Austurland - 14.06.2018, Qupperneq 14
14 14. júní 2018
Á heimsenda
Ég myndi sækja þig
á heimsenda.
Þrátt fyrir óbrúaðar ár,
varasöm vöð
hvað sem bensíndropinn er dýr.
Og ég myndi keyra þig
þangað aftur
ef það er þar
sem þú vilt vera.
Seinna ljóðið er án titils, en óumdeilanlega
rómantískt án nokkurrar væmni.
Hin fegurstu sólarlög
færi ég þér.
Ég set þau á Vesturhimininn
þegar vel viðrar, síðdegis.
Þú getur nálgast þau þar.
Við Heiðrún erum bæði frænkur og jafn-
öldrur og eigum áhuga á ljóðum sameiginlegan.
Þessi litla vísa varð til í hugsarfylgsnum undirrit-
aðrar einhvern tíma á hennar sokkabandsárum,
um áratug fyrir síðustu aldamót.
Þegar blómum skrýðist beður
þegar blessuð vorsól skín
Þegar kaldur vetur kveður
þá kemur þú vinur, aftur til mín.
En síðan eru liðin nokkur ár, sokkabandsárin að
baki og hversdagsleiki útivinnandi húsmóður nú-
tímans alls ráðandi. Eftirfarandi sjálfslýsing undir-
ritaðrar á sennilega betur við í dag, en hún skaust
upp í hugann einhvern slæman dag á liðnum vetri.
Örvasa kerling úrill og þreytt
ónýt til höfuðs og handa.
Geðstirð og skapvond og skil ekki neitt.
Skil ekki neitt í þeim fjanda.
Í sagnfræðinámi mínu var ég alltaf heilluð
af þeim sem minna máttu sín, þ.e. ómögum og
niðursetningum sem margir áttu ekki sjö dag-
ana sæla. Austfirskir ómagar dóu vissulega eins
og aðrir, en þá var ekki sjálfgefið að þeir væru
jarðaðir á sómasamlegan hátt. Einhversstaðar
rakst ég á lýsingu á því þegar fátækur vesaling-
ur í afskekktri byggð hér eystra gaf upp öndina
á fyrri hluta 19. aldar. Þar sem maðurinn hafði
verið upp á hreppinn kominn þurfti yfirvaldið að
standa straum af kostnaði við greftrunina.
Það var fyrir austan að ómagi dó
Eftir einn veturinn harðan.
Í hráslaga vorhreti sagði hann nóg.
En hreppstjórinn neitað´að jarð´ann.
Málalyktir urðu þó þær að hinn látni fékk
hinstu hvílu í kirkjugarði að lokum þótt fátækleg
hafi hún eflaust verið.
En tökum upp léttara hjal. Á Djúpavogi býr
Ingimar Sveinsson sem fæddur er 1927. Hann
er fjölhæfur og fróður maður og skáld gott. Eftir
hann er eftirfarandi limra sem lýsir áliti hans á
breytingum á mataræði landans.
Breyttar matarvenjur
Sumir pæla í sig pasta
og pítsuna enn síður lasta.
Ég fer út á flöt
ef ég fæ ekki kjöt,
sit þar í fýlu og fasta.
Það má kannski segja að Jónbjörg Sesselja
Eyjólfsdóttir sé á svipaðri bylgjulengd þegar hún
yrkir um snyrtivörubransann. Jónbjörg var fædd
1931 eða aðeins fjórum árum á eftir Ingimari.
Draumur í dós
Draumur í dós, hann er dýr
en við kaupum hann þegar í stað
er hrukkur myndast
og hakan sígur,
horfum í spegil,
sjáum undrið gerast
-spegillinn lýgur!
-eða hvað?
Mig langar að ljúka þessum vísnaþætti á fallegu
ljóði eftir Tómas Guðmundsson sem er eitt af okkar
þekktustu skáldum. Ég veit ekki til þess að Tómas
hafi átt neinar tengingar austur á land. Hann var
fæddur á Brú í Grímsnesi 1901 og lést árið 1983.
Tómas hefur stundum verið kallaður Reykjavíkur-
skáldið. Þetta ljóð hans heitir Augun þín og birtist
fyrst í bókinni Fljótið helga sem kom út 1950.
Augun þín
Hvað gerðist? Það hafð' ekki skapaður hlutur skeð.
Þó skilst mér hversvegna ég fékk þér aldrei gleymt:
Í fegurstu augum, sem ástfanginn mann hefur dreymt,
þú áttir þér tærasta himin, sem ég hafði séð.
En margoft síðan við minningu eina ég dvel.
Það var morgunn og vorið í augum þér heillandi bjart.
Í svipulli andrá sem elding sú hugsun mig snart,
að einnig hin dimmasta sorg mundi fara þeim vel.
Og seinna eitt haustkvöld ég horfði í augun þín.
Ég hafði reynzt sannspár, en þagði og blygðaðist mín.
