Suðri - 05.12.2019, Page 14
14 5. desember 2019
Selfyssingurinn Elvar Geir
Sævarsson veiktist alvarlega
og óvænt þann 22. ágúst
síðastliðinn. Vinir hans hafa boðað
til samstöðu- og styrktarpartýs
á Hard Rock Café í Reykjavík
föstudagskvöldið 6. desember þar
sem fjöldi listamanna kemur fram.
Meðal þeirra sem stíga á stokk
eru Flekar, Morðingjarnir, Kolrassa
krókríðandi, Skálmöld, Sólstafir og
HAM.
Elvar hefur lengi verið viðriðinn
tónlistarbransann og spilað á gítar
með fjölda hljómsveita auk þess sem
hann starfar sem hljóðmaður hjá
Þjóðleikhúsinu.
„Það er áfall að vera kippt út úr
sínu eðlilega lífi á augabragði og þá
er gott að finna að maður er ekki
einn,“ segir Stefán Magnússon, vinur
Elvars og einn þeirra sem standa að
tónleikunum. „Það er dýrt að verða
veikur og því fylgir vinnutap og
Samstöðu- og
styrktarpartý fyrir Elvar
við viljum síst af öllu að Elvar Geir
hafi fjárhagsáhyggjur þegar hann á
eingöngu að vera að einbeita sér að
því að ná bata.“
Vonandi geta sem flestir mætt á
tónleikana á föstudagskvöldið, en
Mynd: Guðmundur Karl/sunnlenska.is
þeir sem sjá sér ekki fært að mæta
geta lagt inn á styrktarreikning sem
opnaður hefur verið fyrir Elvar, nr:
0370-22-018601, kt. 120583-3609. Unnur Birna og Björn
Thoroddsen ásamt
hljómsveit hafa spilað
víðsvegar um gjörvalt landið 2019
við mikinn fögnuð nær og fjær-
staddra.Þau ætla að slá í endann
á árinu með smá jólagleði á fáum
útvöldum stöðum.
Þann 14. desember verða þau á
Midgard Base Camp og koma með
jólaandann, gleði og gæði. Þau verða
ekki ein því Dívan Hera Björk mun
einnig koma fram á þessum tilteknu
tónleikum en hún og Björn ferðuðust
í sumar hringinn í kringum landið
við góðan orðstýr.
Jólatónleikar Midgard
Base Camp 2019
-Unnur Birna, Hera Björk
og hljómsveit Bjössa Thor.
Með þeim leika Sunn lenska
Rhytma-parið Skúli Gíslason á
Trommur Sigur geir Skafti Flosason
á Bassa.
Það er nokkuð ljóst að hér stefnir
í eftirminnilega kvöldstund. Að
hér finni allir eitthvað við sitt hæfi.
Forsala miða verður auglýst fljótt en
hafa skal það í huga að takmarkað
magn miða er í boði.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Kærar kveðjur.
Unnur, Hera og Bjössi.
Sveitarfélagið Árborg hefur
nú tilraunaverkefni með
fyrstu grenndarstöð innan
sveitarfélagsins. Grenndarstöðin
verður staðsett vestan við bílastæði
Sunnulækjarskóla.
Grenndarstöðin er hugsuð
sem yfirfall frá heimilum á bláu
tunnunni og má koma með allan
endurvinnanlegan heimilisúrgang.
Gilda hér sömu reglur og um
bláu tunnuna hvað varðar þá
flokka sem má henda. Hægt er
að nálgast nánari upplýsingar um
flokkana á vefsíðu Árborgar sem
og vefsíðu Íslenska gámafélagsins.
Að auki er hægt að koma með
smáhluti úr gleri og postulíni til
endurvinnslu í grenndarstöðina í
sérmerkt hólf.
Verkefnið snýst um að auka
þjónustu við íbúa sveitarfélagsins,
og mun standa í þrjá mánuði. Að
því búnu verður reynslan metin
út frá athugasemdum frá íbúum,
þjónustuaðila og starfsmönnum
sveitarfélagsins auk þess sem reynslan
af umgengni íbúa mun vega þungt. Ef
vel tekst til, þá eru uppi hugmyndir
um að bæta við grenndarstöðvum
á fleiri staði innan sveitarfélagsins.
Biðlað er til íbúa og gesta að ganga
vel um stöðina og ekki skilja eftir
endurvinnanlegan heimilisúrgang
við stöðina ef hún er full, heldur
tilkynna að það þurfi að losa
í síma 480-1900. Starfsmenn
þjónustumiðstöðvar munu vakta
Grenndarstöð
í Árborg –
tilraunaverkefni
stöðina til að byrja með og út frá
þeirri vöktun losunartíðni skipulögð.
Hvað má flokka?
Bylgjupappa o t.d. pizzakassar—
má losa beint í stöðina·
Sléttan pappa og fernur o t.d.
morgunkornspakkar, eggjabakkar og
pappírsrúlluhólkar – má losa beint í
stöðina
Dagblöð og tímarit og einnig
umslög, skrifstofupappír og annan
prentpappír – má losa beint í stöðina
Plastumbúðir og allar umbúðir úr
hörðu eða mjúku plasti, t.d. plastpoka,
hreinsiefnabrúsa, skyrdósir og plast-
filmu – má losa beint í stöðina.
Málma og t.d. niðursuðudósir,
álpappír, krukkulok og sprittkerta-
koppar og þarf að losa beint í stöðina,
ekki í pokum.
Muna að fjarlægja allar matar– og
efnaleifar og minnka umfang umfang
umbúða eins og hægt er, t.d. með því
að brjóta saman kassa.
PON Pétur O. Nikulásson ehf. | Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður
meðal annars upp á nýtt
ökumannshús með góðu
aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• Meira útsýni
• Þægilegra innstig
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
• Hnappur sem losar glussaþrýsting á tengjum
• Og margt fleira
Góð viðgerða- og varahlutaþjónusta
Manitou er þarfasti þjónninn í dag
til lands og sveita