og þeir þannig fyrirvaralaust sviftir þeim helga rétti að versla með sína eigin vöru í sínu eigin landi. Hefir slík réttarsvifting ekki átt sér stað hér á fslandi síðan á svartnættistímabili 17. aldarinn- ar, einokunartímabilinu al- ræmda, er Islendingar voru beittir því harðrétti að vera rétt- laus þý og verslunarréttindum þeirra var skift milli nokkurra erlendra selstöðukaupmanna, fyrr en íslensku samningamenn- irnir undirrituðu þennan samn- ing. Petta var gert fyrirvara- laust og með þeim fádæmum, að slíks eru engin dæmi, þar eð sumum af þeim ísl. útflytjendum er urðu fyrir þessari atvinnu- sviftingu, var ekki gefinn kost- ur á að bjarga því fé, er þeir margir hverjir höfðu bundið í þessum atvinnurekstri. Lítur út fyrir að þetta fé sé að nokkru leyti tapað, ef ekki fæst leiðrétt- ing á því, á ég þar við þær tug- ir þúsunda, er þessir menn áttu liggjandi í kassabirgðum er bannið skall á og ónothæfar eru til annars en flytja út í þeim kældan fisk. Hin stórfelda verðlækkun á fiskinum Kem ég þá að þýðingarmiklu atriði í samningnum, en það er hin stórfelda verðlækkun á fisk- inum. Hér er samið á stríðstíma, og málið horfir þannig við, að eftirspurnin eftir þeirri vöru sem samið er um, er margföld á við framboðið. Samt skeður það furðulega, að fiskverðið er fastákveðið í samningnum og fært stórkostlega niður. Frá því stríðið hófst og fram að þeim degi, er samningurinn tók gildi, höfðu íslenskir útflytjendur greitt mjög sæmilegt verð fyrir fiskinn, alt að kr. 0,50 pr. kg. fyrir þorsk, alt að kr. 0,60 pr. kg. fyrir ýsu og alt að kr. 1,50 pr. kg. fyrir flatfisk. En eftir gildistöku samningsins, er verð- ið sett sem hér segir: KR. 0,35 — ÞRJÁTfU OG FIMM AURA PR. KG. AF ÞORSKI, UPSA OG ÝSU og alt að kr. 1,20 fyr- ii flatfisk. Og undir þessa stór- feldu verðlækkun skrifa ís- lensku samningamennimir, án þess að vitað væri að lægi fyrir lækkun á hámarksverðinu í Eng- landi. Nema þau töp, er íslensk- ir sjómenn, útgerðarmenn Oig útflytjendur verða fyrir með þessum einstæða samningi, ef miðað er við svipaðan útflutn- ing og var síðustu ellefu mán- uðina áður en samningurinn tók gildi TUGUM MILJÖNA ISLENSKRA KRÓNA. Harðast verða úti smáútvegs- menn og sjómenn á smærri skip- unum, því svo einkennilega vill til, að ýsan, sem verið hefir að rninsta kosti 20% verðhærri á innlendum og 50%> verðhærri á erlendum markaði, en upsinn, ef hann hefir þá verið seljan- legur, er sett undir sama verð- flokk. Eru þetta miklar búbæt- ur fyrir togaraflotann og* þar með talin skip atvmrh. ölafs Thors, að svo miklu. leyti sem aflinn af togurunum er seldur hér, því að allir vita að togar- arnir geta fylt sig af upsa á nokkrum dögum, en smærri skipin hafa litla möguleika til að afla annars en ýsu og þorsks. Gengid fram hjá að íslenskir matsmenn hafi úrskurðarvald um mat á fiskinum. Auk hins lága verðs koma þeirri sjálfsögðu venju, sem ís- svo þeir ágallar samningsins, að lenskir útflytjendur hafa sætt, kaupanda er í sjálfsvald sett, að íslenskir matsmenn hafi þar hvaða vöru hann tekur úrskurðar vald. góða og gilda, en ekki fylgt Kaupandi ekki skildur að hafa skip til flutninganna nema honum sýnist. Ofan á þetta alt saman bæt- sýnist, en getur hinsvegar skyld- ist svo það, að