Læknablaðið : fylgirit - 26.09.2014, Side 9

Læknablaðið : fylgirit - 26.09.2014, Side 9
V . V Í S I N D A Þ I N G G E Ð L Æ K N A F É L A G S Í S L A N D S 2 0 1 4 F Y L G I R I T 8 0 10 LÆKNAblaðið 2014/100 17. Rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum: Þáttur minnisvafa (memory distrust) í fölskum játningum Jón Friðrik Sigurðsson1,2,3, Gísli H. Guðjónsson3,4, Arndís Soffía Sigurðardóttir, Haraldur Steinþórsson, Valgerður María Sigurðardóttir Geðsviði Landspítala1, Háskóla Íslands2, Háskólanum í Reykjavík3, King’s College4 Markmið: Erindi þetta lýsir rannsókn á Guðmundar- og Geir- finnsmálunum og mikilvægi minnisvafa (memory distrust) í tilvikum falskra játninga. Sex einstaklingar voru sakfelldir árið 1980 og afplánuðu fangelsisrefsingu, en lík mannanna tveggja, sem þau voru sakfelld fyrir að hafa myrt, hafa aldrei fundist. Aðferð: Nákvæm greining var gerð á lögregluskýrslum, dómsskjölum, fangelsisdagbókum, geðheilbrigðisskýrslum um fimm hinna dómfelldu og dagbókum sem tveir þeirra rituðu á meðan á gæsluvarðhaldi stóð. Auk þessa voru tekin viðtöl við fjögur dómfelldu sem á lífi eru. Niðurstöður: Fimm dómfelldu sýndu merki um minnisvafa varðandi sakarefnið. Megin skýringarþættir minnisvafans voru fullvissa lögreglu um sekt þeirra, þvingandi lögregluyfirheyrslur, löng einangrunarvist, spilliáhrif á rannsókn málanna, sálfræðilegir veikleikar (bæði stöð- ugir og breytilegir) og skortur á óháðum stuðningi við yfirheyrslurnar. Ályktanir: Þessi tvö sakamál gefa til kynna að minnisvafi, sem leiðir til falskra játninga, gerist í fimm þrepum: kveikja, líkindi, viðurkenning, endurgerð og lausn. 18. Eykur notkun kannabis hættu á geðrofi og þróun geðklofa? Arnar Jan Jónsson1 , Hera Birgisdóttir1, Engilbert Sigurðsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Geðsviði Landspítala Allt frá 1987 hafa gögn úr faraldsfræðirannsóknum verið að styrkjast og styðja æ betur að kannabisreykingar auki hættu á geðrofi (psychosis) og geðrofið geti þróast áfram í langvinnan geðklofasjúkdóm hjá hluta slíkra einstaklinga. Á síðasta áratug hafa verið birtar margar rann- sóknir sem skýra tengsl kannabis og geðrofs vegna vaxandi áhuga á þessum venslum. Í þessum fyrirlestri verður einkum fjallað um þessi tengsl. Einnig verða reifuð nokkur önnur sjónarmið sem skipta máli þegar lagt er mat á öryggi og notagildi kannabisefna í læknisfræði, en efnafræði kannabisefnasambanda er afar flókin og sum þeirra óstöðug í tilraunaglösum. Kynntar verðar helstu niðurstöður 14 ferilrannsókna á 9 rannsóknarþýðum og niðurstöður 9 tilfellaviðmiðarannsókna. Þegar niðurstöður helstu faraldsfræðirannsókna á þessu sviði eru teknar saman styðja þær ótvírætt að notkun kannabis sé sjálfstæður áhættu- þáttur fyrir geðrof og að öllum líkindum einnig fyrir þróun langvinnra geðrofssjúkdóma eins og geðklofa. Um skammtaháð samband er að ræða þar sem áhættan eykst með tíðari neyslu. Einnig sýna rannsóknir að notkun kannabis á unglingsaldri hefur sterkari tengsl við geðrof en neysla sem hefst á fullorðinsárum. Frekari rannsókna er þó þörf til að skýra þetta samband enda eru geðrofssjúkdómar lengi í þróun og vandasamt að mæla skýribreytu og svarbreytu af nákvæmni og þó sér- staklega flókið samhengið á milli þeirra. Við teljum mikilvægt að auka þekkingu almennings á alvarlegum afleiðingum kannabisnotkunar og þeirri staðreynd að ekki er hægt að spá fyrir um hverjir veikist af geðrofi til skemmri tíma og hverjir til lengri tíma í hópi þeirra sem nota efnið reglulega. 