Vesturland - 03.07.2019, Síða 6
6 3. júlí 2019
Árleg ljósmyndasýning opnuð
undir berum himni í Skorradal
Undanfarin þrjú sumur
hafa ljósmyndasýningar
verið á Stálpastöðum í
Skorradal. Staðurinn er sérstakur
og sýningarsvæðið óvenjulegt og
undurfagurt þar sem sýnt er undir
berum himni, í skjóli hárra trjáa, í og
við gömlu hlöðuna sem fyrir hálfri öld
þjónaði sem gististaður ungmenna sem
unnu við plöntun barrtrjáa á svæðinu.
Í ár er fjórða ljósmyndasýningin á
Stálpastöðum. Nú er það Guðlaugur
Óskarsson í Reykholti sem sýnir og er
þema sýningarinnar hestar, menn og
náttúran. Sýningin var opnuð 22. júní
og verður hún opin til 29. September,
dag hvern og allan sólarhringinn. Það
er Uppbyggingarsjóður Vesturlands
sem styður framtakið. Enginn
aðgangseyrir er að sýningunni og allir
velkomnir. „Þetta er þó sölusýning og
vakni áhugi hjá einhverjum er unnt að
ná í mig í síma 8615971 og eiga við mig
góð hrossakaup enda hross á öllum
myndunum,” segir Guðlaugur.
Meðfylgjandi myndir tók
Björg Guðlaugsdóttir við opnun
sýningarinnar í sumarblíðunni á
Stálpastöðum á laugardag og eru þær
birtar hér með góðfúslegu leyfi hennar.
Guðlaugur kom á tveimur gráum hestum af Hofsstaðakyni ofan heimreiðina til
móts við gesti sýningarinnar. Bauð þá velkomna og opnaði sýninguna formlega
með nokkrum orðum. Á myndinni má greina Jónínu Eiríksdóttur, Halldór Þórðarson,
Bjart Þór og Trausta Jónsson.
Jónína heldur í Demant Bjargar og Guðlaugur í Hug sinn. Knapinn á myndinni
ríður Uxavatn er Guðmundur Jónsson maður Valgerðar Sveinsdóttur frá
Reykjum í Lundarreykjadal.
Þorunn Reykdal og
forgöngumaður
sýninganna
Karólína Hulda
Guðmundsdóttir
húsfreyja á
Fitjumræðast við. Á
gafli hlöðunnar sjást
seinnileitarmenn á
Arnarvatnsheiði ríða
Norðlingafljót.
Guðlaugur lýsir aðstæðum við Uxavatn við
myndatökuna fyrir þeim Kristfríði Björnsdóttur,
Aldísi Eiríksdóttur og Halldóri Þórðarsyni.
HVANNEYRARHÁTÍÐ6.júlí kl. 13 - 17
#hvanneyrarhatid / nánari dagskrá og upplýsingar á f facebook
13:30 SETNING / Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor LbhÍ / 130 ára afmæli búnaðarfræðslu á Hvanneyri / Ferguson í 70 ár - Hugleiðingar Bjarna Guðmundssonar
14 Traktorafimi / 13 - 16 Ferguson á Íslandi í 70 ár - Sýning á vegum Fergusonfélagsins / 14 - 15:30 Kerruakstur með stoppi í fjósi / 14:30 - 15:30 Gróðursetning í gróðurhúsinu
14:30 Leiðsögn um Yndisgróður / Fræðsla um býflugnarækt / 14:30 - 16 Ásgarður opinn gestum og gangandi í tilefni 130 ára búnaðarfræðslu á Hvanneyri
Kvenfélagið 19. júní verður með kaffisölu í Gamla-Bút / Skemman Kaffihús verður opið / Sölubásar í Íþróttahöllinni / Ljósmyndasýning barna í Skólastjóraíbúðinni
Lopapeysusýning á vegum Kvenfélagsins 19. júní / Ullarselið - Landbúnaðarsafn Íslands - Gestastofa fyrir friðland fugla - Sýningin „Konur í landbúnaði í 100 ár“ opin / Jötunn vélar ehf sýna
Sýning á tækjum frá Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands / TÓNLEIKAR MEÐ KK á Hvanneyri Pub um kvöldið
1
2
2 3
3
4
5 6
7 8 9
10
10
11 12
13 14
14
13
11
12
8
9
7
6
5
4
1