Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Blaðsíða 29

Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Blaðsíða 29
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 6 LÆKNAblaðið 2013/99 29 virkni sesíums er að mengunin stafar mest frá sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og helmingunartími efnisins er 30,2 ár. Þar með er minnkuð geislavirkni í umhverfinu frá þessum tíma. 65 Eftirfylgni sjúklinga með úttaugaskaða þrem árum eftir með- ferðarlok Þórður Helgason1,2 Paolo Gargiulo1,2, Vilborg Guðmundsdóttir3, Sigrún Knútsdóttir3, Stefán Yngvason3, Páll Ingvarsson3 1Vísinda- og þróunarsvið, Landspítali, 2heilbrigðisverkfræðisvið, Háskólinn í Reykjavík, 3endurhæfingardeild Grensási, Landspítali thordur@landspitali.is Inngangur: Þrír einstaklingar með mænuskaða við Th12 til L1, óvirka neðri hreyfitaug og rýra vöðva í læri voru meðhöndlaðir með raförvun 2003-2009 til að athuga hvort hægt væri að stöðva vöðvarýrnunina og endurheimta rúmmál og kraft. Verkefnið var hluti af 28 þátttakenda evrópsku verkefni nefnt RISE. Þátttakendur raförvuðu í heimahúsi fimm daga vikunnar í 20 til 60 mínútur samkvæmt forskrift. Meðferðarheldni var misjöfn, léleg hjá tveim en góð hjá einum. Markmið: Markmið með innköllun þátttakenda (P1, P2 og P3) þrem árum eftir lok verkefnis er að kanna ástand vöðvanna. Verið að svara hversu langt rýrnun vöðvanna er gengin bæði þeirra sem aldrei fengu mikla raförvunarmeðferð og sérstaklega þeirra sem vaxið höfðu í með- ferðinni. Aðferðir: Tekin er spíral tölvusneiðmynd af lærum og gerð þrívíð mynd af lærbein (rectus femoris, LB) til að mæla rúmmál, þéttni og skoða lögun. Einnig var fjórhöfði raförvaður til að kanna hvort hann drægist saman og gæti fært neðri legg frá lóðréttu þegar hnéliður myndar 90 gráðu horn. Niðurstöður: Rúmmálið er orðið lítið og vöðvrnir líkjast meir þunnum borða og eru belglausir nema hjá P2, sá meðferðarheldni. Sá vöðvi hefur enn belg þ.s. meðferðin kallaði fram mestan vöxt. Meðaltalsþéttni er 2013 (var 2008) hjá P1 34 Hu (40), hjá P2 26 Hu (50) og hjá P3 12 Hu (30). Heilbrigður vöðvi hefur gildi milli 40 og 80 Hu. Ekki varð vart við sam- drátt vöðva P2 og P3. P1 gat hinsvegar rétt úr hnjálið um 5 gráður. Umræður og ályktanir: Á óvart kemur að enn skuli sjá merki raförvunar- meðferðar í lærbeinn (rectus femoris) í P2, þeim meðferðarheldna. Þéttni vöðvans er eins og við var að búast en enn belgur þar sem hann óx mest á meðferðartíma (2003-2009). Vöðvar hinna eru litlir. Einnig kemur á óvart að fjórhöfði P1 dregst saman við raförvun en hinna ekki. 66 Staðsetning og stöðugleiki LL-37 í húð einstaklinga með skellu- sóra Guðmundur Bergsson 1, Jenna Huld Eysteinsdóttir 1,2, Bjarni Agnarsson3,6, Jón Hjaltalín Ólafsson4,5,6, Bárður Sigurgeirsson5, Ása Brynjólfsdóttir2, Steingrímur Davíðsson2,4, Björn Rúnar Lúðvíkssson1,5 1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2Lækningalind Bláa lónsins3, meinafræðideild Landspítala, 4húð- og kynsjúkdómadeild, 5Húðlæknastöðin og 6Háskóli Íslands gudmundb@landspitali.is Inngangur: Sóri er algengur bólgusjúkdómur með slæma fylgivilla og lág lífsgæði. Takmarkaður skilningur er á áhrifum þeirra meðferðarúrræða sem notuð eru í dag sem hamlar frekari þróun þeirra. Aukin tjáning á örverudrepandi peptíðum ónæmiskerfisins og breytingar á ensímvirkni í húð eru einkennandi fyrir meingerð sóra. Peptíðið LL-37 er mikilvæg vörn gegn sýkingum jafnt sem ræsingu ónæmiskerfisins og hefur reynst gegna lykilhlutverki