Vísnaþáttur: Hulda Sigurdís Þráinsdóttir
Veisluréttir ferðalangsins
Það er gaman að koma samferða-
fólki á óvart með veisluréttum á
ferðalögum um óbyggðir fjarri
sælkerabúðum eða hambrogarabúll-
um, enda eru matarveislur líf og yndi
flestra, hvar og hvenær sem er. Margur
gæti haldið að slíkt væri ómögulegt án
mikillar fyrirhafnar, en með nokkurri
fyrirhyggju og örlitlum undirbúningi
heima fyrir er auðvelt að galdra fram
sælkerakost, jafnvel á fjöllum. Í bókinni
Veisluréttir ferðalangsins töfrar Halla
Hauksdóttir lífeindafræðingur fram
uppskriftir að góðum og girnilegum
réttum og leiðbeinir um hvernig best
sé að undirbúa og matreiða fjölbreyttar
máltíðir á ferðalögum. Halla segir að
í fyrstu ferðalögunum hafi verið erfitt
að hafa fjölbreyttni í matseldinni á
fjöllum, en með útsjónarsemi og hug-
myndaflugi hafi tekist að hafa meðferð-
is í langferðir alls kyns sælkeramat og
framreiða ýmislegt góðgæri sem allra
jafna er ekki á boðstólum eftir nokkurra
daga ferð fjarri menningunni.
,,Aðalgaldurinn er að ýmsa rétti,
eins og t.d. alls kyns matarsúpur og
grænmetis-, kjöt- og fiskrétti, er hægt
að elda heima og frysta í handhægum
ílátum. Máli skiptir að matseðillinn sé
vel skipulagður, og fyrirfram. Hugsa
verður fyrir hvað þolir lengsta geymslu
í kæliboxi og hvað þurfi að framreiða
fljótlega í ferðalaginu,“ segir Halla.
Á eftir hverri uppskrift í bókinni er
tekið fram hvað megi geyma saman í
plástílátum í kæliboxinu. Skipulagning
matseðilsins er því mjög mikilvæg og
að fyrstu dagana sé á boðstólum það
sem stysta geymslu þolir og þegar líður
á ferðalagið séu eldaðir frystu réttirnir
og annað sem lengur geymist. Hér er
sannalega á ferðinni tímabær bók sem
ferðalangar um óbyggðir landsins geta
sem best nýtt sér.
Kryddleginn lax eða lúða
Gripið er niður í bókina þar sem boðið
er upp á kryddleginn lax eða lúðu.
Rétturinn er undirbúinn heima en
eldaður á áfangastað og er uppskriftin
fyrir 4 – 6 eftirfaran di.
n 1 kg. fiskur
n safi úr hálfri sítrónu
n 3 msk. olía
n 1 msk. sítrónupipar
n 2 msk. saxaður ferskur kerfill eða
basilika
n 1 msk. paprika
n ½ msk. salt.
Fiskflakið er beinhreinsað og roðhreins-
að og lagt á álpappír eða í ílangt þunnt
plastbox. Fæst kælibox taka heilt fiskflak
svo betra er að skipta því í hæfilega bita.
Sítrónusafanum er hellt yfir. Olíunni og
kryddinu blandað saman og því smurt á
flakið. Fiskinum pakkað þétt á álpappír-
inn eða plastílátinu lokað vel og geymt
í kæli þar til fiskurinn fer í kæliboxið.
Ef fiskurinn er í álpappír þarf að setja
plastpoka utan um hann svo ekkert leki
í kæliboxið. Best er að útbúa réttinn
degi fyrir brottför, svo hægt sé að bera
hann fram á öðrum degi ferðalagsins.
Fiskinn má gilla í heilu lagi eða skera
niður ogsteikja á pönnu. Ef grillað er má
hafa með grænmetisspjót með tómöt-
um, lauk, papriku og sveppum, annars
ferskt grænmetissalat. Hrísgjón eða
pönnusteiktar kartöflur, örlítið saltaðar,
henta einnig vel með þessum mat.
Höfundurinn, Halla Hauksdóttir.
Það er komið að þriðja vísnaþætti Félags
ljóðaunnenda í blaðinu og röðin komin
að mér að hafa umsjón með honum. Í
þessum þætti verður ekkert sérstakt þema. Höf-
undar eru á ýmsum aldri ólíkir eftir því, en allir
utan einn hafa einhver tengsl við Austurland.
Fyrstu tvö ljóðin eru eftir Heiðrúnu Ólafsdóttur.
Hún hefur gefið út þrjár ljóðabækur auk skáldsögu
og smásagna. Heiðrún á ættir að rekja til Horna-
fjarðar, nánar tiltekið til Hólabrekku á Mýrum.
Þau ljóð sem ég valdi hér eru úr fyrstu bók
hennar sem heitir Okkar á milli allt og kom út árið
2012. Þau endurspegla að mörgu leyti vel stíl henn-
ar og efni fyrstu bókarinnar þar sem rómantíkin
svífur yfir vötnum. Þau eru stutt og hnitmiðuð,
segja allt sem þau ætla að segja án nokkurra mála-
lenginga. Hið fyrra heitir Á heimsenda.
i-t.isOpið virka daga frá 9 til 18
laugardaga lokað
Ármúla 31 - Sími 588 7332
Walk-in N
Stilhrein sturta.
Sturtubotn fáanlegur í
mörgun stærðum og litum.
Sturtuveggur með væng,
8mm hert öryggisgler.