Austurland - 14.06.2018, Qupperneq 12
12 14. júní 2018
Hér verður enginn stóridómur
felldur um það hvert er feg-
ursta fjall landsins en nokkr-
ir viðmælendur voru fengnir til til að
svara spurningunni. Auðvitað ræður
tilfinningasemi þarna hjá allnokkrum
vegna þess að gengið hefur verið á við-
komandi fjall eða búið í nágrenni þess.
Gaman væri að hvetja lesendur til að
ganga á öll þessi fjöll í sumar og lýsa
þeim tilfinningum sem um þá fór þegar
staðið var á tindinum og útsýnið blasti
við. Hér koma koma nokkur þessara
fjalla í starfrófsröð og rökin með valinu.
Væntanleg finnst einhverjum að í þessa
upptalningu vanti einhver fjöll, en þau
voru einfaldlega ekki nefnd, þó eflaust
hefðu þau sómt sér vel í þessum hópi.
Fjöllin sem nefnd voru en eru ekki
nefnd eru á Suðurlandi eða Vesturlandi.
n Búlandstindur. Basaltfjall við Djúpa-
vog sem þykir almennt vera í hópi
formfegurstu fjalla á Íslandi og sumir
trúa því að Búlandstindur sé orkustöð.
n Eiríksjökull. Spurning hvaða lands-
hluta jökullinn tilheyrir. Ósjálfrátt
koma í hugann upphafsorðin í skáld-
sögu Halldórs Laxness, Fegurð himins-
ins: ,,Þar sem jökulinn ber við loft, hætt-
ir landið að vera jarðneskt en jörðin
fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki
framan neinar sorgir og þessvegna er
gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir feg-
urðin ein ofar hverri kröfu.“
n Helgafell. Við Kaldárbotna. Ber af
öðrum fjöllum á björtum degi.
n Herðubreið. Fjallið var kosið
þjóðarfjall, þarf varla að koma á óvart.
n Hverfjall. Form þess ber af. Er ein-
faldlega er í röð fegurstu og reglu-
bundnustu öskugígamyndana sem
gefur að líta á Íslandi.
n Kerling í Eyjafjarðarsveit. Rís
tignarleg nánast frá sjávarmáli og upp
í 1538 metra hæð. Er auk þess kór-
ónan í fallegasta fjallahring landsins.
Þetta er bara svona.
n Kirkjufell. Fegursta fjall landsins að
mati margra. Bakgrunnur þess séð af hafi
er fallegur og fjallið er svo margbreytilegt
eftir því frá hvaða átt þú lítur til þess.
n Kistufell í Grundarfirði. Þarf ekki
rökstuðning.
n Snæfell. Hæsta fjall Íslands utan jökla,
1833 metra hátt, og er fjallið sjálft og
svæðið umhverfis það innan marka
Vatnajökulsþjóðgarðs. Snæfell er nokk-
uð keilulaga, enda forn megineldstöð
sem hefur ekki rumskað í 10 þúsund
ár. Mun það hafa myndast síðla á ísöld
og er því yngsta eldstöð Austurlands.
Vegna þess, hve hátt Snæfell rís hverfa
efstu fannir þess ekki á sumrin og í því
eru stuttir brattir skriðjöklar.
n Stóllinn í Svarfaðardal. Tignarlegur
og kyngimagnaður, magnað útsýni.
n Þorfinnur. Drottnar yfir Önundarf-
irði gegnt Flateyri, ógleymanlegt!
Á vormánuðum 2017 fól
Seyðisfjarðarkaupstaður
Fornleifastofnun Íslands
ses að vinna deiliskráningu á Vest-
dalseyri við Seyðisfjörð. Svæðið sem
skráningin náði til var um 26 ha
stórt. Innan þess er þorpið Vestdals-
eyri en svæðið náði talsvert norð-
austur fyrir sjálft þorpið og yfir stór-
an hluta gamla heimatúns lögbýlisins
Vestdals.
Við úttektina voru margvíslegar
heimildir kannaðar, loftmyndir skoð-
aðar og sömuleiðis gamlar ljósmynd-
ir. Einnig var rætt við heimildamenn
um svæðið. Við vettvangsúttekt var
gengið kerfisbundið um allt svæðið
í leit að minjum. Svæðið var skráð í
júlí 2017 og skráðar voru 229 minjar
en 10 þeirra reyndust skammt utan
marka reitsins. Er það gríðarlegur
fjöldi minja á ekki stærra svæði og
endurspeglar það að hluta til hversu
margir bjuggu á svæðinu allt frá
miðri 19. öld og fram yfir hernáms-
árin. Nú liggja drög að skýrslunni
fyrir og er frestur til 1. júlí nk. að
senda innathugasemdir.
Fornleifarannsóknir
á Vestdalseyri
Á Vestdalseyri.
HVERT ER FEGURSTA FJALL LANDSINS?
Snæfell og hreindýr
í forgrunni. Yngrsta
eldstöð Austurlands
þó 10 þúsund ár séu
síðan fjallið bærði
síðast á sér.
Húseining ehf. Hraunholti 1, 190 Vogum. Símar 770-5144 og 787-5144.
www.huseining.is kjartan@huseining.is soffia@huseining.is
Láttu drauminn um
nýtt heimili verða að
veruleika með vönduðu
og hagstæðu húsi frá
Húseiningu.
Twin Wall
Húseining framleiðir smáhýsi, sumarhús og
einbýlishús í nýrri verksmiðju að Hraunholti
1. Vogum. Húseining bíður upp á gott úrval af
húsagerðum, þar sem allir eiga að geta fundið
heimili sem hentar. Kynnið ykkur framleiðsluvörur
okkar á vef fyrirtækisins: www.huseining.is
SMART - einbýli KLASSIK - einbýli
SÓL - sumarhús KÓSÝ - smáhýsi
Lóð og hús
Húseining hefur fengið leyfi til að kynna lausar lóðir í hinum ýmsu
bæjarfélögum sem henta vela okkar húsum.
Þetta er nýr kostur á íslenskum markaði og hafa viðskiptavinir Húseiningu fagnað
þessari nýjung. Þær lóðir sem viðskiptavinum bíðst ma sjá í tenglum á vef okkar.
Viðskiptavinurinn getur valið þá lóð sem hentar honum ásamt því að velja þá
hústegund sem hentar.
Ákveðnar takmarkanir þarf að hafa í huga þegar slíkur heildarpakki er valin, þ.e.
lóð hús þegar kemur að því að velja hús á lóðina þar sem deiliskipulag tiltekur
hvaða hvaðir fylgja húsagerðinni, þegar kemur að stærð og hæð hússins.
Kíkið á vef okkar: www.huseining.is og sjáið lóðaframboðið!