í ónæmisviðbragði sóra. Þekking á staðsetningu og niðurbroti LL-37 í húð sórasjúklinga geta því leitt til aukins skilnings á sjúkdómnum og hugsanlega nýrra meðferðarúrræða. Markmið: Að rannsaka staðsetningu og stöðugleika LL-37 í húð ein- staklinga með skellusóra. Aðferðir: Húðsýnum var safnað með húðsýnapenna frá einstaklingum með skellusóra fyrir og eftir 6 vikna meðferð á meðferðastöð Bláa lónsins. Psoriasis Area Severity Index (PASI) var reiknaður fyrir og eftir meðferð og sýnin fryst í vaxi, skorin í örþunnar sneiðar og LL-37 litað með flúrljómandi mótefni. Niðurstöður: Staðsetning litunar fylgir PASI gildi í viðkomandi húð. Þannig sýna sneiðar sem fengnar voru frá húð með háu PASI gildi, í upphafi meðferðar, LL-37 litun sem nær frá yfirborði hornhimnu niður í neðri frumulög epidermis (stratum spinosum). Aftur á móti, sýni sem fengin eru frá húð með lágu PASI gildi, eftir meðferð, sýna LL-37 litun sem takmarkast við efstu lög epidermis, þ.e. rétt undur hornhimnunni (stratum granulosum og lucidum). Ályktun: Stöðugleiki og staðsetning LL-37 í húð með háu PASI skori kemur á óvart. Sérstaklega þar sem staðsetning ber saman við staðsetn- ingu Cathepsin D, proteasa sem þekktur er fyrir að brjóta niður og óvirkja LL-37. Frekari rannsókna er því þörf til að athuga afvirkjun Cathepsin D og/eða verndun LL-37 í húðvökva einstaklinga með skellusóra. 67 Gerð fjölsykra hefur áhrif á fjölsykrusértæka skerðingu ónæmis- svars í nýburamúsum Hreinn Benónísson,2, Stefanía P. Bjarnarson1,2, Ingileif Jónsdóttir1,2 1Ónæmisfræðideild, Landspitali, 2Læknadeild, HVS, Háskóli Íslands hreinnb@landspitali.is Inngangur: Við höfum sýnt að nýburabólusetningar með pneumokokka- fjölsykru (PPS) af hjúpgerð 1 og meningokókkafjölsykru af gerð C veldur skerðingu í mótefnasvari sértæku fyrir fjölsykrurnar. Klínískar rann- sóknir hafa sýnt að bólfesta með pneumókokkum og frumbólusetning með PPS áður en bólusett er með bóluefni úr pneumókokkafjölsykrum tengdum próteinum (PCV) skerðir mótefnasvar gegn PPS. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort bólusetning nýburamúsa með PPS23 valdi skertu sértæku mótefnasvari og minnki fjölda sértækra mótefnaseytandi frumna þegar endurbólusett er með PCV10. Aðferðir: NMRI nýburamýs (1 vikna gamlar) voru frumbólusettar með 1/5 mannaskammti af PPS23 eða saltvatni og endurbólusettar 16 dögum seinna með ¼ af mannaskammti af PCV10 eða saltvatni. Sermi var tekið vikulega frá 2. að 6. viku eftir frumbólusetningu og aftur 12 vikum eftir frumbólusetningu. IgG mótefni sértækt fyrir 7 af hjúpgerðum PCV10 voru mæld með ELISA. Fjöldi mótefnaseytandi frumna (AbSC) sértækra fyrir fjölsykrurnar 1,4, 9V og 18C var mældur í milta og beinmerg með ELISPOT. Niðurstöður: Mýs sem voru frumbólusettar með PPS23 sem nýburar og endurbólusettar með PCV10 sem 3ja vikna ungar höfðu marktækt lægra IgG svar gegn 3 af 7 fjölsykrum PCV10 sem voru mældar samanborið við mýs sem voru frumbólusettar með saltvatni. PPS23 bólusetning ný- buramúsa olli einnig marktækri fækkun PPS-sértækra mótefnaseytandi frumna gegn 2 af 3 fjölsykrum sem mælt var fyrir. Ályktanir: Frumbólusetning nýbura með PPS23 veldur langvinnri skerðingu mótefnasvars gegn meirihluta fjölsykruhjúpgerða í PCV10 og eyðingu mótefnaseytandi frumna en áhrifin á ónæmissvar gegn örðum fjölsykrum eru lítil eða skammvinn. Skerðing ónæmissvars af völdum hreinna fjölsykra er þannig mismunandi eftir fjölsykrum.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.