Austurland - 14.06.2018, Qupperneq 4
4 14. júní 2018
Helstu náttúru ger-
semar íslands liggja
undir skemmdum
Hver er framtíð ferðaþjónustu á Íslandi þegar árlega er aukning
erlendra ferðamanna til landsins sem fara um náttúru lands-
ins frá fjöru til fjalla? Helstu gersemar íslenskrar náttúru liggja
undir skemmdum ef ekkert er að gert sem fyrst.
Íslensk stjórnvöld og ferðamálayfirvöld tala um
að aðgerða sé þörf, en það er ekki nóg, aðgerða
er þörf ef ekki á illa að fara. Viljum við sjá Geys-
issvæðið eitt drullusvað í votviðri eða umferð um
hæsta fjall landsins, Hvannadalshnjúk, eins og
Austurstræti á góðviðrisdegi? Ekki er heldur hægt
að loka augunum fyrir því að umferð um Fljótsdal
er orðin slík að það eru ekki bara vegir sem liggja
undir skemmdum, heldur einnig gróður, .t.d. í
Hallormsstaðaskógi sem allir vilja vernda en fáir
hafast neitt .Alls ekki.
Er það ekki verðugt vekefni nýrra sveitarstjórna á Austurlandi að taka
höndum saman og gera eitthvað í málinu, sama hvort það er að milli-
göngu Austurbrúar eða Sambands austfirskra sveitarfélaga, SSA. Minna
má á að SSA vinnur að hagsmunum sveitarfélaganna á Austurlandi og er
ætlað að starfa í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga eftir því
sem við verður komið. Innanríkisráðuneyti fer með málefni sveitarfé-
laga. Er þarna ekki breiðfylking sem lætur allt of lítið til sín taka?
Aukin ferðaþjónusta, aukin fjöldi hótela og gististaða krefst aukins
starfsmannafjölda sem margir hverjir hafa ekki menntast til þessa starfa.
Uppi eru hugmyndir um lýðháskóla sem gæti komið þarna að og eflt ís-
lenska ferðaþjónustu og gert hana enn metnaðarfyllri en hún er nú þegar.
Þarna hafa Vestfirðingar riðið á vaðið og í haust byrjar starfsemi lýðhá-
skóla á Flateyri. Af hverju ekki á Austfjörðum? Að því þarf að stefna.
Íslendingar hafa oft aðra sýn á það en útlendingar um það hvað þeir
vilja sjá eða heimsækja þegar ferðast um landið, þeir vilja oft sjá eitthvað
nýtt og jafnvel áður óþekkt, ósnorta náttúru og fjöll á hálendi lands-
ins eða staði eins og Loðmundafjörð þar sem nánast ekkert minnir á
nútímaþjóðfélag eins og vegir eða rafmagnslínur, en refir bjóða göngu-
menn velkomna. En að upphafi skal hyggja.
Menntun á að gefa börnum tækifæri til að þroskast á eigin forsend-
um, rækt hæfileika sína, undirbúa þau til að lifa ábygu lífií frjálsu þjóð-
félagi. Það skulum við hafa í huga þegar ungviðið er ekki innan skóla-
veggja og leikur sér áhyggjulaust í sumarnóttinni sem inann tíðar verður
björt allan sólarhringinn.
Gleðilegt sumar!
Geir A. Guðsteinsson, ritstjóri
LEIÐARI
8. tölublað, 7. árgangur
Útgefandi: Fótspor ehf., Suðurlandsbraut 54 , 103 Rvk. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason.
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang, amundi@fotspor.is.
Auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor.is.
Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, sími: 840 9555 & netfang: geirgudsteinsson@simnet.is.
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa PDF: www. fotspor.is.
Fríblaðinu er dreift í 5.500 eintökum á
öll heimili og fyrirtæki á Austurlandi.
Fyrirtækið Launafl á Reyða-
firði er þjónustufyrirtæki
sem er með flestar grein-
ar iðnaðar og það starfrækir
iðnaðarverkstæði, s.s. stálsmiðju,
trésmiðju, pípulagningadeild,
byggingadeild, vélaverkstæði, raf-
magnsverkstæði, vélaverkstæði,
blikksmiðju. Auk þess er fyrir-
tækið með tæknideild og veitir
fullkomna öryggisráðgjöf.