kaupandi er ekki að Islendinga til að salta, hrað- skyldur til að hafa skip til flutn- frysta eða sjóða niður fiskinrf. inganna, nema þegar honum Fiskframleiðendur útilokaðir fró að njóta gengishækkunar. Þótt gengi íslensku krónunn- ur skal £ pundið jafngilda 26.09 ar hækki en gengi £ pundsins ísl. króna og hlýtur það því, ef til ekki tilsvarandi, þá er það kaup- kemur, að verka sem verðlækk- anda óviðkomandi samkv. samn- un á fiskinum til framleiðenda. ingnum, þannig að eftir sem áð- Engin verndun fyrir hækkun utflutningsgjalda. Hækki útflutningstollar eða greiða þann mismun,-myndi það önnur gjöld af fiskinum skal því einnig verka sem verölækk- kaupandi ekki skyldur til að un til framleiðenda. Útilokað að íslensk skip megi kaupa ef kaupandi hefir ekki skip til flutninganna. Standi þaunig á, að kaupandi hafi ekki skip til flutninganna, er lagt BLÁTT BANN í samn- ingnum við því, að íslensk skip megi grípa inn í og kaupa fisk- inn til útflutnings. Virðist það þó hefði verið báðum samnings- aðilum fyrir bestu, ef sú ástæða hefði verið fyrír samningnum, að tryggja ætti að sem mest af fiskinum yrði flutt út kælt. Einkennilegt fyrirbrigði. Það einkennilega skeður í þessum samningi, að hraðfryst- ur fiskur, er var lítt seljanleg- ur á síðasta ári, er seldur við samningsborðið við því verði er íslenska samninganefndin fór í’ram á. Einnig reyndust niður- soðnar fiskafurðir er ekki hafði reynst mögulegt að fá innflutn- ingsleyfi fyrir tii Stóra Bret- lands seljanlegar fyrir viðun- andi verð, og þeim mönnum tryggð sala er áttu liggjandi dósarusl T. D. I NJARÐVIK- UM, virðast þeir menn hafa verið rétthærri við samnings- borðið en þeir, er áttu fiskkassa- birgðir þær er ég hefi áður get- ið um. Gengið fram hjá undir samningnum togaraeigendunum. Þó samningsgjörð þessi hafi staðið lengi ýfir, var algjörlega gengið fram hjá þeirri sjálf- sögðu skyldu, að hafa þá menn með í ráðum, er samið var fyrir, peim er hagsmuni áttu nema ef vera skyldi nema ef vera skyldi togaraeig- endunum, sem hafa og fengið sérréttindi í samningnum, að því er virðist á kostnað smáút- gerðarinnar. Fyrirsjáanlegir erfiðleikar á framkvæmd samningsins. Þá þegar eftir að samningur- inn var undirskrifaður, brá svo við, að almenn óánægja greip um sig meðal sjómanna og smá- útgerðarmanna vegna hins lækk- aða fiskverðs samfara versnandi möguleikum til að losna við afl- ann, og hafði það þau áhrif, aö við stöðvun lá á allmiklu af smá- skipaflotanum, og er ekki fyrir það séð, hvaða afleiðingar það kann að hafa. fslensku samningamennirnir með atvmrh. Ólaf Thors í broddi fylkingar sanna pað, sem ég hefi sagt um petta mál Það undraverða skeður, að ís- lensku samningamennirnir með atvmrh. ölaf Thcrs í broddi íylkingar virðast nú fyrst hafa tekið eftir því, hversu óhagstæða samninga þeir h,afi gert, með því að nú, eftir að gengið hefir verið frá samningnum, að beita sér fyrir því, að fá hinum ýmsu atriðum hans breytt, og verður það ekki þakkað forsjálni þeirra við samningsborðið, þótt það tak- ist að einhverju leyti, heldur vel- vilja hinna bresku samningsað- ila, og mun þvílíkt taktleysi vera óheyrt, þegar um milli- ríkjasamning í verslunarmálum er að ræða, AÐ RfFA ÞURFI STRAKS NIÐUR ÞAÐ, SEM NÝBÚIÐ ER AÐ SEMJA UM. Nauðsynlegar breytingar sem fást verða straks á samningnum. 