Austurland - 14.06.2018, Side 2
2 14. júní 2018
Vatnajökulsþjóðgarður var stofn-
aður 7. júní 2008 og var við
stofnun rúmir 12.000 km² að
stærð sem samsvarar um 12% af yfir-
borði Íslands og er stærsti þjóðgarður
í Evrópu. Vatnajökull er stærsti jökull
Evrópu og þriðji stærsti jökull heims. Ríf-
lega helmingur þjóðgarðsins er jökull en
innan þjóðgarðsins er að finna samvirkni
jarðelds, jarðhita og myndunar jökla,
landmótun jökla og vatnsfalla. Vatna-
jökulsþjóðgarður hefur mikla sérstöðu í
náttúrufarslegu tilliti í heiminum, m.a.
vegna þess að þar eru átök elds og ísa enn
í fullum gangi. Jarðfræði þeirra svæða
sem tilheyra Vatnajökulsþjóðgarðinum
er fjölbreytt. Eldvirkni og vatnsrof, m.a.
eftir hamfarahlaup, einkenna Jökulsár-
gljúfur. Herðubreið og nágrenni teljast
menjar eftir eldgos undir ísaldarjökli
og þar má sjá ummerki gliðnunar við
plöturek. Askja er dæmigert öskjusig í
öflugri megineldstöð, Dyngjufjöllum,
en þar og í Öskjueldstöðvakerfinu eru
fjölbreyttar menjar gliðnunar og eld-
virkni. Margar fleiri megineldstöðvar
eru í þjóðgarðinum og sumar skarta
sérkennilegu samspili jarðelds, jarðhita
og eldgosa. Nægir að nefna Kverkfjöll
og Grímsvötn. Í fyrstu mun þjóðgarð-
urinn ná til alls þjóðgarðsins í Skaftafelli
og þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum auk
nánast alls Vatnajökuls og helstu áhrifa-
svæða hans að vestan, norðan, austan og
sunnan. Vatnajökulsþjóðgarði er skipt
í fjögur svæði Norðursvæði, Austur-
svæði, Suðursvæði og Vestursvæði. Sex
gestastofur og þjónustumiðstöðvar verða
í þjóðgarðinum eða nálægt honum. Þar
af verður ein staðsett á Kirkjubæjar-
klaustri sem tilheyrir vestursvæði Vatna-
jökulsþjóðgarðs.
Fjölbreytt náttúran er augnlayndi
Einkennandi fyrir vesturhluta Vatna-
jökulsþjóðgarðs eru framhlaupsjöklar.
Innan svæðisins eru tvær megineld-
stöðvar, Grímsvötn sem hefur gosið
oftast á Íslandi á sögulegum tíma,
ca.70 sinnum, og Bárðarbunga sem
er ein stærsta eldstöð Íslands. Jarðhiti
við Bárðarbungu bræðir jökulinn og
vatnið safnast í stöðuvatn undir jökli
sem yfirfyllist á nokkurra ára fresti og
þá verða Skeiðarárhlaup. Í Skaftárjökli
er jarðhiti en brennsluvatnið rennur í
Skaftárkatla sem eru tveir en úr þeim
koma jökulhlaup í Skaftá. Skaftárhlaup
eiga sér ekki langa sögu, fyrst varð
þeirra vart um 1955. Heljargjá og eld-
virkni á gossprungum einkenna vest-
ursvæðið. Þekktastir þeirra eru Laka-
gígar. Fjölbreyttan náttúran dregur að
sér fjölda fólks á hverju ári, en eldsum-
brot og jökulhlaup eru afar varasöm.
nýr meirihluti í Fjarðabyggð
nýr meirihluti á Vopnafirði
Fjarðalistinn í Fjarðabyggð
hefur myndað meirihluta í
bæjarstjórninni eftir sveit-
arstjórnarkosningarnar með Fram-
sóknarflokknum. Eydis Ásbjörns-
dóttir oddviti Fjarðalistans verður
formaður bæjarráðs og Jón Björn
Hákonarson oddviiti Framsóknar-
flokksins verður forseti bæjarstjórnar.
