Austurland - 21.02.2019, Page 2

Austurland - 21.02.2019, Page 2
2 21. febrúar 2019 Steinar Gunnarsson Austfirðingur ársins 2018 Gaf lögreglunni fullþjálfaðan fíkniefnaleitarhund Steinar Gunnars son, lög reglu­ full trúi á Sauð ár króki, er Aust­ firðingur ársins að mati les­ enda Austur gluggans/Austur fréttar. Steinar, sem er upp alinn Norð­ firðingur, gaf lög reglunni á Austur­ landi fíkni efna leitar hundinn Byl í fyrra. ,,Á stæðan fyrir gjöfinni er að ég hef miklar taugar austur. Þar eru mínar heima slóðir og ég er alinn upp í lög reglunni þar,“ segir Steinar. Bylur er labrador á þriðja ári, undan tík í eigu Steinars og Win kel, hundi Fangelsis mála stofnunar. Bylur rekur ættir sínar til vinnu hunda langt aftur í ættir og sýndi snemma hæfi­ leika. Hann er alinn upp af Steinari og fjöl skyldu en var einnig þjálfaður í fangelsinu á Litla­Hrauni. „Ég byrja fljótt að búa hvolpana undir það sem koma skal. Það kom fljótt í ljós að Bylur væri mjög efni legur og ég hóf fulla þjálfun þegar hann var 4­5 mánaða.“ Blur kom austur í nóvember og er í um sjón Snjó laugar Ey rúnar Guð­ munds dóttur, lög reglu þjóns á Egils­ stöðum. „Mér skilst að hann sé þegar farinn að skila árangri og hann og Snjó laug nái vel saman. Það er ekki sjálf gefið, en skiptir miklu máli.“ Full þjálfaðir fíkni efna leitar­ hundar eru metnir á milljónir króna. „Þeir eru býsna dýrir en ég veit að þessum tíma er vel varið. Ég hef mikla trú á lög reglunni á Austur landi og svona við bót gerir hana enn betri.“ Kynntist hundum í sveitinni Steinar er alinn upp á Norð firði og starfaði í lög reglunni eystra þar til hann fluttist norður á Sauð ár krók fyrir tæpum tíu árum. Hann starfar í lög reglunni þar auk þess að vera yfir­ maður hunda þjálfunar lög reglunnar á lands vísu eftir að lög reglu stjóra­ em bættinu á Norður landi vestra var falið það hlut verk af dóms mála ráðu­ neytinu í fyrra. Steinar segist löngum hafa haft á huga á hundum en hann byrjaði á að þjálfa björgunar sveita hunda um tví tugt áður en hann færði sig yfir í lög reglu hundana. Hann hefur sagt frá því í við tölum að hunda á huginn hafi kviknað á Egils stöðum í Fljóts dal þar sem hann var í sveit sem strákur hjá syst kinum ömmu hans. Steinar með viðurkenninguna. /Mynd: Austurfrétt. Hamrahlíð 17 Hús Blindrafélagsins Sími • 552-2002 ÓDÝR Margskipt gleraugu Verð 39.900 kr Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tvær vikur) Marg i t l augu Umgjörð og gler HOLLVINASAMTÖKIN HSFS 10 ÁRA - vilja netvæða húsnæði Fossahlíðar Stofnfundur Hollvinasamtaka H e i l b r i g ð i s s t o f n u n a r Fossahlíðar Seyðisfirði var 24. janúar 2008 og voru stofnfélagar 152. Á aðalfundi 12.október sl., á 10 ára á afmælisári, fór formaður stjórnar yfir farinn veg. Sömu einstaklingar hafa verið í stjórn,utan tveir , frá stofnfundinum. Samtökin og velunnarar hafa fært Hjúkrunarheimilinu á Seyðisfirði tæki og tól fyrir andvirði um 30.milljónir króna, eða eða að meðaltali um 3 milljónir króna ár hvert. Heiðursfélagar samtakanna eru tveir, þeir Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku