Vesturland - 03.07.2019, Blaðsíða 4
4 3. júlí 2019
Brautskráning
frá Bifröst
Laugardaginn 22. júní var mikið
um dýrðir í Háskólanum
í Biftröst en þá útskrifaði
Vilhjálmur Egilsson rektor 81
nemanda við hátíðlega athöfn.
Nemendahópurinn samanstóð
af nemendum úr viðskiptadeild,
félagsvísinda og lagadeild og
Háskólagátt.
Í hátíðarræðu sinni kom rektor inn
á breyttar aðstæður á vinnumarkaði og
hækkandi menntunarstig þjóðarinnar.
„Háskólarnir hafa ekki lokið hlutverki
sínu þótt fólk hafi þegar lokið
háskólaprófi. Margir vilja eða þurfa að
koma aftur í háskóla til að læra eitthvað
nýtt eða til að dýpka þekkingu sína og
fólk getur byrjað háskólanám á öllum
aldri.“ Sjá nánar á bifrost.is
Einn útskrifarnema nú var
Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri á
Útvarpi Sögu. Hún lauk meistaragráðu
í viðskiptalögfræði. Þetta afrekaði hún
samhliða því að stýra fjölmiðli í fullu
starfi. Arnþrúður segist himinlifandi
með Háskólann á Bifröst og námið þar.
„Svakalega góðir og flottir kennarar,
ekki síst mjög hæfar konur, “ segir
Arnþrúður.
Nær jafn margar konur og
karlar í sveitarstjórnum
Kosið var til 72 sveitarstjórna
á landinu í síðustu
sveitarstjórnarkosningunum
sem haldnar voru 26. maí í fyrra.
Bundin hlutfallskosning var í 56
sveitarfélögum þar sem 99% allra
á kjörskrá voru búsettir og 198
framboðslistar boðnir fram. Þar af var
sjálfkjörið í einu sveitarfélagi þar sem
aðeins einn listi var í boði. Kosning var
óbundin í 16 sveitarfélögum þar sem
1% kjósenda var á kjörskrá. Á kjörskrá
fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018
voru 247.943 eða 71,2% landsmanna.
Hagstofa Íslands hefur gefið út
Hagtíðindi þar sem greint er frá
niðurstöðum kosninganna og má
nálgast ritið á vef stofnunarinnar.
Kosningaþátttaka í þeim
sveitarfélögum þar sem kosning fór
fram var 67,6%, aðeins lítið eitt meiri
en þátttakan 2014 (66,5%) sem er sú
dræmasta til þessa. Kosningaþátttaka
kvenna var meiri en karla og var hún
breytileg eftir aldri, meiri meðal eldri en
yngri kjósenda. Þátttaka nýrra kjósenda
sem sökum aldurs voru að kjósa í fyrsta
sinn í sveitarstjórnarkosningum var
51,5%. Þátttaka kjósenda með erlent
ríkisfang var 18%, rúmt 51% meðal
norrænna kjósenda en 15% meðal
annarra erlendra ríkisborgara.
Gild atkvæði voru 162.587. Auðir
seðlar voru 4.225 og aðrir ógildir 774
eða samanlagt 3.0% greiddra atkvæða.
Tala frambjóðenda í sveitarfélögum
þar sem kosning var bundin var
3.482, 1.797 karlar (51.6%) og
1.685 konur (48,4%). Voru kjörnir
420 sveitarstjórnarmenn í þessum
sveitarfélögum en 82 í sveitarfélögum
þar sem kosning var óbundin. Alls
voru kjörnir 502 sveitarstjórnarmenn
á landinu öllu, 266 karlar eða 53,0%
og 236 konur eða 47,0%. Hefur
hlutfall kvenna af kjörnum fulltrúum
aldrei verið hærra. Í kosningunum
var 59% kjörinna fulltrúa nýkjörnir
en 41% höfðu einnig verið kjörnir í
kosningunum 2014.
Konum í sveitarstjórnum hefur fjölgað jafnt og þétt í kosningum síðustu áratuga og nú eiga
þær ekki langt eftir í að verða jafn margar og karlar.
Keltneskt altari
við Esjuberg
Tekið hefur verið í notkun nýtt
úti altari í kelt neskum anda við
Esju berg á Kjalar nesi. Það er
Steini sögu fé lag á Kjalar nesi sem hefur
haft veg og vanda að gerð altarsins sem
er til minningar um fyrstu kirkjuna
sem reist var á Ís landi, en það var á
Esju bergi. Fram kvæmdir við gerð
altarsins hófust snemm sumars 2016.
Með fylgjandi myndir tók Bjarni Sig
hvats son vara for maður Steina sögu
fé lags.
Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur í Kjós og
á Kjalarnesi stýrði á dögunum helgiathöfn í
blíðskaparveðri við nýja útialtarið.
Þannig lítur útialtarið út í dag. Það
er hringur úr torfi og grjóti og fyrir
miðju er stór steinn úr Esjuhl
Arnþrúður Karlsdóttir á útskriftardaginn með
meistaragráðu í viðskiptalögfræði frá Bifröst. Ljósm.:
Úr einasafni, birt með góðfúslegu leyfi.
Frétt Vesturlands í maí 2016
Hestaferđir
Við bjóðum upp á stuttar hestaferðir alla daga sem henta
knöpum á öllum aldri og með mismunandi reynslu.
Kaffi og kökur fylgja í lok hverrar ferðar.
www.polarhestar.is
Vinsamlegast bókið með fyrirvara: 89 6 1879
Pólar Hestar – Grýtubakki II – 601 Akureyri
Upplagt að líta við á Grenivík í leiðinni:
www.grenivik.is