1. Verðhlutföll ýsu og upsa verði sett eins og þau áður voru, og fiskverðið hækkað upp í það sem það var fyrir gildistöku samningsins. 2. Öllum skipum með erlendar áhafnir, sem voru á íslensk- um höndum, hvort sem voru fragtskip eða leiguskip og svift voru réttindum að sigla á breska markaði með kæld- an fisk verði veitt þau rétt- indi aftur. 3. Öllum íslenskum útflytjend- um er sviftir voru réttindum að versla með kældan fisk á breska markaði, verði veitt þau aftur, þannig að þeir megi kaupa og flytja út í frjálsri samkepni við hinn. breska kaupanda. Fundurinn í Kauppingsalnum 8. sept. s. I. Vegna hinnar miklu óánægju er skppast hafði í tilefni af samnipgnum, var til fundar boð- að í Kbupþingssalnum af sjó- mönnum og útgerðarmönnum. er töldu sig ekki geta unað við samninginn. Mun þessi einstæði fjölmenni fundur mega teljast mjög sögulegur. Þegar lokið var að kynna þennan margumtalaða samning orði til Cirðs fyrir fund- armönnum og atvmrh. ölafur Thors hafði reifað málið og sagt á þá leið, að Bretar hefðu ekki knúið þennan samning- fram, en hinsvegar mættu fslendingár ekki búast við að sleppa svo vel sem.hingað til fram hjá þeim örðugleikum er stafa af núver- andi styrjöld! Getið þess að vænta mætti góðra tíðinda frá Ameríku, sem hann gæti sagt nánar frá, en vildi þó ekki gera að svo stöddu! Og það sjónar- mið hafði komið fram á fundin- um hjá verjendumi samningsins að hinir miklu ágallar hans gætu orðið þess valdandi, að betur tækist að semja seinna! Þá inn- leiddi ég umræðurnar af hálfu andstæðinga samningsins og sýndi fram á með rökfastri ræðu, hversu gjörsamlega tilefn- islaust hefði verið að gera þenn- an samning, eins og gengið var frá honum, enda tóku þá eftir- farandi ræðumenn í sama strenginn og fluttu rökfastar ræður gegn samningnum: Al- þingism. Jóhann Jósefsson, út- gerðarm. Finnbogi Guðmunds- son og útgm. Guðl. Brynjólfs- son o.fl. Var ekki um að villast, hver hugur fundarmanna var til samningsins, þar eð allir þeii ræðumenn er töluðu gegn hon- um fengu ágætar undirtektir fundarmanna. Hinsvegar virt- ust ræður mínar og sumra ann- ara fundarmnana koma óiþægi- lega við atvmrii. ölaf Thors og formann ísl. samninganefndar- innar Magnús Sigurðsson, bankastjóra, og * mun það vera einsdæmi, að svo hátt settur maður í einu og öðru, og Magn- ús er, missi svo jafnvægi sitt að hann leyfi sér að kalla heið- virða sjómenn og útgerðarmenn >rakkapakk«, enda stóð þá einn sjómaður upp og andmælti því- líkum munnsöfnuði. Aftur virð- ist það sérstaklega h,afa glapið atvmrh. ölafi Thors sýn, að þetta var langstærsti viðskifta- samningur! er gerður hefði ver- io fyrir fslands, hönd og leit svo út. að hann teldi það eitt meðai annars samningnum til ágætis! Sést það á framanrituðu hversu erfitt það reyndist þessum mönn- um að verja samninginn. Eru fundarmenn til vitnis um að hér er rétt skýrt frá. Og vel mega þeir muna smá- útgerðarmennirnir og sjómenn- irnir, sem sóttu þennan fund, þegar að næstu kosningum kem- ur, ef kosningar eru ekki alveg farnar úr móð, hvern þeir hafa stutt til að verða atvmrh. þessa lands, eftir þessa samningsgerð, sem atvmrh. ölafur Thors sagði að mætti. kenna