19. Tvær slembirannsóknir með viðmiðunarhóp á áhrifum sálfélagslegra meðferða við alvarlegum geðrofssjúkdómum Víðir Sigrúnarson INM, Norges teknisk-naturvitenskapelige universitet NTNU Inngangur: Síðastliðna tvo áratugi hefur áhersla á svokölluð sálfélagsleg úrræði í meðferð geðrofssjúkdóma aukist mikið en árangur þessara úrræða hefur lítið verið rannsakaður. Ein af algengustu sálfélagslegu meðferðunum sem notuð hefur verið síðastliðna áratugi er svokölluð „assertive community treatment“ (ACT). Notendastýrðar innlagnir (NSI) er nýtt meðferðartilboð fyrir fólk með alvarlega geðrofssjúkdóma sem hefur verið í boði í Noregi síðustu 5-10 ár (rannsókn 2). Markmið rannsóknanna er að athuga áhrif ACT á notkun geðheil- brigðisþjónustu til lengri tíma og greining á þáttum með forspárgildi fyrri langtímahorfur þessa sjúklingahóps og að rannsaka áhrif notenda- stýrðra innlagna á notkun geðheilbrigðisþjónustu einu ári eftir að þátt- taka í þessu úrræði hófst. Aðferðir: Tvær slembirannsóknir með viðmiðunarhóp voru fram- kvæmdar til að kanna áhrif annars vegar ACT 12 árum eftir að meðferð lauk og hins vegar NSI til eins árs. 50 sjúklingar með nýgreindan geð- klofa tóku þátt í rannsókn á áhrifum ACT, meðferð sem stóð yfir í tvö ár. 53 sjúklingar með alvarlega geðrofssjúkdóma; geðklofa og geðhvörf tóku þátt í rannsókn á áhrifum NSI sem stóð yfir í 12 mánuði. Niðurstöður: Ekki fannst marktækur munur á notkun geðheilbrigðis- þjónustu yfir 12 ár á milli notenda ACT þjónustu og viðmiðunarhóps en færri sjúklingar voru nauðungarvistaðir í meðferðarhóp. Skor á „brief psychiatric rating scale“ (BPRS) reyndist hafa forspárgildi fyrir aukna notkun á geðheilbrigðisþjónustu. Ekki reyndist marktækur munur á notkun geðheilbrigðisþjónustu yfir eitt ár á milli notenda NSI og við- miðunarhóps. Ályktun: Fleiri rannsókna er þörf á áhrifum sálfélagslegra úrræða í með- ferð alvarlegra geðsjúkdóma. 20. Úttekt á E-LR Indíana Elín Ingólfsdóttir1, Nanna Briem2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Geðsviði Landspítala Endurhæfing LR (E-LR) er deild á geðsviði Landspítala sem sérhæfir sig í snemm-íhlutun (early intervention) geðrofssjúkdóma. Markhópurinn sem E-LR þjónustar er ungt fólk, á aldrinum 18-30 ára, með byrjandi geðrofssjúkdóm og hefur deildin verið starfrækt með þessu sniði frá 2010. Þó að þjónustan hafi yfir 7 leguplássum að ráða er megin þungi starfseminnar dagdeild þar sem boðið er upp á fjölbreytta meðferð og endurhæfingu sem er sérsniðin að þörfum hvers og eins þjónustuþega. Starfsemin hefur vaxið mikið og hratt frá 2010 og í dag eru 67 þjónustu- þegar innritaðir, sem er um 500% aukning á fjórum árum. Gerð var lítil úttekt á nokkrum lýðfræðilegum, klínískum og meðferðartengdum breytum í hópi þjónustuþega E-LR sem kynntar verða. Tilgangurinn var að fá víðtækari heildarmynd af starfseminni en einnig ætlað sem undir- búningur fyrir fyrirhugað rannsóknarverkefni þar sem skoða á margvís- legar klínískar breytur. 21. Meðferð alvarlegra geðrofssjúkdóma með clozapíni hér á landi Oddur Ingimarsson1, Engilbert Sigurðsson1,2 1Geðsviði Landspítala, 2Læknadeild Háskóla Íslands Inngangur: Landspítalinn er þátttakandi í CRESTAR sem er fjölþjóðleg rannsókn á aukaverkunum clozapíns (Leponex) og tengingu aukaverk-

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.