Læknablaðið : fylgirit - 26.09.2014, Blaðsíða 2
LÆKNAblaðið 2014/100 3
Læknablaðið
the iceLandic medicaL journaL
www.laeknabladid.is
Hlíðasmára 8,
201 Kópavogi
564 4104 – 564 4106
Útgefandi
Læknafélag Íslands
Læknafélag Reykjavíkur
Ritstjórn
Engilbert Sigurðsson,
ritstjóri og ábyrgðarmaður
Gerður Gröndal
Hannes Hrafnkelsson
Magnús Gottfreðsson
Sigurbergur Kárason
Tómas Guðbjartsson
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir
Tölfræðilegur ráðgjafi
Thor Aspelund
Ritstjórnarfulltrúi
Védís Skarphéðinsdóttir
vedis@lis.is
Blaðamaður og ljósmyndari
Hávar Sigurjónsson
havar@lis.is
Auglýsingastjóri og ritari
Sigdís Þóra Sigþórsdóttir
sigdis@lis.is
Umbrot
Sævar Guðbjörnsson
saevar@lis.is
Ljósmynd á forsíðu:
Anna Fjóla Gísladóttir
Upplag
150
Prentun: Prenttækni
© Læknablaðið
Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma
efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu.
Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki
að hluta né í heild án leyfis.
Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar,
greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna:
Medline (National Library of Medicine), Science
Citation Index (SciSearch), Journal Citation
Reports/Science Edition og Scopus.
The scientific contents of the Icelandic Medical
Journal are indexed and abstracted in Medline
(National Library of Medicine), Science Citation
Index (SciSearch), Journal Citation Reports/
Science Edition and Scopus.
ISSN: 0254-1394
V. Vísindaþing
Geðlæknafélags Íslands
26.-28. september 2014 á Hótel KEA
Geðlæknafélag Íslands hefur staðið fyrir reglulegum vísindaþingum síðan fyrsta vísindaþing
félagsins var haldið á Akureyri árið 2005, og nú höldum við á ný til höfuðstaðar Norðurlands.
Það er afar mikilvægt að efla rannsóknir og rannsóknarvinnu innan geðlæknisfræði, ef til
vill enn mikilvægara en í öðrum greinum læknisfræðinnar. Við vitum öll sem vinnum í þessu
fagi hversu mikil vanþekking og klárir fordómar ríkja gegn þeim sem þjást af geðsjúkdómum
og fjölskyldum þeirra. Vanþekking og fordómar ríkja svo sannarlega einnig gegn okkur sem
stundum þessa grein og þeim meðferðarúrræðum sem við beitum. Við þurfum því af meira
krafti en aðrir heilbrigðisstarfsmenn að sýna fram á með rökum og vönduðum rannsóknum að
það sem við erum að gera getur hjálpað við að líkna og lækna þá fjölmörgu sem einhvern tíma
á ævinni þjást af geðsjúkdómum.
Ef litið er yfir sögu geðlækninga má glögglega sjá hve gríðarlegar framfarir hafa orðið í með-
ferð geðsjúkra á síðustu hundrað árum. Öflug vísindastarfsemi er hornsteinn þessara framfara
og forsenda þess að við getum barið kröftuglega á fordómum og hjálpað enn fleirum til að rísa
undan þeim þungu byrðum sem alvarlegir geðsjúkdómar eru.
Þess má geta að 13.-16. júní 2018 verður Norræna geðlæknaþingið haldið í Reykjavík, sem
mun án efa veita mörgum innblástur til frekari afreka á vísindasviðinu.
Innilega velkomin og hjartans þakkir til allra þátttakenda.
Þórgunnur Ársælsdóttir
Formaður Geðlæknafélags Íslands
Undirbúningsnefnd
Halldóra Jónsdóttir
Lára Björgvinsdóttir
Magnús Haraldsson
Sigurður Páll Pálsson
Þórgunnur Ársælsdóttir
Ritari þingsins:
Sigurlaug J. Sigurðardóttir
Aðalstyrktaraðili þingsins
Janssen
Actavis
Lilly
Lundbeck
Novartis
Pfizer
Aðrir styrktaraðilar