Mjóafirði, fyrrv. þingmaður og ráðherra ( lést 99 ára 14.júli 2014) og Magnús Pálsson á Egilsstöðum, fyrrv. form. Verslunarfélags Austurlands. Fyrsta „stóra verkefnið“ var að safna fyrir stafrænum röntgenbúnaði sem sárvantaði. Hrint var af stað söfnun í bænum og á rúmum mánuði söfnuðust 6 milljónir króna. Annað verkefni sem nefna má er þegar samþykkt var að skipta út öllum rúmum heimilisins fyrir fullkomin ný rafdrifin rúm með hjálpartækjum. Keypt hafa verið alls 12 slík og eit í viðbót er nú á leiðinni og er heildarkostnaður um 8 milljónir króna. Minnisstætt er haustið 2010 þegar stjórnvöld boðuðu mikinn niðurskurð til heilbrigðisstofnana í landinu. HSA (Heilsbrig‘isstofnun Austurlands) og starfseminni á Seyðisfirði var gert að draga saman og spara í rekstri háar upphæðir. Hrun blasti við starfseminni. Þá brugðust Hollvinir á Seyðisfirði til varnar með samstöðusamkomu þar sem þeir vöfðu sjúkrahúsið sitt þéttu faðmlagi ,hönd í hönd“ allir sem einn, og náði handtakið allan hringinn um húsið utan dyra. Eftir gjörningi þessum var tekið víða um land. Í framhaldinu var síðan haldinn öflugur stuðningsfundur í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði undir kjörorðinu ,,Verjum okkar heimabyggð,“ og ffylltu Hollvinir húsið. Í tali og tónum var áformum stjórnvalda harðlega mótmælt og kröftug skilaboð send út. Stuðningsfundinum lauk svo með tónverkinu ,,Úr Valdastóli“ sem samið var og flutt m.a. af Bj. Hafþór Guðmundssyni, Stefáni Bragasyni og Jónasi Þ.Jóhannssyni. Árlegt fréttabréf Árlegt fréttabréf HSFS hefur verið sent út í upphafi árs til félagsmanna og borið í öll hús á Seyðisfirði. Þar er sagt frá því helsta sem samtökin vinna að hverju sinni. Minningarspjöld / áheit með kennitölu og reikningsnúmeri HSFS (620208­ 1750 b.0176­15­380032) eru til í afgreiðslu Heilsugæslunnar og hefur reynst góður stuðningur við starf samtakanna. Á afmælisaðalfundinum 12.október sl. var Rúnar Reynisson yfirlæknir, sem hefur verið gjaldkeri HSFS frá upphafi, kvaddur þar sem hann er að flytja burt úr bænum og honum þökkuð frábær störf. Óskir um netvæðingu Eindregnar óskir höfðu borist stjórn frá starfsfólki og fagráði um að þrýsta á HSA að netvæða sjúkrastofur og starfsmannaðsöðu. Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða á aðalfundinum; ,,Aðalfundur HSFS 12.október 2018 samþykkir að í samvinnu við tæknideild HSA verði unnið að því að netvæða sem fyrst húsnæði Hjúkrunarheimilis Fossahlíðar þ.e.a.s. sjúkrastofur og starfsmannaaðstöðu og með því m.a. svara ákalli og færa þjónustuna betur nær nútimanum.“ Núverandi stjórn HSFS skipa þau Arnbjörg Sveinsdóttir, Ragnhildur Billa Árnadóttir, Óttar M. Jóhannsson, Vilhjálmur Jónsson og Þorvaldur Jóhannsson. Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Fossahlíðar Seyðisfirði urðu 10 ára á sl. ári. Hönd í hönd 5.október 2010. /mynd: Sólveig Sigurðardóttir. Hluti fundargesta á aðalfundi HSFS 12.október sl. /mynd: Ragnhildur Billa. Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 NÝJAR VÖRUR Í HVERRI VIKU NETVERSLUN WWW.BELLADONNA.IS

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.