sér, og þakka síðar! Hlutur Morgunblaðs- ins. Hlutur Morgunbl. er aumur í þessu máli. Fyrst birtir það um- mæli eftir atvmrh. Ölafi Thors um að samningurinn hafi tekist giftusamlega eftir atvikum! en skríður svo í sjálft sig og skift- ir um tón, er það finnur hina almennu andúð yfir samningn- um og fer að klóra í bakkann með því að tala um, að samn- ingurinn sé ekki góður, og ger- ir síðan hlægilega tilraun til að halda því fram að ég hafi ver- ið »aðskotadýr« á fundinum þar eð ég sé ekki útgerðarmaður. En ég skal hugga Morgunblaðið með því, að ég hefi stundað útgerð og verið við fiskverslun síðustu þrjú árin og hafði því fylsta rétt til að sækja fundinn og taka þar til máls, enda ekki gerð nein at- hugasemd við það á fundinum af atvmrh. ölafi Thors eða út- sendara Morgunblaðsins Jjóni 'Kjartanssyni ritstjóra. En það er von að Morgunblaðið yrði hrætt, því í hvert sinn er ég tal aði á fundinum tóku fundar- menn undir ræður mínar með lófaklappi um allan salinn, með- an Magnús Sigurðsson og ölaf- ur Thors urðu að sætta sig við að enginn fundarmanna léti á- nægju sína í ljcs er þeir reyndu að verja'samninginn. I sambandi við framanritað vil ég minna Morgunblaðið á það að atvmrh. Ölafur Thors SETTIST I FORMANNSSÆTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS ÁN ÞESS AÐ LÁTA FRAM FARA KOSNINGU EINS OG LöG FIOKKSINS MÆLTU FYRIR c.g vil ég því biðja Morg- unblaðið að upplýsa hvort hann er ekki »ADSKOTADÝR« 1 ÞVI SÆTI ENN ÞA? Biðukollumar í Sjálf- stæðisflokknum. Er ekki ástæða til að skifta um menn í þýðingarmiklum stöð- um í Sjálfstæðisflokknum? Að lokum vil ég benda Morg- blaðinu og atvmrh. ölafi Thors á, hvort ekki væri rétt, að lát- in væri fara fr&m talning á íylgjendum þeirra hér í Reykja- vík og suður með sjó, svo að sæ- ist hversu margir sjálfstæðis- menn það væru nú eftir þessa samningsgerð, sem játa vilclu trúnað sinn við Morgunblaðið og Ölaf, og svoi aftur á móti„ hve margir sjálfstæðismenn það væru sem óskuðu breytinga inn- an flokksins og kysu heldur að styðja menn eins og Sigurö Kristjánsson alþm. og alþm. Árna frá Múla til ritstjórnar við Morgunblaðið svo hinir víð- frægu ristjórar blaðsins gætu tekið sér hvíIiLog jafnframt ósk- uðu eftir að atvmrh. Ölafur Thors viki. sæti, ef þess væri kostur, að fá menn eins cg hrm. Pétur Magnússon, Gísla Sveins- son alþm. eða alþm. Jóhann Jós- efsson til að koma í hans stað. Svo vil ég segja Morgunblað- inu það, í eitt skifti fyrir öll, að ég mun neyta þess réttar, sem mér ber sem íslenskum rík- isborgara að taka til máls og fylgja réttu máli hvar sem er og hvenær sem er án þess að spyrja það leyfis. En gjarnan má Morgunblaðið heimska sig á því að vera með svo margar persónulegar sví- virðingar í minn garð, sem því sýnist, því það hefir fyrr orðið sér tíl skammar og athlægis í svipuðum tilfellum. En frekar hefði mér sýnst, að blaðið hefði átt að vera virðuleg- ur málsvari Sjálfstæðisflokks- ins, en hirðfífl hans. Reykjavík, 15. sept. 1941. Jósef M. Thorlacius. fRENTSMWJA JÓNS HKLSASONAR

x

Brezk-ísl. fisksölusamningurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brezk-ísl. fisksölusamningurinn
https://timarit.is/publication/1836

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.