,,Við erum einnig með bíla-
verkstæði og erum með lager og
verslun til þess að geta afgreitt hratt
okkar viðskiptavini þegar þá vant-
ar varahluti,“ segir Magnús Helgason
framkvæmdastjóri. ,,Öll útseld vinna frá
Launafli er frá fyrirtækinu, ekki frá þeim
iðnaðarmönnum sem hjá okkur starfa,
þ.e. þeir eru á launaskrá hjá okkur en
eru ekki sjálfstæðir verktakar. Hjá okk-
ur starfar um 100 manns. Við getum því
veitt góða, örugga og fljóta þjónustu.“
Kom þetta fyrirtæki til í framhaldi
af þjónustu ýmis konar við álverksmiðj-
una Alcoa Fjarðaál?
,,Þetta fyrirtæki var stofnað til að
þjóna Alcoa Fjarðaáli en fljótlega sáu
menn að það var mun hentugra fyrir
þá að starfa saman í einu fyrirtæki held-
ur en að vera verktakar hver og einn
með ákveðnum tilkostnaði. En í dag er
Launafl að þjóna mun fleiri fyrirtækj-
um en Alcoa Fjarðaáli og sá viðskipta-
hópur nær langt út fyrir Reyðarfjörð
en við erum að þjóna einstaklingum og
fyrirtækjum allt frá Vopnafirði og allt
suður á Djúpavog, þ.e. allt gamla Aust-
urlandskjördæmi. Í dag er t.d. fiskeldið
á Djúpavogi stór viðskiptavinur sem og
flest sjávarútvegsfyrirtæki á þessu svæði
njóta okkar þjónustu. Við erum reyndar
í litlum viðskiptum á Seyðisfirði því þar
starfa sjálfstæðir verktakar sem sinna
flestum þeim verkefnum á Seyðisfirði
sem þarfnast iðnþekkingar og reynslu.
Launafl er aðili að samstarfssamn-
ingi um stofnun Háskólasetur Aust-
urlands í samstarfi við Háskólann á
Akureyri. Undirritunin fór fram í Tón-
listarmiðstöð Austurlands. Launafl er
styrktaraðili að þessu verkefni, ásamt
fjölmörgum öðrum fyrirtækjum og
verður spennandi að fylgjast með
hvernig þetta verkefni mun þróast
og dafna í framtíðinni, segir Magnús
Helgason framkvæmdastjóri Launafls.
Háskólasetur Austurlands
Fyrsta skref í samkomulagi um Há-
skólasetur Austurlands, er skipan
stýrihóps fyrir háskólaverkefnið,
sem fulltrúar atvinnurekenda, rekt-
or Háskólans á Akureyri og fram-
kvæmdastjóri Austurbrúar eiga sæti
í ásamt fleirum. Samkomulagið nær
einnig til grunnskólastigsins og
framhaldsskólastigsins og byggja
þau verkefni aðallega á þeim ár-
angri sem fræðsluyfirvöld í Fjarða-
byggð hafa þegar náð í samstarfi við
atvinnulífið í verknámi, tækninámi
og nýsköpun.
Framkvæmdastjórar stærstu
framleiðslufyrirtækja, verktaka- og
þjónustufyrirtækja og stofnana í
Fjarðabyggð hafa frá því seint á síð-
asta ári hist til að ræða sóknarfæri og
áskoranir á Austurlandi. Um 85% af
verðmætasköpun í landshlutanum fer
fram í Fjarðabyggð og gegnir sveitarfé-
lagið að mörgu leyti lykilhlutverki sem
miðstöð atvinnulífs Austurlands.
Guðný Björg Hauksdóttir, fram-
kvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alcoa
Fjarðaáli segir að til framtíðar litið er
mikilvægt að menntastig á Austurlandi
haldist í hendur við þarfir atvinnu-
lífsins, ekki hvað síst í verk- og tækni-
menntun. Þá er ekki síður mikilvægt
að ungu fólki gefist kostur á að ljúka
menntun sinni í heimabyggð.