Ákveðið var að auglýsa eftir bæjar-
stjóra og var einróma samkomulag um
það. Á fyrsta fundi nýrrar bæjrstjórn-
ar í byrjun vikunnar var kynntur sam-
starfssamningur flokkanna tveggja.
,,Við töluðum við alla flokka og
síðan var ákveðið að ræða við Fram-
sóknarflokkinn og þær umræður
leiddu til þessa nýja meirihluta í
bæjarstjórn Fjarðabyggðar,“ segir
Eydís Ásbjörnsdóttir.
Nýr meirihluti hef-
ur verið skipaður í
sveitarstjórn Vopna-
fjarðarhrepps en hann skipa
Betra Sigtún og Framsóknar-
menn og óháðir. Samkomu-
lag hefur náðst um það að
skipta starfi oddvita milli
flokkanna þannig að hver um
sig fær tvö ár, þ.e. skipti verða
vorið 2020. Auglýst verður
eftir sveitarstjóra.
Djúpivogur
Lifandi samfélag hlaut fjóra fulltrúa
og hreinan meirihluta á Djjúpavogi.
Oddviti er Gauti Jóhannesson. Í
Borgarfjarðarhreppi og Fljótsdals-
hreppi voru óhlutbundnar kosningar.
Seyðisfjarðarlistinn
náði hreinum meirihluta
Seyðisfjarðarlistinn bætti við
sig tveimur bæjarfulltrúum í
bæjarstjórnarkosningunum og
hlaut hreinan meirihluta í bæjarstjórn
Seyðisfjarðarkaupstaðar. Hildur Þór-
isdóttir, oddviti Seyðisfjarðarlistans
segir að talað hafi verið við oddvita
Framsóknarflokks og frjálslyndra
og Sjálfstæðisfélagsins Skjaldar eftir
kosningar og þeim boðið að tilefna
formenn í tveimur nefndum bæjarins.
,,Við buðum þeim að koma með
sínar óskar til okkar í Seyðisfjarðarlist-
anum en Sjálfstæðismenn afþökkuðu
boð okkar en svar hefur ekki borist frá
Framsóknarmönnum.
Ég verð forseti bæjarstjórnar en
það er unnið að því að leggja niður
bæjarráð en það var eitt af stefnumál-
um okkar í kosningabaráttunni. Það
er afar ópraktist í stjórnsýslu eins og
er hér í ekki stærra bæjarfélagi að vera
með bæjarráð, og nú munu málefnin
sem rætt er um fara beint inná borð
bæjarstjórnar og flýta allri afgreiðslu
til muna. Allar boðleiðir styttast. Okk-
ur finnst að undanfarin ár hafi bæj-
arráð verið of ráðandi í stjórn bæjarins
og okkur finnst eðlilega að bæjarstjórn
taki milliliðalaust allar ákvarðanir.
Við kynntum okkur hvernig þetta
fyrirkomulag hefur verið á Djúpavogi
og leist vel á það. Þar er bara sveitar-
stjórn. Fjölbreytt og kröftugt atvinnu-
líf er undirstaða allra samfélaga en við
þurfum að vinna markvisst að því að
auka fjölbreytni starfa hér í bæ ásamt
því að styðja dyggilega við bakiðá ný-
sköpun. Það verða einn til tveir fundir
í mánuði á komandi kjörtímabili en
það er verið að leggja lokahönd á það
hversu margir nefndir verði starfandi.
Það verður auglýst starf bæjarstjóra
en ég var mikið spurð út í það hvort ég
yrði bæjarstjóri í ljósi kosningaúrslit-
anna, en það var ekki humyndin. Ég
er mjög bjartsýn á það að margir hæfir
einstaklingar muni sækja um starfið,“
segir Hildur Þórisdóttir.
Átök elds og ísa helsta ein-
kenni Vatnajökulsþjóðgarðs
Hildur Þórisdóttir oddviti
Seyðisfjarðarlistans og
forseti bæjarstjórnar.
Seyðisfjörður er í
fallegri umgjörð fjalla.
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is
Flott sumarföt, fyrir flottar konur
Str.
38-58
Til sölu
Notuð pallhýsi verð frá 650.000 kr m/vsk
Passar bæði á ameríska og japanska pallbíla
Nánari upplýsingar á: pallhysi.is eða í síma 849-2220