Fyrirmynd háskólaseturs Austfjarða
er sótt til Háskólaseturs Vestfjarða, sem
skilað hefur góðum árangri á þeim
rúma áratug sem setrið hefur starfað
í samstarfi við Háskólann á Akureyri.
Fyrsta verkefni stýrihópsins verður að
ráða verkefnastjóra sem fær það verð-
uga verkefni að leiða undirbúning að
stofnun Háskólaseturs Austfjarða. Ver-
kefnið er til tveggja ára og hefur því
verið skipt upp í þrjá áfanga. Bjartsýni
ríkir um framhald verkefnisins enda
um þjóðþrifamál að ræða.
Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði
hefur tekið á móti liðlega 50
þúsund tonnum af uppsjávar-
fiski á þessi ári af erlendum fiskiskip-
um auk eigins afla og umtalsvert magn
hefur verið fryst áf loðnuhrognum til
útflutnings. Arðurinn af því gæti þó
verið hagstæðari þar sem gengi ís-
lensku krónunnar er hátt, og hefur
verið það um langt skeið.
Haft er eftir Friðriki Mar Guð-
mundssyni, framkvæmdastjóra
Loðnuvinnslunnar, í blaðiðinu
Sóknarfæri að staða Loðnuvinnslunn-
ar sé sterk, eiginfjárhlutfall um 49%
og eigið fé 7,4 milljarðar króna. Af-
koma félagsins var mun lakari en árið
áður, var þá 380 milljónir króna en 1,6
milljarður króna árið 2016. Friðrik
Mar segir skýringuna þá að allt síðasta
ár var gengi krónunnar 15% sterkara
en árið 2016 auk þess sem mjölverðið
lækkaði um 40% og lýsisverðið um
30%.
Veiðigjald þorski og ýsu er mjög
hátt um þessar mundir og ekki líkur á
að það lækki neitt á þessu ári þar sem
mikið liggur á að hraða þingslitum.
Ríkisstjórnin stefndi að afgreiða mál-
ið fyrir sumaarið en vegna öflugrar
andstöðu stjórnarandstöðunnar og
líklegast nú í þeirri stöðu að það verði
óbreytt til næstu áramóta enbreytist
ekki 1. september nk. þegar fiskveiði-
árið 2018 – 2019 hefst. Af hverju kom
veiðigjaldafrumvarpið ekki miklu fyrr
fram?
Maragir útgerðaraðilar telja að
veiðigjaldið í núverandi myndmis-
muni útgerðarmynstrum og jafnvel
stærð þeirra og í því felist hvati til
að fullvinna allt í fiskvinnslu í landi
en ekki úti á sjó, sem dragi úr hag-
kvæmni. Hagkvæmara er að vinna
sumar fisktegundir úti á sjó, en aðrar
er hagkvæmara að vinna í landi, og
það það mismunar útgerðarmunstr-
um. Af hverju er þessi mismunur?
Stefán Bogi Ssveinsson verður
forseti bæjarstjórnar Fljóts-
dalshéraðs en hann er odd-
viti Framsóknarflokksins. Anna
Alexandersdóttir oddviti Héraðs-
listans verður formaður bæjarráðs.
Björn Ingimarsson verður bæjar-
stjóri eins og á síðasta kjörtímabili.
Sömu flokkar skipuðu meirihluta á
síðasta kjörtímabili.
Stefán Bogi
verður forseti
bæjarstjórnar
MIKIL VIÐSKIPTI
VIÐ ERLEND UPP-
SJÁVARVEIÐISKIP
Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði:
Norsku uppsjávarveiðiskipin Brennholm og Selvåg Senior við bryggju. Norðmenn
gera út mjög stór skip á Íslandsmið.
Þjónustusvæði allt frá
Vopnafirði til Djúpavogs
Launafl á Reyðarfirði:
Grunnskólar á Austurlandi munu njóta góðs af starfsemi Háskólaseturs Austurlands.
Reyðarfjörður.